„Go Kane“ eða „cocaine“ á forsíðu The Sun: Kólumbíumenn skíthræddir við Harry Kane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2018 10:00 Harry Kane Vísir/Getty Kólumbíumenn verða límdir við sjónvarpstækin í kvöld alveg eins og flestir Englendingar og stór hluti heimsins þegar England og Kólumbía mætast í lokaleik 16 liða úrslita HM í fótbolta í Rússlandi. Enska blaðið The Sun sendi blaðamann til Kólumbíu til að komast að því hvað Kólumbíumönnum finnst um enska landsliðið. Í þeim viðtölum fór ekkert á milli mála að Kólumbíumenn eru skíthræddir við Harry Kane. Viðtölin voru tekin í Bógóta, höfuðborg Kólumbíu, og niðurstaðan úr þessari óformlegu könnun var að fimmtíu milljónir Kólumbíumanna óttast framherja enska landsliðsins í leiknum í kvöld. Harry Kane skoraði fimm mörk í fyrstu tveimur leikjum enska landsliðsins á mótinu en var svo hvíldur í lokaleik riðilsins á móti Belgíu. „Allir í Kólumbíu vita að Harry Kane getur klárað okkur. Hann er þegar búinn að skora fimm mörk. Þvílíkur leikmaður. Stórkostlegur. Mér þykir leiðinlegt að viðurkenna það en Kane en maðurinn sem mun kremja hjörtu okkar,“ sagði Philipe Sanches sem er 51 árs leigubílstjóri. „Þið eruð með þennan strák sem heitir Harry Kane. Fjölskyldan mín talar um engan annan en hann. Hann er maðurinn sem skelfir okkur. Hann getur tekið drauminn frá okkur,“ sagði Sofia Spirez sem er 23 ára gömul búðarkona. The Sun slær leiknum upp á forsíðu sína með risamynd af Harry Kane þar sem hann hefur klætt sig í enska fánann. Fyrirsögnin er „Go Kane“ en sumir lesa þó annað út úr henni eða „cocaine“ sem þýðir kókaín á íslensku. Yfirfyrirsögnin ýjar líka að því en hún er: „Ljónin okkar undir búa sig fyrir leik á móti þjóð sem gaf okkur Shakiru, frábært kaffi og uh hitt stöffið. Við öskrum .. Áfram Kane. Forsíðuna má sjá hér fyrir neðan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira
Kólumbíumenn verða límdir við sjónvarpstækin í kvöld alveg eins og flestir Englendingar og stór hluti heimsins þegar England og Kólumbía mætast í lokaleik 16 liða úrslita HM í fótbolta í Rússlandi. Enska blaðið The Sun sendi blaðamann til Kólumbíu til að komast að því hvað Kólumbíumönnum finnst um enska landsliðið. Í þeim viðtölum fór ekkert á milli mála að Kólumbíumenn eru skíthræddir við Harry Kane. Viðtölin voru tekin í Bógóta, höfuðborg Kólumbíu, og niðurstaðan úr þessari óformlegu könnun var að fimmtíu milljónir Kólumbíumanna óttast framherja enska landsliðsins í leiknum í kvöld. Harry Kane skoraði fimm mörk í fyrstu tveimur leikjum enska landsliðsins á mótinu en var svo hvíldur í lokaleik riðilsins á móti Belgíu. „Allir í Kólumbíu vita að Harry Kane getur klárað okkur. Hann er þegar búinn að skora fimm mörk. Þvílíkur leikmaður. Stórkostlegur. Mér þykir leiðinlegt að viðurkenna það en Kane en maðurinn sem mun kremja hjörtu okkar,“ sagði Philipe Sanches sem er 51 árs leigubílstjóri. „Þið eruð með þennan strák sem heitir Harry Kane. Fjölskyldan mín talar um engan annan en hann. Hann er maðurinn sem skelfir okkur. Hann getur tekið drauminn frá okkur,“ sagði Sofia Spirez sem er 23 ára gömul búðarkona. The Sun slær leiknum upp á forsíðu sína með risamynd af Harry Kane þar sem hann hefur klætt sig í enska fánann. Fyrirsögnin er „Go Kane“ en sumir lesa þó annað út úr henni eða „cocaine“ sem þýðir kókaín á íslensku. Yfirfyrirsögnin ýjar líka að því en hún er: „Ljónin okkar undir búa sig fyrir leik á móti þjóð sem gaf okkur Shakiru, frábært kaffi og uh hitt stöffið. Við öskrum .. Áfram Kane. Forsíðuna má sjá hér fyrir neðan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira