Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Sighvatur Arnmundsson og Daníel Freyr Birkisson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Mótmælendur komu saman á Austurvelli í gær til stuðnings ljósmæðrum. Þeir hvöttu ríkisstjórnina til að vakna í málinu og gáfu henni rauða spjaldið. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Það bætist ofan á það neyðarástand sem verið hefur á Landspítalanum frá því í byrjun mánaðarins þegar fjöldi uppsagna tók gildi. Linda Kristmundsdóttir, deildarstjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, segir að álagstoppur hafi verið í fæðingum í gær og staðan verði bara erfiðari. Þegar blaðið fór í prentun höfðu þrettán börn fæðst á Landspítalanum það sem af var degi. Á síðasta ári og fyrstu fimm mánuði þessa árs fæddust að meðaltali um átta börn á dag. Linda segir að sú neyðaráætlun sem verið hefur í gildi haldist áfram óbreytt. Hins vegar hafi verið unnið að því síðustu daga að fá túlkun á því hvað megi gera og hvað megi ekki gera þegar yfirvinnubannið hefur tekið gildi. „Það gilda ákveðnar reglur og ákveðnir verkferlar. Það er hægt að sækja um undanþágur samkvæmt sérstökum undanþágulista. Við höfum verið að slípa þetta til því við vildum hafa þetta í lagi,“ segir Linda. Hún segir að við þessa vinnu hafi verið haft samráð við lögfræðinga spítalans auk BHM. Fyrst og fremst væru þetta spurningar um vinnurétt. Niðurstöðurnar voru fyrst kynntar stjórnendum á spítalanum og öðru starfsfólki í framhaldi af því.Páll Matthíasson. forstjóri Landspítalans.VísirPáll Matthíasson, forstjóri spítalans, sagði í gær að útlit væri fyrir að spítalinn þyrfti að leita til undanþágunefndar strax á miðnætti, þegar yfirvinnubannið tók gildi. Páll bendir á að yfirvinnubannið taki til allra ljósmæðra, þannig að erfiðara verði að nýta úrræði á öðrum heilbrigðisstofnunum. „Róðurinn mun ábyggilega þyngjast verulega og það er mjög alvarlegt því þetta hefur gengið hingað til með miklum tilfæringum. En þegar þetta þyngist líst okkur ekki á blikuna,“ segir Páll. Boðað var til mótmæla gegn ríkisstjórninni á Austurvelli í gær á meðan fundur stóð yfir á Alþingi. Nokkur hundruð manns mættu til stuðnings ljósmæðrum og gáfu mótmælendur ríkisstjórninni meðal annars rauða spjaldið. Næsti samningafundur í deilunni verður að óbreyttu ekki fyrr en næstkomandi mánudag. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur þó sagt að hún muni flýta þeim fundi sé tilefni til þess. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00 Gáfu ríkisstjórninni rauða spjaldið vegna ljósmæðradeilunnar Nokkur hundruð manns komu saman á Austurvelli klukkan 15 í dag til að mótmæla stöðunni sem upp er komin í kjaradeilu ljósmæðra. 17. júlí 2018 15:45 Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Það bætist ofan á það neyðarástand sem verið hefur á Landspítalanum frá því í byrjun mánaðarins þegar fjöldi uppsagna tók gildi. Linda Kristmundsdóttir, deildarstjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, segir að álagstoppur hafi verið í fæðingum í gær og staðan verði bara erfiðari. Þegar blaðið fór í prentun höfðu þrettán börn fæðst á Landspítalanum það sem af var degi. Á síðasta ári og fyrstu fimm mánuði þessa árs fæddust að meðaltali um átta börn á dag. Linda segir að sú neyðaráætlun sem verið hefur í gildi haldist áfram óbreytt. Hins vegar hafi verið unnið að því síðustu daga að fá túlkun á því hvað megi gera og hvað megi ekki gera þegar yfirvinnubannið hefur tekið gildi. „Það gilda ákveðnar reglur og ákveðnir verkferlar. Það er hægt að sækja um undanþágur samkvæmt sérstökum undanþágulista. Við höfum verið að slípa þetta til því við vildum hafa þetta í lagi,“ segir Linda. Hún segir að við þessa vinnu hafi verið haft samráð við lögfræðinga spítalans auk BHM. Fyrst og fremst væru þetta spurningar um vinnurétt. Niðurstöðurnar voru fyrst kynntar stjórnendum á spítalanum og öðru starfsfólki í framhaldi af því.Páll Matthíasson. forstjóri Landspítalans.VísirPáll Matthíasson, forstjóri spítalans, sagði í gær að útlit væri fyrir að spítalinn þyrfti að leita til undanþágunefndar strax á miðnætti, þegar yfirvinnubannið tók gildi. Páll bendir á að yfirvinnubannið taki til allra ljósmæðra, þannig að erfiðara verði að nýta úrræði á öðrum heilbrigðisstofnunum. „Róðurinn mun ábyggilega þyngjast verulega og það er mjög alvarlegt því þetta hefur gengið hingað til með miklum tilfæringum. En þegar þetta þyngist líst okkur ekki á blikuna,“ segir Páll. Boðað var til mótmæla gegn ríkisstjórninni á Austurvelli í gær á meðan fundur stóð yfir á Alþingi. Nokkur hundruð manns mættu til stuðnings ljósmæðrum og gáfu mótmælendur ríkisstjórninni meðal annars rauða spjaldið. Næsti samningafundur í deilunni verður að óbreyttu ekki fyrr en næstkomandi mánudag. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur þó sagt að hún muni flýta þeim fundi sé tilefni til þess.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00 Gáfu ríkisstjórninni rauða spjaldið vegna ljósmæðradeilunnar Nokkur hundruð manns komu saman á Austurvelli klukkan 15 í dag til að mótmæla stöðunni sem upp er komin í kjaradeilu ljósmæðra. 17. júlí 2018 15:45 Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00
Gáfu ríkisstjórninni rauða spjaldið vegna ljósmæðradeilunnar Nokkur hundruð manns komu saman á Austurvelli klukkan 15 í dag til að mótmæla stöðunni sem upp er komin í kjaradeilu ljósmæðra. 17. júlí 2018 15:45
Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32