Davíð Þór: Ekki alveg eins gott lið og búist var við Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. júlí 2018 16:15 Davíð Þór Viðarsson er fyrirliði FH S2 Sport FH vann sterkan sigur á útivelli gegn finnska liðinu Lahti í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í síðustu viku. Davíð Þór Viðarsson segir mikilvægt að FH mæti almennilega til leiks annað kvöld. Fyrirliðinn var sáttur með frammistöðu liðsins ytra. „Við erum í mjög vænlegri stöðu fyrir þennan seinni leik og erum mjög sáttir með hvernig við spiluðum úti og ætlum okkur að klára dæmið hérna heima,“ sagði Davíð á æfingu FH í gær sem var opin fyrir fjölmiðla. FH vann 3-0 sigur úti í Finnlandi á móti andstæðingi sem var kannski ekki eins sterkur og búist var við fyrir fram. „Við áttum mjög góðan leik og ég held þetta sé alveg ágætis lið þó þeir hafi kannski ekki náð að sýna það í þessum leik. Við slógum þá svolítið út af laginu með marki strax í byrjun og öðru marki ekkert löngu eftir það þannig að þá var brekkan orðin frekar brött fyrir þá.“Atli Guðnason átti frábæran leik í Finnlandi og lagði upp tvö marka FHvísir/andri marinó„Þetta er ágætis lið en kannski ekki alveg jafn gott lið og ég bjóst við fyrir einvígið en 3-0 virkilega góður sigur hjá okkur og við þurfum alveg að hafa fyrir hlutunum á fimmtudaginn [morgun].“ „Við þurfum náttúrulega að klára þennan leik. Þetta eru 90 mínútur og við höfum alveg lent í því áður, sérstaklega hérna á heimavelli, að mæta ekki til leiks síðastliðin eitt, tvö ár og lenda í miklum vandræðum. Í deildinni, það er að segja. Þannig að við verðum að mæta klárir og klára þetta almennilega. Það skiptir miklu máli fyrir félagið, hver sigur gefur þér fleiri stig í þessari evrópsku styrkleikaröðun.“ Íslenskir fótboltamenn tala oft um að Evrópuleikirnir séu þeir skemmtilegustu á hverju sumri og þeir geta halað inn miklum tekjum fyrir félögin. Hversu mikla áherslu leggja FH-ingar á Evrópukeppnina? „Akkúrat núna, þar sem við fengum hvíld um helgina, þá erum við bara að einbeita okkur að þessum Evrópuleikjum en við erum líka meðvitaðir um það að staða okkar í deildinni hún leyfir okkur ekkert að slaka á. Við verðum að setja allt púður í það frá og með föstudeginum þar sem við eigum erfiðan leik á móti Breiðabliki á sunnudaginn.“ „Við þurfum bara að skipta á milli, næsti leikur skiptir alltaf mestu máli,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Leikur FH og Lahti er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld. Útsending hefst klukkan 19:00. Evrópudeild UEFA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
FH vann sterkan sigur á útivelli gegn finnska liðinu Lahti í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í síðustu viku. Davíð Þór Viðarsson segir mikilvægt að FH mæti almennilega til leiks annað kvöld. Fyrirliðinn var sáttur með frammistöðu liðsins ytra. „Við erum í mjög vænlegri stöðu fyrir þennan seinni leik og erum mjög sáttir með hvernig við spiluðum úti og ætlum okkur að klára dæmið hérna heima,“ sagði Davíð á æfingu FH í gær sem var opin fyrir fjölmiðla. FH vann 3-0 sigur úti í Finnlandi á móti andstæðingi sem var kannski ekki eins sterkur og búist var við fyrir fram. „Við áttum mjög góðan leik og ég held þetta sé alveg ágætis lið þó þeir hafi kannski ekki náð að sýna það í þessum leik. Við slógum þá svolítið út af laginu með marki strax í byrjun og öðru marki ekkert löngu eftir það þannig að þá var brekkan orðin frekar brött fyrir þá.“Atli Guðnason átti frábæran leik í Finnlandi og lagði upp tvö marka FHvísir/andri marinó„Þetta er ágætis lið en kannski ekki alveg jafn gott lið og ég bjóst við fyrir einvígið en 3-0 virkilega góður sigur hjá okkur og við þurfum alveg að hafa fyrir hlutunum á fimmtudaginn [morgun].“ „Við þurfum náttúrulega að klára þennan leik. Þetta eru 90 mínútur og við höfum alveg lent í því áður, sérstaklega hérna á heimavelli, að mæta ekki til leiks síðastliðin eitt, tvö ár og lenda í miklum vandræðum. Í deildinni, það er að segja. Þannig að við verðum að mæta klárir og klára þetta almennilega. Það skiptir miklu máli fyrir félagið, hver sigur gefur þér fleiri stig í þessari evrópsku styrkleikaröðun.“ Íslenskir fótboltamenn tala oft um að Evrópuleikirnir séu þeir skemmtilegustu á hverju sumri og þeir geta halað inn miklum tekjum fyrir félögin. Hversu mikla áherslu leggja FH-ingar á Evrópukeppnina? „Akkúrat núna, þar sem við fengum hvíld um helgina, þá erum við bara að einbeita okkur að þessum Evrópuleikjum en við erum líka meðvitaðir um það að staða okkar í deildinni hún leyfir okkur ekkert að slaka á. Við verðum að setja allt púður í það frá og með föstudeginum þar sem við eigum erfiðan leik á móti Breiðabliki á sunnudaginn.“ „Við þurfum bara að skipta á milli, næsti leikur skiptir alltaf mestu máli,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Leikur FH og Lahti er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld. Útsending hefst klukkan 19:00.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira