Strandgæsla Líbíu sögð hafa yfirgefið tvær konur og ungbarn út á ballarhafi Samúel Karl Ólason skrifar 17. júlí 2018 17:51 Önnur konan og ungbarnið voru dáin þegar sjálfboðaliða bar að garði. Vísir/AP Mannréttindasamtökin Proactiva Open Arms segja Strandgæslu Líbíu hafa yfirgefið tvær konur og ungbarn út á ballarhafi eftir að hafa stöðvað för um 160 manna á leið til Evrópu. Önnur konan og ungbarnið dóu en hin konan fannst meðal braks skipsins sem þau ferðuðust með um 80 sjómílur frá ströndum Líbíu. Samtökin segja konurnar hafa neitað að fara yfir í skip strandgæslunnar og að í kjölfarið hafi þær og ungabarnið verið skyldar eftir í sjónum, eftir að strandgæslan grandaði skipi þeirra. Talsmaður strandgæslunnar segir að 158 manns hafi verið bjargað úr skipi við strendur Líbíu og þar á meðal hafi verið 34 konur og níu börn. Hann sagði farandfólkið hafa fengið aðstoð og þau hafi verið flutt í flóttamannabúðir í bænum Khoms.Oscar Camps, forsvarsmaður Proactiva Open Arms, segir ríkisstjórn Ítalíu og samstarfi þeirra við yfirvöld í Líbíu vera um að kenna. „Þetta er bein afleiðing þess að ráða vopnaða vígahópa til að fá Evrópu til að telja Líbíu vera ríki, með ríkisstjórn og vera öruggt ríki.“ Samtökin birtu í dag myndband af aðgerðum þeirra í Miðjarðarhafi á Twitter.#ULTIMAHORA Denunciamos omisión de socorro en aguas internacionales y abandono de una persona con vida y los cadaveres de un niño y una mujer por los supuestos Guardacostas Libios, a los que Italia legitima y pone al frente. Cada muerte es consecuencia directa de esa política. pic.twitter.com/2IsxyDHazn — Proactiva Open Arms (@openarms_fund) July 17, 2018 Sameinuðu þjóðirnar telja 1.443 hafa dáið á ferðinni frá Afríku yfir Miðjarðarhafið til Evrópu það sem af er ári. Langflestir sem leggja í þessa ferð fara til Líbíu og reiða á þjónustu smyglara sem nýtt hafa sér óöldina þar í landi. Ný ríkisstjórn Ítalíu hefur heitið því að stöðva flæði farandfólks frá Líbíu og hefur boðið yfirvöldum Líbíu fjárhagsaðstoð í stað aðstoðar við að stöðva fólkið. Mannréttindasamtök hafa fordæmt þessar aðgerðir og segja farandfólk sem flutt sé aftur til Líbíu eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi, nauðgunum og jafnvel að enda í þrældómi. Flóttamenn Líbía Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Mannréttindasamtökin Proactiva Open Arms segja Strandgæslu Líbíu hafa yfirgefið tvær konur og ungbarn út á ballarhafi eftir að hafa stöðvað för um 160 manna á leið til Evrópu. Önnur konan og ungbarnið dóu en hin konan fannst meðal braks skipsins sem þau ferðuðust með um 80 sjómílur frá ströndum Líbíu. Samtökin segja konurnar hafa neitað að fara yfir í skip strandgæslunnar og að í kjölfarið hafi þær og ungabarnið verið skyldar eftir í sjónum, eftir að strandgæslan grandaði skipi þeirra. Talsmaður strandgæslunnar segir að 158 manns hafi verið bjargað úr skipi við strendur Líbíu og þar á meðal hafi verið 34 konur og níu börn. Hann sagði farandfólkið hafa fengið aðstoð og þau hafi verið flutt í flóttamannabúðir í bænum Khoms.Oscar Camps, forsvarsmaður Proactiva Open Arms, segir ríkisstjórn Ítalíu og samstarfi þeirra við yfirvöld í Líbíu vera um að kenna. „Þetta er bein afleiðing þess að ráða vopnaða vígahópa til að fá Evrópu til að telja Líbíu vera ríki, með ríkisstjórn og vera öruggt ríki.“ Samtökin birtu í dag myndband af aðgerðum þeirra í Miðjarðarhafi á Twitter.#ULTIMAHORA Denunciamos omisión de socorro en aguas internacionales y abandono de una persona con vida y los cadaveres de un niño y una mujer por los supuestos Guardacostas Libios, a los que Italia legitima y pone al frente. Cada muerte es consecuencia directa de esa política. pic.twitter.com/2IsxyDHazn — Proactiva Open Arms (@openarms_fund) July 17, 2018 Sameinuðu þjóðirnar telja 1.443 hafa dáið á ferðinni frá Afríku yfir Miðjarðarhafið til Evrópu það sem af er ári. Langflestir sem leggja í þessa ferð fara til Líbíu og reiða á þjónustu smyglara sem nýtt hafa sér óöldina þar í landi. Ný ríkisstjórn Ítalíu hefur heitið því að stöðva flæði farandfólks frá Líbíu og hefur boðið yfirvöldum Líbíu fjárhagsaðstoð í stað aðstoðar við að stöðva fólkið. Mannréttindasamtök hafa fordæmt þessar aðgerðir og segja farandfólk sem flutt sé aftur til Líbíu eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi, nauðgunum og jafnvel að enda í þrældómi.
Flóttamenn Líbía Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira