Erlent

Nítján látnir eftir sprengjuárás

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Byggingar í nágrenninu skemmdust jafnframt mikið.
Byggingar í nágrenninu skemmdust jafnframt mikið. Vísir/EPA
Nítján eru látnir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Jalalabad í austurhluta Afganistan.

Flestir hinna látnu eru Síka múslimar, sem eru í miklum minnihluta í landinu. Meðal hinna látnu er eini Síkamúsliminn sem hugðist bjóða sig fram til þings í kosningum þar í landi í október. Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Hin látnu voru á leið til fundar við forseta landsins, Ashraf Ghani, sem er í heimsókn á svæðinu, þegar árásin átti sér stað.

Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið segjast bera ábyrð á árásinni, sem indverska sendiráðið í Kabúl segir að hafa verið „heigulsleg.“ Samtökin hafa þó ekki sýnt fram á neitt sem rennir stoðum undir fullyrðingu sína.

Íslamska ríkið var ekki hluti af þriggja daga vopnahléi, sem Talíbar og afgönsk stjórnvöld undirrituðu í síðasta mánuði. Íslamska ríkið berst gegn báðum samningsaðilum.


Tengdar fréttir

30 féllu í fyrstu árás Talíbana eftir vopnahlé

Að minnsta kosti 30 féllu í tveimur árásum Talíbana á hermenn í vesturhluta Afganistans í morgun. Þetta er fyrsta árás Talíbana frá því að þeir samþykktu vopnahlé yfir trúarhátíð múslima, Eid al Fitr, sem var í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×