Laun voru óvart dregin af starfsmönnum Vínbúðanna Sveinn Arnarsson skrifar 2. júlí 2018 06:00 Á sjötta hundrað starfsmanna vinna hjá ÁTVR við hin ýmsu störf. Fréttablaðið/GVA Mistök urðu við útborgun launa hjá Vínbúðunum fyrir helgi sem ollu því að nokkrir starfsmenn sem eru í viðskiptum við Arion banka fengu ekki laun heldur var launaupphæðin dregin af þeim. „Auðvitað veldur þetta óþægindum og okkur þykir þetta mjög miður,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Vínbúðanna. Ástæðuna má rekja til þess að fyrir helgi urðu ÁTVR á mistök við útreikning launa og rangur launabunki var sendur Íslandsbanka, viðskiptabanka ÁTVR, sem greiðir út launin til starfsfólks. Fljótlega varð stjórnendum ljóst að launin höfðu ekki verið greidd rétt út og voru þau því bakfærð. Hluti starfsmanna fékk svo launin rétt greidd inn á sinn launareikning.Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, 2016Starfsmenn fyrirtækisins, sem eru í viðskiptum við Arion banka, lentu aftur á móti í þeim leiðu mistökum að laun þeirra voru bakfærð í tvígang og ekki gekk að leiðrétta þau. „Það fer frá okkur röng færsla til bankans og leiðrétting fer í gang stuttu síðar. Hins vegar tekst ekki að leiðrétta hjá hluta þeirra sem fengu laun. Af þeim 530 starfsmönnum sem fá greidd laun frá okkur lenda 40 starfsmenn í þessum mistökum,“ segir Sigrún Ósk. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom þetta illa við nokkra starfsmenn Vínbúðanna. Starfsmenn sem vildu ekki ræða þetta undir nafni segja að fyrirtækið hafi reynt allt hvað það gerði til að leiðrétta mistökin en án árangurs. Einhverjir starfsmenn hafi því lent í mínus í bankanum vegna þessa. Þó að Vínbúðin þurfi ekki að greiða laun fyrr en fyrsta virka dag hvers mánaðar hefur fyrirtækið alltaf viljað gera vel við sína starfsmenn með því að greiða út fyrir helgi ef nýr mánuður rennur upp um helgi. „Auðvitað veldur þetta óþægindum og við höfum verið í sambandi við okkar starfsfólk. Þetta eru leiðinleg mistök. Við verðum í sambandi við þá einstaklinga strax í bítið til að leysa þetta fljótt og örugglega í samstarfi við starfsfólk. Margir fengu laun greidd en hluti fékk þau ekki,“ bætir Sigrún Ósk við. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Mistök urðu við útborgun launa hjá Vínbúðunum fyrir helgi sem ollu því að nokkrir starfsmenn sem eru í viðskiptum við Arion banka fengu ekki laun heldur var launaupphæðin dregin af þeim. „Auðvitað veldur þetta óþægindum og okkur þykir þetta mjög miður,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Vínbúðanna. Ástæðuna má rekja til þess að fyrir helgi urðu ÁTVR á mistök við útreikning launa og rangur launabunki var sendur Íslandsbanka, viðskiptabanka ÁTVR, sem greiðir út launin til starfsfólks. Fljótlega varð stjórnendum ljóst að launin höfðu ekki verið greidd rétt út og voru þau því bakfærð. Hluti starfsmanna fékk svo launin rétt greidd inn á sinn launareikning.Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, 2016Starfsmenn fyrirtækisins, sem eru í viðskiptum við Arion banka, lentu aftur á móti í þeim leiðu mistökum að laun þeirra voru bakfærð í tvígang og ekki gekk að leiðrétta þau. „Það fer frá okkur röng færsla til bankans og leiðrétting fer í gang stuttu síðar. Hins vegar tekst ekki að leiðrétta hjá hluta þeirra sem fengu laun. Af þeim 530 starfsmönnum sem fá greidd laun frá okkur lenda 40 starfsmenn í þessum mistökum,“ segir Sigrún Ósk. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom þetta illa við nokkra starfsmenn Vínbúðanna. Starfsmenn sem vildu ekki ræða þetta undir nafni segja að fyrirtækið hafi reynt allt hvað það gerði til að leiðrétta mistökin en án árangurs. Einhverjir starfsmenn hafi því lent í mínus í bankanum vegna þessa. Þó að Vínbúðin þurfi ekki að greiða laun fyrr en fyrsta virka dag hvers mánaðar hefur fyrirtækið alltaf viljað gera vel við sína starfsmenn með því að greiða út fyrir helgi ef nýr mánuður rennur upp um helgi. „Auðvitað veldur þetta óþægindum og við höfum verið í sambandi við okkar starfsfólk. Þetta eru leiðinleg mistök. Við verðum í sambandi við þá einstaklinga strax í bítið til að leysa þetta fljótt og örugglega í samstarfi við starfsfólk. Margir fengu laun greidd en hluti fékk þau ekki,“ bætir Sigrún Ósk við.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira