Óska eftir undanþágu fyrir ókyngreind klósett Hersir Aron Ólafsson skrifar 16. júlí 2018 20:00 Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkur mun óska eftir undanþágu eða breytingu á reglugerð til að geta gert salerni á skrifstofum borgarinnar ókyngreind. Formaðurinn segir gildandi reglur úr takti við tíðarandann og telur nauðsynlegt að taka meira tillit til hópa á borð við trans- og intersex fólk. Líkt og fram hefur komið í fréttum undanfarna daga, m.a. hjá DV og RÚV, brjóta áform borgarinnar um að gera salerni á skrifstofum sínum ókyngreind gegn reglugerð um húsnæði vinnustaða. Í 22. grein segir að þar sem fleiri en 5 karlar og 5 konur starfa að staðaldri skuli salerni og snyrting fyrir hvort kyn aðgreind. Í samtali við RÚV í gær sagði yfirlæknir Vinnueftirlitsins að ekki væri hægt að láta verða af áformunum nema reglunum yrði breytt.Vilja breytingar í takt við tíðarandann „Þessi reglugerð er frá árinu 1995 og því komin talsvert til ára sinna. Við ætlum að senda erindi til stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og velferðarráðherra og óska eftir undanþágu frá 22. grein reglugerðarinnar eða breytingu á þessari reglugerð í takt við tíðarandann,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs. Dóra Björt bendir á að reglugerðir séu mannanna verk og verði að taka mið af þróun samfélagsins. „Ég tel að upp séu komnar nýjar aðstæður og nýir hópar fram á sjónarsviðið sem eru að krefjast þess að fá aukið aðgengi að borginni eins og transfólk og intersex fólk. Mér finnst bara eðlilegt að borgin og hið opinbera komi til móts við þessar kröfur,“ segir Dóra Björt.Gera úttekt á sundstöðum og skólum Hún er vongóð um að unnt verði að hrinda áformunum í framkvæmd í góðu samstarfi við Vinnueftirlitið og ráðuneytið. Tillagan sem mannréttinda- og lýðræðisráð samþykkti á dögunum er hins vegar tvöföld, en hinn hluti hennar sneri að því að gera úttekt á stöðum þar sem þjónusta borgarinnar er veitt, til að auka aðgengi allra hópa. „Við erum t.d. að tala um sundstaði og íþróttamannvirki, skóla og aðra slíka staði. Nú þegar eru klefar í flestum sundlaugum borgarinnar til að auka aðgengi fatlaðs fólks að þjónustu borgarinnar. Það væri þá hægt að nýta þessa klefa betur fyrir aðra hópa eins og transfólk eða fólk sem er í kynleiðréttingarferli,“ segir Dóra Björt að lokum. Sundlaugar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkur mun óska eftir undanþágu eða breytingu á reglugerð til að geta gert salerni á skrifstofum borgarinnar ókyngreind. Formaðurinn segir gildandi reglur úr takti við tíðarandann og telur nauðsynlegt að taka meira tillit til hópa á borð við trans- og intersex fólk. Líkt og fram hefur komið í fréttum undanfarna daga, m.a. hjá DV og RÚV, brjóta áform borgarinnar um að gera salerni á skrifstofum sínum ókyngreind gegn reglugerð um húsnæði vinnustaða. Í 22. grein segir að þar sem fleiri en 5 karlar og 5 konur starfa að staðaldri skuli salerni og snyrting fyrir hvort kyn aðgreind. Í samtali við RÚV í gær sagði yfirlæknir Vinnueftirlitsins að ekki væri hægt að láta verða af áformunum nema reglunum yrði breytt.Vilja breytingar í takt við tíðarandann „Þessi reglugerð er frá árinu 1995 og því komin talsvert til ára sinna. Við ætlum að senda erindi til stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og velferðarráðherra og óska eftir undanþágu frá 22. grein reglugerðarinnar eða breytingu á þessari reglugerð í takt við tíðarandann,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs. Dóra Björt bendir á að reglugerðir séu mannanna verk og verði að taka mið af þróun samfélagsins. „Ég tel að upp séu komnar nýjar aðstæður og nýir hópar fram á sjónarsviðið sem eru að krefjast þess að fá aukið aðgengi að borginni eins og transfólk og intersex fólk. Mér finnst bara eðlilegt að borgin og hið opinbera komi til móts við þessar kröfur,“ segir Dóra Björt.Gera úttekt á sundstöðum og skólum Hún er vongóð um að unnt verði að hrinda áformunum í framkvæmd í góðu samstarfi við Vinnueftirlitið og ráðuneytið. Tillagan sem mannréttinda- og lýðræðisráð samþykkti á dögunum er hins vegar tvöföld, en hinn hluti hennar sneri að því að gera úttekt á stöðum þar sem þjónusta borgarinnar er veitt, til að auka aðgengi allra hópa. „Við erum t.d. að tala um sundstaði og íþróttamannvirki, skóla og aðra slíka staði. Nú þegar eru klefar í flestum sundlaugum borgarinnar til að auka aðgengi fatlaðs fólks að þjónustu borgarinnar. Það væri þá hægt að nýta þessa klefa betur fyrir aðra hópa eins og transfólk eða fólk sem er í kynleiðréttingarferli,“ segir Dóra Björt að lokum.
Sundlaugar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira