Miðluðu brjóstnálar Bretadrottningar leynilegum skilaboðum til Trumps? Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2018 10:38 Elísabet Bretadrottning og Donald Trump Bandaríkjaforseti við Windsor-kastala á föstudag. Rauður hringur hefur verið gerður utan um brjóstnál drottningar. Vísir/getty Opinber heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps til Bretlands vakti athygli heimspressunnar um liðna helgi. Athygli netverja hefur nú beinst að nælum Bretadrottningar, sem hún heldur mjög upp á og skartar við nær öll tilefni, og skilaboðunum sem þær gætu átt að miðla til forsetans. Elísabet hitti Trump aðeins einu sinni á meðan heimsókn hans stóð en forsetinn dvaldi í Bretlandi í þrjá daga. Twitter-notandi hefur nú rýnt í brjóstnálarnar sem drottningin bar þessa þrjá daga og bendir auk þess á að hún velji nælurnar iðulega af mikilli kostgæfni fyrir hvern viðburð – og þá segi þær oft meira en þúsund orð. Fyrsta dag heimsóknarinnar, daginn sem Trump mætti til Bretlands, skartaði Bretadrottning brjóstnál sem hún fékk að gjöf frá forverum Trump-hjónanna í embætti, Barack og Michelle Obama. Flestum er eflaust kunnugt um að lengi hefur andað köldu milli Trump og Obama og hefur sá fyrrnefndi gjarnan verið afar óvæginn í garð þess síðarnefnda.Elísabet Bretadrottning með Obama-næluna ásamt erkibiskupnum af Kantaraborg og Sheikh Ahmad Al-Tayeb.Vísir/gettyNæsta dag bauð drottningin forsetahjónunum í te og hefur sú heimsókn jafnframt vakið athygli – og reiði. Trump mætti til að mynda of seint til boðsins auk þess sem hann var gagnrýndur fyrir að æða á undan drottningunni er þau gengu saman við hátíðlega athöfn fyrir utan Windsor-kastala. Enn og aftur vakti brjóstnál drottningar athygli en um var að ræða sömu nælu og móðir Elísabetar setti upp við jarðarför eiginmanns síns, Georgs sjötta Bretakonungs, sem lést árið 1952. Hefur næluval drottningar þótt táknrænt fyrir tilfinningar hennar gagnvart Bandaríkjaforseta – þó ekkert sé hægt að fullyrða í þeim efnum.Bretadrottning með næluna sem móðir hennar setti upp í jarðarför eiginmanns síns.Vísir/GettyÁ þriðja degi heimsóknar Trumps tók Elísabet á móti belgísku konungshjónunum og setti upp nælu sem hún fékk að gjöf frá kanadísku þjóðinni í fyrra. Trump hefur verið harðorður í garð kanadískra stjórnvalda í gegnum tíðina, nú síðast þegar hann sagði Kanadamenn hafa „brennt Hvíta húsið til grunna“ í símtali við Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.Bretadrottning ásamt belgísku konungshjónunum.Vísir/GEttyTéðan Twitter-þráð um „brjóstnálasamsærið“ má nálgast hér að neðan.#BroochDecoderRing The following data relies heavily on the work of the blogger at "Her Majesty's Jewel Box". If you swing by there (I will be linking), BE ADVISED THE BLOGGER WANTS NOTHING TO DO WITH THIS POLITICAL STUFF THAT IS NOT WHY SHE IS THERE so take it easy.— Bitch. STILL my superhero name. (@SamuraiKnitter) July 15, 2018 Donald Trump Kóngafólk Tengdar fréttir Sturtuferðir Churchills og náið samband Breta og Bandaríkjamanna Milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna hefur að mörgu leyti verið hornsteinn vestræns samstarfs í meira en heila öld. Þetta er fyrri hluti fréttaskýringar um þetta sérstaka og nána samstarf þjóðanna. 13. júlí 2018 13:30 Trump hrósar Boris Johnson í hástert en segir borgarstjóra Lundúna hafa staðið sig mjög illa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. 13. júlí 2018 09:52 Trump viðraði „of brútal“ hugmyndir á fundinum með May Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. 13. júlí 2018 14:59 Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Sjá meira
Opinber heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps til Bretlands vakti athygli heimspressunnar um liðna helgi. Athygli netverja hefur nú beinst að nælum Bretadrottningar, sem hún heldur mjög upp á og skartar við nær öll tilefni, og skilaboðunum sem þær gætu átt að miðla til forsetans. Elísabet hitti Trump aðeins einu sinni á meðan heimsókn hans stóð en forsetinn dvaldi í Bretlandi í þrjá daga. Twitter-notandi hefur nú rýnt í brjóstnálarnar sem drottningin bar þessa þrjá daga og bendir auk þess á að hún velji nælurnar iðulega af mikilli kostgæfni fyrir hvern viðburð – og þá segi þær oft meira en þúsund orð. Fyrsta dag heimsóknarinnar, daginn sem Trump mætti til Bretlands, skartaði Bretadrottning brjóstnál sem hún fékk að gjöf frá forverum Trump-hjónanna í embætti, Barack og Michelle Obama. Flestum er eflaust kunnugt um að lengi hefur andað köldu milli Trump og Obama og hefur sá fyrrnefndi gjarnan verið afar óvæginn í garð þess síðarnefnda.Elísabet Bretadrottning með Obama-næluna ásamt erkibiskupnum af Kantaraborg og Sheikh Ahmad Al-Tayeb.Vísir/gettyNæsta dag bauð drottningin forsetahjónunum í te og hefur sú heimsókn jafnframt vakið athygli – og reiði. Trump mætti til að mynda of seint til boðsins auk þess sem hann var gagnrýndur fyrir að æða á undan drottningunni er þau gengu saman við hátíðlega athöfn fyrir utan Windsor-kastala. Enn og aftur vakti brjóstnál drottningar athygli en um var að ræða sömu nælu og móðir Elísabetar setti upp við jarðarför eiginmanns síns, Georgs sjötta Bretakonungs, sem lést árið 1952. Hefur næluval drottningar þótt táknrænt fyrir tilfinningar hennar gagnvart Bandaríkjaforseta – þó ekkert sé hægt að fullyrða í þeim efnum.Bretadrottning með næluna sem móðir hennar setti upp í jarðarför eiginmanns síns.Vísir/GettyÁ þriðja degi heimsóknar Trumps tók Elísabet á móti belgísku konungshjónunum og setti upp nælu sem hún fékk að gjöf frá kanadísku þjóðinni í fyrra. Trump hefur verið harðorður í garð kanadískra stjórnvalda í gegnum tíðina, nú síðast þegar hann sagði Kanadamenn hafa „brennt Hvíta húsið til grunna“ í símtali við Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.Bretadrottning ásamt belgísku konungshjónunum.Vísir/GEttyTéðan Twitter-þráð um „brjóstnálasamsærið“ má nálgast hér að neðan.#BroochDecoderRing The following data relies heavily on the work of the blogger at "Her Majesty's Jewel Box". If you swing by there (I will be linking), BE ADVISED THE BLOGGER WANTS NOTHING TO DO WITH THIS POLITICAL STUFF THAT IS NOT WHY SHE IS THERE so take it easy.— Bitch. STILL my superhero name. (@SamuraiKnitter) July 15, 2018
Donald Trump Kóngafólk Tengdar fréttir Sturtuferðir Churchills og náið samband Breta og Bandaríkjamanna Milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna hefur að mörgu leyti verið hornsteinn vestræns samstarfs í meira en heila öld. Þetta er fyrri hluti fréttaskýringar um þetta sérstaka og nána samstarf þjóðanna. 13. júlí 2018 13:30 Trump hrósar Boris Johnson í hástert en segir borgarstjóra Lundúna hafa staðið sig mjög illa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. 13. júlí 2018 09:52 Trump viðraði „of brútal“ hugmyndir á fundinum með May Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. 13. júlí 2018 14:59 Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Sjá meira
Sturtuferðir Churchills og náið samband Breta og Bandaríkjamanna Milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna hefur að mörgu leyti verið hornsteinn vestræns samstarfs í meira en heila öld. Þetta er fyrri hluti fréttaskýringar um þetta sérstaka og nána samstarf þjóðanna. 13. júlí 2018 13:30
Trump hrósar Boris Johnson í hástert en segir borgarstjóra Lundúna hafa staðið sig mjög illa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. 13. júlí 2018 09:52
Trump viðraði „of brútal“ hugmyndir á fundinum með May Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. 13. júlí 2018 14:59