Neymar: Tilraun til þess að grafa undan mér Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. júlí 2018 23:00 Neymar í leiknum gegn Sviss í fyrstu umferðinni. vísir/getty Neymar var maður leiksins fyrir Brasilíu sem sló Mexíkó út í 16-liða úrslitum á HM í Rússlandi í dag. Hann var þó harkalega gagnrýndur fyrir mikinn leikaraskap í leiknum. Neymar gerði annað mark Brasilíu í 2-0 sigrinum á Mexíkó. Undir lok leiksins virtist Miguel Layun stíga nokkuð harkalega á kálfann á Neymar og voru viðbrögð Brasilíumannsins svo mikil að fólk kepptist við að gagnrýna hann á samfélagsmiðlum fyrir leikaraskap. Layun hefði líklega fengið rautt spjald ef dómari leiksins hefði ákveðið að notast við myndbandstæknina en hann ákvað að gera það ekki. Viðbrögð Neymar eru talin spila þar inn í, hann hafi ekki viljað verðlauna slíkt. „Heyrðu, ég held þetta sé frekar tilraun til þess að grafa undan mér heldur en eitthvað annað. Ég er ekki hrifinn af gagnrýni, ekki einu sinni frá fjölmiðlum, því þetta getur haft áhrif á íþróttamenn,“ sagði Neymar eftir leikinn. „Ég fór ekki í viðtöl eftir síðustu tvo leiki því það er svo mikið af fólki að tala um mig. Ég vil bara spila og hjálpa liðsfélögunum. Til þess er ég hér, ekki til neins annars.“ Neymar er nýkominn til baka úr meiðslum en hann hafði ekki spilað fótboltaleik síðan í febrúar þegar hann fótbrotnaði áður en til HM kom. „Ég vissi að það myndi taka tíma að komast aftur í mitt venjulega form og hraða og í dag leið mér miklu betur. Ég er mjög glaður með að hafa unnið leikinn og vil óska liðsfélögunum til hamingju með sigurinn,“ sagði Neymar. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu Neymar og þetta atvik í þætti kvöldsins. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport að kvöldi hvers leikdags á HM. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Sjá meira
Neymar var maður leiksins fyrir Brasilíu sem sló Mexíkó út í 16-liða úrslitum á HM í Rússlandi í dag. Hann var þó harkalega gagnrýndur fyrir mikinn leikaraskap í leiknum. Neymar gerði annað mark Brasilíu í 2-0 sigrinum á Mexíkó. Undir lok leiksins virtist Miguel Layun stíga nokkuð harkalega á kálfann á Neymar og voru viðbrögð Brasilíumannsins svo mikil að fólk kepptist við að gagnrýna hann á samfélagsmiðlum fyrir leikaraskap. Layun hefði líklega fengið rautt spjald ef dómari leiksins hefði ákveðið að notast við myndbandstæknina en hann ákvað að gera það ekki. Viðbrögð Neymar eru talin spila þar inn í, hann hafi ekki viljað verðlauna slíkt. „Heyrðu, ég held þetta sé frekar tilraun til þess að grafa undan mér heldur en eitthvað annað. Ég er ekki hrifinn af gagnrýni, ekki einu sinni frá fjölmiðlum, því þetta getur haft áhrif á íþróttamenn,“ sagði Neymar eftir leikinn. „Ég fór ekki í viðtöl eftir síðustu tvo leiki því það er svo mikið af fólki að tala um mig. Ég vil bara spila og hjálpa liðsfélögunum. Til þess er ég hér, ekki til neins annars.“ Neymar er nýkominn til baka úr meiðslum en hann hafði ekki spilað fótboltaleik síðan í febrúar þegar hann fótbrotnaði áður en til HM kom. „Ég vissi að það myndi taka tíma að komast aftur í mitt venjulega form og hraða og í dag leið mér miklu betur. Ég er mjög glaður með að hafa unnið leikinn og vil óska liðsfélögunum til hamingju með sigurinn,“ sagði Neymar. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu Neymar og þetta atvik í þætti kvöldsins. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport að kvöldi hvers leikdags á HM.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Sjá meira