Nýtt flugvallarhótel hefur ekki áhrif á stækkun flugvallarsvæðisins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júlí 2018 19:30 Fyrsta skóflustungan að nýju flugvallarhóteli var tekin í Keflavík í dag. Að sögn eiganda hótelsins mun byggingin ekki hafa áhrif á áform Isavia um stækkun flugvallarsvæðisins. Hann segir þörf á öðru flugvallarhóteli og gefur lítið fyrir fækkun ferðamanna. Um er að ræða 150 herbergja flugvallarhótel sem staðsett verður um tveimur mínútum frá flugvellinum. Isavia hefur umfangsmikil áform um uppbyggingu flugvallarsvæðisins og er stefnt að stækkun þess. Hótelbyggingin mun engin áhrif hafa ááform Isavia þar sem hótelið verður staðsett utan flugvallarsvæðisins. „Við eru rétt fyrir utan þeirra áhrifasvæði en vissulega fylgjumst við með þeirra áformum um skipulag framtíðarinnar,“ segir Árni Valur Sólonsson, eigandi og framkvæmdastjóri Capital Hotel.Isavia stefnir að stækkun flugvallarsvæðisins.Þá segist hann ekki óttast fækkun ferðamanna og er handviss um að þörf sé á öðru flugvallarhóteli. „Nei það er engin fækkun í spilunum. Það er fjölgun framundan,“ segir Árni.Er þörf á öðru hóteli þar sem nú er flugvallarhótel hjá Keflavíkurflugvelli?„Já það er alveg örugglega, sérstaklega hóteli sem er af erlendri keðju. Þar sem það er töluverður hluti fólks sem vill bara gista hjá vörumerki sem það þekkir,“ segir Árni. Stundvíslega klukkan 16.00 í dag var fyrsta skóflustungan tekin. Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri Aðaltorgs sagðist spenntur fyrir byggingunni en hann segir staðsetninguna sérstaklega góða. „Þessi staður er stórkostlegur að því leyti að hérna erum við að taka stórt skref fyrir Reykjanesbæ og landið allt,“ segir Ingvar. Hótelið mun opna í lok næsta árs og er vinnan þegar hafin. „Við byrjuðum í dag. Það fá allir sólarfrí í einn klukkutíma og svo hefst vinnan,“ segir Ingvar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 150 herbergja hótel rís við Keflavíkurflugvöll Nýtt 150 herbergja Courtyard by Marriott flugvallarhótel verður opnað við Keflavíkurflugvöll á næsta ári. 19. júlí 2018 09:18 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að nýju flugvallarhóteli var tekin í Keflavík í dag. Að sögn eiganda hótelsins mun byggingin ekki hafa áhrif á áform Isavia um stækkun flugvallarsvæðisins. Hann segir þörf á öðru flugvallarhóteli og gefur lítið fyrir fækkun ferðamanna. Um er að ræða 150 herbergja flugvallarhótel sem staðsett verður um tveimur mínútum frá flugvellinum. Isavia hefur umfangsmikil áform um uppbyggingu flugvallarsvæðisins og er stefnt að stækkun þess. Hótelbyggingin mun engin áhrif hafa ááform Isavia þar sem hótelið verður staðsett utan flugvallarsvæðisins. „Við eru rétt fyrir utan þeirra áhrifasvæði en vissulega fylgjumst við með þeirra áformum um skipulag framtíðarinnar,“ segir Árni Valur Sólonsson, eigandi og framkvæmdastjóri Capital Hotel.Isavia stefnir að stækkun flugvallarsvæðisins.Þá segist hann ekki óttast fækkun ferðamanna og er handviss um að þörf sé á öðru flugvallarhóteli. „Nei það er engin fækkun í spilunum. Það er fjölgun framundan,“ segir Árni.Er þörf á öðru hóteli þar sem nú er flugvallarhótel hjá Keflavíkurflugvelli?„Já það er alveg örugglega, sérstaklega hóteli sem er af erlendri keðju. Þar sem það er töluverður hluti fólks sem vill bara gista hjá vörumerki sem það þekkir,“ segir Árni. Stundvíslega klukkan 16.00 í dag var fyrsta skóflustungan tekin. Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri Aðaltorgs sagðist spenntur fyrir byggingunni en hann segir staðsetninguna sérstaklega góða. „Þessi staður er stórkostlegur að því leyti að hérna erum við að taka stórt skref fyrir Reykjanesbæ og landið allt,“ segir Ingvar. Hótelið mun opna í lok næsta árs og er vinnan þegar hafin. „Við byrjuðum í dag. Það fá allir sólarfrí í einn klukkutíma og svo hefst vinnan,“ segir Ingvar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 150 herbergja hótel rís við Keflavíkurflugvöll Nýtt 150 herbergja Courtyard by Marriott flugvallarhótel verður opnað við Keflavíkurflugvöll á næsta ári. 19. júlí 2018 09:18 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
150 herbergja hótel rís við Keflavíkurflugvöll Nýtt 150 herbergja Courtyard by Marriott flugvallarhótel verður opnað við Keflavíkurflugvöll á næsta ári. 19. júlí 2018 09:18