Færa farveg Elliðaánna við endurnýjun lagna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. júlí 2018 06:00 Ný hitaveitulögn á að fara úr núverandi stokkum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Skrifstofa umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg kveðst ósammála því mati Veitna að aðeins óveruleg umhverfisáhrif fylgi því að leggja nýja hitaveitustokka undir Elliðaárnar. Í framkvæmdalýsingu Veitna kemur fram að til skoðunar sé að veitulagnir þveri bæði austur- og vesturkvísl Elliðaánna við hliðina á núverandi hitaveitustokki. Þegar hefur verið grafið niður alla Ártúnsbrekkuna og allt að eystri kvíslinni. Grafa þarf skurð sem þverar báðar kvíslarnar. Með athafnasvæði er sagt að heildarbreidd skurðstæðisins gæti verið um tólf til fjórtán metrar. Grafa á nýjan farveg fyrir árnar á meðan framkvæmdir standa yfir sem gert er ráð fyrir að taki um tvær vikur. Hentugur staður sem er til skoðunar fyrir framhjáhlaup er á milli stöpla undir núverandi lagnastæði fyrir hitaveitu. „Gera má ráð fyrir að framhjáhlaup í austurkvíslinni þyrfti að vera í kringum 100 metra langt og að samsvarandi lengd núverandi farvegs færi á þurrt. Framhjáhlaup í vesturkvíslinni væri líklega styttra. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir væru utan veiðitíma og þekkts göngutíma laxfiska,“ segir í umsögn Hafrannsóknastofnunar um málið. „Líkur eru á að smádýr og fiskar leiti inn á raskað svæði í Elliðaánum af nærliggjandi svæðum og að lífríki komist í samt lag á tiltölulega stuttum tíma,“ segir þar enn fremur. Hafrannsóknastofnun bendir á fjölmörg atriði sem hafa þurfi í huga varðandi framkvæmdina.Elliðaárnar eru gjöfular á lax við liðsmenn Stangaveiðfélags Reykjavíkur.Vísir/vilhelm„Er það mat Hafrannsóknastofnunar að áhrif á ferskvatnslífríki í Elliðaám verði talsverð en staðbundin og tímabundin og hafi því ekki alvarleg neikvæð áhrif til lengri tíma,“ segir í umsögninni að því gefnu að leiðbeiningum stofnunarinnar sé fylgt. „Framkvæmdin er sannarlega mikilvæg fyrir starfsemi fráveitu, hitaveitu, rafveitu og vatnsveitu í Reykjavík og ekki hjá því komist að hið gamla veitukerfi sem liggur í stokknum í Elliðaárdal fari í endurnýjun. Að mati USKR eru þó umhverfisáhrif þeirrar framkvæmdar sem kynnt er í fyrirspurn framkvæmdaaðila af þeim toga að skynsamlegast í stöðunni sé að framkvæma mat á umhverfisáhrifum,“ segir skrifstofa umhverfisgæða hins vegar. „Óhjákvæmilegt er að mikið umhverfisrask verði, jafnvel þótt reiknað sé með að áhrifin verði að miklu leyti tímabundin. Umhverfisog skipulagssvið Reykjavíkur er því ekki sammála framkvæmdaaðila um að það sé alveg ljóst að framkvæmdin muni hafa óveruleg umhverfisáhrif í för með sér.“ Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík kveðst taka undir álit og rök skrifstofu umhverfisgæða. Embættið sé að undirbúa heildarendurskoðun á deiliskipulagi fyrir Elliðaárdalinn og von sé á vinnslutillögu þess efnis í haust. „Tekið er undir að fyrirhuguð framkvæmd Veitna sé mikilvæg fyrir starfsemi Veitna og ekki hjá því komist að gamla veitukerfið fari í endurnýjun,“ segir skipulagsfulltrúi sem óskar eftir samstarfi við Veitur og Orkuveituna um málið. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Skrifstofa umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg kveðst ósammála því mati Veitna að aðeins óveruleg umhverfisáhrif fylgi því að leggja nýja hitaveitustokka undir Elliðaárnar. Í framkvæmdalýsingu Veitna kemur fram að til skoðunar sé að veitulagnir þveri bæði austur- og vesturkvísl Elliðaánna við hliðina á núverandi hitaveitustokki. Þegar hefur verið grafið niður alla Ártúnsbrekkuna og allt að eystri kvíslinni. Grafa þarf skurð sem þverar báðar kvíslarnar. Með athafnasvæði er sagt að heildarbreidd skurðstæðisins gæti verið um tólf til fjórtán metrar. Grafa á nýjan farveg fyrir árnar á meðan framkvæmdir standa yfir sem gert er ráð fyrir að taki um tvær vikur. Hentugur staður sem er til skoðunar fyrir framhjáhlaup er á milli stöpla undir núverandi lagnastæði fyrir hitaveitu. „Gera má ráð fyrir að framhjáhlaup í austurkvíslinni þyrfti að vera í kringum 100 metra langt og að samsvarandi lengd núverandi farvegs færi á þurrt. Framhjáhlaup í vesturkvíslinni væri líklega styttra. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir væru utan veiðitíma og þekkts göngutíma laxfiska,“ segir í umsögn Hafrannsóknastofnunar um málið. „Líkur eru á að smádýr og fiskar leiti inn á raskað svæði í Elliðaánum af nærliggjandi svæðum og að lífríki komist í samt lag á tiltölulega stuttum tíma,“ segir þar enn fremur. Hafrannsóknastofnun bendir á fjölmörg atriði sem hafa þurfi í huga varðandi framkvæmdina.Elliðaárnar eru gjöfular á lax við liðsmenn Stangaveiðfélags Reykjavíkur.Vísir/vilhelm„Er það mat Hafrannsóknastofnunar að áhrif á ferskvatnslífríki í Elliðaám verði talsverð en staðbundin og tímabundin og hafi því ekki alvarleg neikvæð áhrif til lengri tíma,“ segir í umsögninni að því gefnu að leiðbeiningum stofnunarinnar sé fylgt. „Framkvæmdin er sannarlega mikilvæg fyrir starfsemi fráveitu, hitaveitu, rafveitu og vatnsveitu í Reykjavík og ekki hjá því komist að hið gamla veitukerfi sem liggur í stokknum í Elliðaárdal fari í endurnýjun. Að mati USKR eru þó umhverfisáhrif þeirrar framkvæmdar sem kynnt er í fyrirspurn framkvæmdaaðila af þeim toga að skynsamlegast í stöðunni sé að framkvæma mat á umhverfisáhrifum,“ segir skrifstofa umhverfisgæða hins vegar. „Óhjákvæmilegt er að mikið umhverfisrask verði, jafnvel þótt reiknað sé með að áhrifin verði að miklu leyti tímabundin. Umhverfisog skipulagssvið Reykjavíkur er því ekki sammála framkvæmdaaðila um að það sé alveg ljóst að framkvæmdin muni hafa óveruleg umhverfisáhrif í för með sér.“ Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík kveðst taka undir álit og rök skrifstofu umhverfisgæða. Embættið sé að undirbúa heildarendurskoðun á deiliskipulagi fyrir Elliðaárdalinn og von sé á vinnslutillögu þess efnis í haust. „Tekið er undir að fyrirhuguð framkvæmd Veitna sé mikilvæg fyrir starfsemi Veitna og ekki hjá því komist að gamla veitukerfið fari í endurnýjun,“ segir skipulagsfulltrúi sem óskar eftir samstarfi við Veitur og Orkuveituna um málið.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira