Ísak Ernir nýr stjórnarformaður Kadeco Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2018 11:15 Ísak Ernir Kristinsson hefur verið virkur í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins um árabil. Mynd úr einkasafni Ísak Ernir Kristinsson, körfuboltadómari og flugþjónn, hefur verið skipaður stjórnarformaður hjá þróunarfélaginu Kadeco af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Stundin greinir frá. Ísak tekur við stjórnarformennskunni af Georgi Brynjarssyni hagfræðingi sem var skipaður formaður stjórnar árið 2017 þegar Benedikt Jóhannesson tók við lyklunum að fjármálaráðuneytinu. Georg var einn af stofnendum Viðreisnar. Sagði Benedikt að til stæði að leggja starfsemi Kadeco niður hvað varðaði sölu eigna, þær væru svo til allar seldar. Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og Sjálfstæðismaður, var skipaður formaður stjórnar árið 2014 af Árna Sigfússyni, þáverandi bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Mánaðarlaun stjórnarformanns Kadeco hafa verði 270 þúsund krónur undanfarin ár.Þekkir ungliðastarf Sjálfstæðisflokksins út og inn Ísak er 24 ára, nemi í viðskiptafræði sem hefur rekið gistiheimili í Reykjanesbæ ásamt fjölskyldu sinni. Hann hefur verið virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá sextán ára aldri þar sem hann hefur meðal annars verið formaður Heimis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, og átt sæti í stjórn SUS. Þá var hann varabæjarfulltrúi hjá flokknum í Reykjanesbæ á nýloknu kjörtímabili. Félagið Kadeco var stofnað 24. október 2006 í kjölfar lokunar Bandaríkjahers á herstöð sinni við Keflavíkurflugvöll í þeim tilgangi að taka við þeim eignum sem ekki yrðu nýttar áfram til flugvallarreksturs eða í öryggissamstarfi Norður-Atlantshafsbandalagsins. „Markmið og tilgangur Kadeco er að leiða þróun og umbreytingu á þessum eignum og landi sem Varnarliðið skildi eftir sig til borgaralegra nota. Í því felst meðal annars nauðsynleg undirbúningsvinna, svo sem úttekt á svæði og mannvirkjum ásamt þróunar- og vaxtarmöguleikum þess í samráði við þá aðila sem hafa hagsmuna að gæta,“ segir á heimasíðu Kadeco. Ísak hefur getið sér gott orð sem körfuboltadómari hér á landi. Hann er sonur Kristins Óskarssonar, eins reyndasta dómara landsins. Ráðningar Tengdar fréttir Heiðar Guðjónsson með 400 milljónir í fasteignaverkefni á Reykjanesi Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar á 400 milljóna króna hlut í móðurfélagi Ásbrúar ehf. sem á fjölda íbúða og eigna á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi. Ásbrú ehf. keypti eignir af Kadeco, Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, fyrir fimm milljarða króna í desember á síðasta ári. 1. nóvember 2017 08:00 Uppbygging atvinnulífs á Suðurnesjum ráðist að miklu leyti af fjölda alþjóðlegra samgöngutenginga Skýrslan Suðurnes 2014 – Sviðsmyndir um mögulega þróun atvinnulífs á Suðurnesjum var kynnt í dag. 7. maí 2018 18:49 Íslenska ríkið grætt ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins Íslenska ríkið hefur hagnast um ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fjárfestar undirbúa húsbyggingar á gamla varnarsvæðinu. 12. mars 2018 21:30 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Ísak Ernir Kristinsson, körfuboltadómari og flugþjónn, hefur verið skipaður stjórnarformaður hjá þróunarfélaginu Kadeco af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Stundin greinir frá. Ísak tekur við stjórnarformennskunni af Georgi Brynjarssyni hagfræðingi sem var skipaður formaður stjórnar árið 2017 þegar Benedikt Jóhannesson tók við lyklunum að fjármálaráðuneytinu. Georg var einn af stofnendum Viðreisnar. Sagði Benedikt að til stæði að leggja starfsemi Kadeco niður hvað varðaði sölu eigna, þær væru svo til allar seldar. Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og Sjálfstæðismaður, var skipaður formaður stjórnar árið 2014 af Árna Sigfússyni, þáverandi bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Mánaðarlaun stjórnarformanns Kadeco hafa verði 270 þúsund krónur undanfarin ár.Þekkir ungliðastarf Sjálfstæðisflokksins út og inn Ísak er 24 ára, nemi í viðskiptafræði sem hefur rekið gistiheimili í Reykjanesbæ ásamt fjölskyldu sinni. Hann hefur verið virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá sextán ára aldri þar sem hann hefur meðal annars verið formaður Heimis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, og átt sæti í stjórn SUS. Þá var hann varabæjarfulltrúi hjá flokknum í Reykjanesbæ á nýloknu kjörtímabili. Félagið Kadeco var stofnað 24. október 2006 í kjölfar lokunar Bandaríkjahers á herstöð sinni við Keflavíkurflugvöll í þeim tilgangi að taka við þeim eignum sem ekki yrðu nýttar áfram til flugvallarreksturs eða í öryggissamstarfi Norður-Atlantshafsbandalagsins. „Markmið og tilgangur Kadeco er að leiða þróun og umbreytingu á þessum eignum og landi sem Varnarliðið skildi eftir sig til borgaralegra nota. Í því felst meðal annars nauðsynleg undirbúningsvinna, svo sem úttekt á svæði og mannvirkjum ásamt þróunar- og vaxtarmöguleikum þess í samráði við þá aðila sem hafa hagsmuna að gæta,“ segir á heimasíðu Kadeco. Ísak hefur getið sér gott orð sem körfuboltadómari hér á landi. Hann er sonur Kristins Óskarssonar, eins reyndasta dómara landsins.
Ráðningar Tengdar fréttir Heiðar Guðjónsson með 400 milljónir í fasteignaverkefni á Reykjanesi Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar á 400 milljóna króna hlut í móðurfélagi Ásbrúar ehf. sem á fjölda íbúða og eigna á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi. Ásbrú ehf. keypti eignir af Kadeco, Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, fyrir fimm milljarða króna í desember á síðasta ári. 1. nóvember 2017 08:00 Uppbygging atvinnulífs á Suðurnesjum ráðist að miklu leyti af fjölda alþjóðlegra samgöngutenginga Skýrslan Suðurnes 2014 – Sviðsmyndir um mögulega þróun atvinnulífs á Suðurnesjum var kynnt í dag. 7. maí 2018 18:49 Íslenska ríkið grætt ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins Íslenska ríkið hefur hagnast um ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fjárfestar undirbúa húsbyggingar á gamla varnarsvæðinu. 12. mars 2018 21:30 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Heiðar Guðjónsson með 400 milljónir í fasteignaverkefni á Reykjanesi Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar á 400 milljóna króna hlut í móðurfélagi Ásbrúar ehf. sem á fjölda íbúða og eigna á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi. Ásbrú ehf. keypti eignir af Kadeco, Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, fyrir fimm milljarða króna í desember á síðasta ári. 1. nóvember 2017 08:00
Uppbygging atvinnulífs á Suðurnesjum ráðist að miklu leyti af fjölda alþjóðlegra samgöngutenginga Skýrslan Suðurnes 2014 – Sviðsmyndir um mögulega þróun atvinnulífs á Suðurnesjum var kynnt í dag. 7. maí 2018 18:49
Íslenska ríkið grætt ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins Íslenska ríkið hefur hagnast um ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fjárfestar undirbúa húsbyggingar á gamla varnarsvæðinu. 12. mars 2018 21:30