Æfur yfir leti samlanda sinna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Kim Jong-un léttur í lund. VÍSIR/EPA Rodong Sinmun, ríkisdagblað Norður-Kóreu, birti í gær sex fréttir um heimsóknir Kim Jung-un í fyrirtæki þar í landi. Í þeim kom fram óvenju hörð gagnrýni á embættismenn einræðisherrans og almennt starfsfólk. Gagnrýndi Kim til að mynda harðlega að ekki hefði enn tekist að klára byggingu Orangchon-vatnsaflsvirkjunarinnar þótt framkvæmdir hefðu hafist fyrir sautján árum. Þá var hann afar óánægður með hversu skítug baðkörin í Onpho-sumarbúðunum væru. „Þegar hann skoðaði baðherbergi búðanna benti hann á afar slæmt ásigkomulag þess, sagði baðkörin óhrein vegna lélegrar frammistöðu yfirmanna. Ef búðirnar eru gagnrýndar á þennan hátt eru stjórnendur þeirra að syndga og koma óorði á hina miklu leiðtoga sem byggðu sumarbúðirnar,“ sagði meðal annars í blaðinu. Sagði þar að Kim hefði tjáð viðstöddum þá trú sína að flokknum myndi takast að auka lífsgæði íbúa til muna með því að hvetja verkamenn til dáða. Með framgöngu sinni mun Kim vera að benda á mikilvægi umbóta í atvinnulífinu og hagkerfinu. Hann vilji jafnframt sýna erlendum fjölmiðlum þessa hlið á sér. Það er að segja að hann sé að einbeita sér að lífsgæðum Norður-Kóreumanna, sem hann beitir reyndar grófum mannréttindabrotum, en ekki hergagnasmíði. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34 Norður-Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31 Kim Jong-un sparkar þremur æðstu embættismönnum hersins Þrír æðstu embættismenn norður-kóreska hersins hafa verið reknir úr embætti og yngri menn sem taldir eru hliðhollari Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið skipaðir í embætti í stað þeirra. 3. júní 2018 23:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Rodong Sinmun, ríkisdagblað Norður-Kóreu, birti í gær sex fréttir um heimsóknir Kim Jung-un í fyrirtæki þar í landi. Í þeim kom fram óvenju hörð gagnrýni á embættismenn einræðisherrans og almennt starfsfólk. Gagnrýndi Kim til að mynda harðlega að ekki hefði enn tekist að klára byggingu Orangchon-vatnsaflsvirkjunarinnar þótt framkvæmdir hefðu hafist fyrir sautján árum. Þá var hann afar óánægður með hversu skítug baðkörin í Onpho-sumarbúðunum væru. „Þegar hann skoðaði baðherbergi búðanna benti hann á afar slæmt ásigkomulag þess, sagði baðkörin óhrein vegna lélegrar frammistöðu yfirmanna. Ef búðirnar eru gagnrýndar á þennan hátt eru stjórnendur þeirra að syndga og koma óorði á hina miklu leiðtoga sem byggðu sumarbúðirnar,“ sagði meðal annars í blaðinu. Sagði þar að Kim hefði tjáð viðstöddum þá trú sína að flokknum myndi takast að auka lífsgæði íbúa til muna með því að hvetja verkamenn til dáða. Með framgöngu sinni mun Kim vera að benda á mikilvægi umbóta í atvinnulífinu og hagkerfinu. Hann vilji jafnframt sýna erlendum fjölmiðlum þessa hlið á sér. Það er að segja að hann sé að einbeita sér að lífsgæðum Norður-Kóreumanna, sem hann beitir reyndar grófum mannréttindabrotum, en ekki hergagnasmíði.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34 Norður-Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31 Kim Jong-un sparkar þremur æðstu embættismönnum hersins Þrír æðstu embættismenn norður-kóreska hersins hafa verið reknir úr embætti og yngri menn sem taldir eru hliðhollari Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið skipaðir í embætti í stað þeirra. 3. júní 2018 23:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34
Norður-Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31
Kim Jong-un sparkar þremur æðstu embættismönnum hersins Þrír æðstu embættismenn norður-kóreska hersins hafa verið reknir úr embætti og yngri menn sem taldir eru hliðhollari Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið skipaðir í embætti í stað þeirra. 3. júní 2018 23:30