Skrifar barnaníðingsummælin á bræðiskast Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júlí 2018 07:36 Elon Musk hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Rekstur Tesla hefur gengið brösulega og furðuleg tíst hans hafa ekki bætt úr skák. Vísir/getty Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar á því að hafa kallað hann barnaníðing. Musk segir að hann hafi misst ásökunina út úr sér í bræðiskasti.Nonetheless, his actions against me do not justify my actions against him, and for that I apologize to Mr. Unsworth and to the companies I represent as leader. The fault is mine and mine alone.— Elon Musk (@elonmusk) July 18, 2018 Hinar furðulegu deilur Musk og Unsworth má rekja til björgunar tælensku fótboltadrengjanna tólf, sem festust í helli undir lok júnímánaðar. Til að aðstoða björgunarsveitir í aðgerðunum fékk Musk vísindamenn sína hjá Tesla til að útbúa kafbát, sem hann svo sendi til norðurhluta Tælands. Kafbáturinn kom ekki að notum, enda þótti hann stór og klunnalegur. Kafarinn Unsworth sagði þannig í samtali við fjölmiðla að Musk hafi mátt vita frá upphafi að kafbáturinn væri gagnslaus. Smíði hans litaðist því líklega af athyglissýki tæknitröllsins, sem hefur átt undir högg að sækja á síðustu misserum og þyrfti á jákvæðri umfjöllun að halda.Sjá einnig: Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“Musk brást ókvæða við ummælum kafarans. Hann sendi frá fjölmargar færslur á Twitter þar sem hann gangrýndi Unsworth og bætti við að kafbáturinn hans væri víst vandanum vaxinn. Hann lauk einu tístinu með því að kalla Unsworth barnaníðing - sem fór öfugt ofan í marga. Kafarinn sagðist sjálfur á dögunum ætla að sækja Musk til saka vegna ummælannna. Musk hefur nú beðist afsökunar á ummælunum. Bræðin hafi byrgt honum sýn. „Framkoma hans gegn mér réttlætir ekki framkomu mína gagnvart honum, á því biðst ég afsökunar,“ segir Musk. Hann segist hafa snöggreiðst því kafarinn hafi gefið í skyn að Musk hafi „stundað kynferðislegt athæfi með kafbátnum,“ eins og tæknifrömuðurinn orðar það. Til hvaða ummæla hann er að vísa er óljóst en ætla má að um sé að ræða hvatningu kafarans til Musk um að „troða kafbátnum þangað sem sólin skín ekki.“ Aðrir stjórnarmenn í Tesla taka afsökunarbeiðni Musk eflaust fagnandi enda féll hlutabréfaverðið í fyrirtækinum um 3,5 prósent eftir barnaníðingsummælin. Hluthafar hafa hvatt Musk til að gæta orða sinna á opinberum vettvangi til að sporna við öðru verðhruni. Fastir í helli í Taílandi Tesla Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“ Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka. 16. júlí 2018 07:10 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar á því að hafa kallað hann barnaníðing. Musk segir að hann hafi misst ásökunina út úr sér í bræðiskasti.Nonetheless, his actions against me do not justify my actions against him, and for that I apologize to Mr. Unsworth and to the companies I represent as leader. The fault is mine and mine alone.— Elon Musk (@elonmusk) July 18, 2018 Hinar furðulegu deilur Musk og Unsworth má rekja til björgunar tælensku fótboltadrengjanna tólf, sem festust í helli undir lok júnímánaðar. Til að aðstoða björgunarsveitir í aðgerðunum fékk Musk vísindamenn sína hjá Tesla til að útbúa kafbát, sem hann svo sendi til norðurhluta Tælands. Kafbáturinn kom ekki að notum, enda þótti hann stór og klunnalegur. Kafarinn Unsworth sagði þannig í samtali við fjölmiðla að Musk hafi mátt vita frá upphafi að kafbáturinn væri gagnslaus. Smíði hans litaðist því líklega af athyglissýki tæknitröllsins, sem hefur átt undir högg að sækja á síðustu misserum og þyrfti á jákvæðri umfjöllun að halda.Sjá einnig: Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“Musk brást ókvæða við ummælum kafarans. Hann sendi frá fjölmargar færslur á Twitter þar sem hann gangrýndi Unsworth og bætti við að kafbáturinn hans væri víst vandanum vaxinn. Hann lauk einu tístinu með því að kalla Unsworth barnaníðing - sem fór öfugt ofan í marga. Kafarinn sagðist sjálfur á dögunum ætla að sækja Musk til saka vegna ummælannna. Musk hefur nú beðist afsökunar á ummælunum. Bræðin hafi byrgt honum sýn. „Framkoma hans gegn mér réttlætir ekki framkomu mína gagnvart honum, á því biðst ég afsökunar,“ segir Musk. Hann segist hafa snöggreiðst því kafarinn hafi gefið í skyn að Musk hafi „stundað kynferðislegt athæfi með kafbátnum,“ eins og tæknifrömuðurinn orðar það. Til hvaða ummæla hann er að vísa er óljóst en ætla má að um sé að ræða hvatningu kafarans til Musk um að „troða kafbátnum þangað sem sólin skín ekki.“ Aðrir stjórnarmenn í Tesla taka afsökunarbeiðni Musk eflaust fagnandi enda féll hlutabréfaverðið í fyrirtækinum um 3,5 prósent eftir barnaníðingsummælin. Hluthafar hafa hvatt Musk til að gæta orða sinna á opinberum vettvangi til að sporna við öðru verðhruni.
Fastir í helli í Taílandi Tesla Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“ Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka. 16. júlí 2018 07:10 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21
Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02
Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“ Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka. 16. júlí 2018 07:10