Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2018 07:10 Elon Musk lofaði í síðustu viku að hætta vera grimmur á samfélagsmiðlum. Vísir/getty Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka. Björgunarmaðurinn, Vern Unsworth, gagnrýndi Musk um helgina fyrir að hafa blandað sér inn í björgunaraðgerðirnar og segir hann hafa reynt að nýta sér þá miklu athygli sem málið fékk. Musk brást ókvæða við og skrifaði á Twitter-síðu sína að kafarinn væri barnaníðingur.Í samtali við Guardian segist kafarinn vera furðulostinn og brjálaður út af ásökununum, en Musk reiddi ekki fram nein sönnunargögn þeim til stuðnings. Hann hefur nú eytt færslunum þar sem ásakanirnar komu fram. Unsworth segir að ummæli tæknirisans væru ekki aðeins árás á sig heldur björgunaraðgerðina eins og hún leggur sig. „Ég heyrði að hann hefði kallað mig barnaníðing,“ segir Unsworth. „Mig grunar að fólk átti sig nú á því hverslags maður hann er,“ bætti hann við og vísaði til Musk. Aðspurður um hvort hann ætli sér að leita réttar síns svaraði Unsworth: „Já, þessu er ekki lokið.“Sjá einnig: Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“Umræddur kafbátur.Elon MuskSem fyrr segir hófust deilur þeirra Unsworth og Musk um helgina þegar kafarinn sagði að kafbátur, sem Musk lét vísindamenn sína klambra saman á skotstundu svo að bjarga mætti fótboltadrengjunum í hellinum, myndi aldrei nokkurn tímann koma að gagni við aðgerðirnar. „Hann hafði ekki hugmynd um legu hellisins. Mig grunar að kafbáturinn hafi verið rúmlega 160 sentímetrar langur og ósveigjanlegur þannig að það hefði ekki verið möguleiki fyrir hann að taka beygjur eða fara framhjá hindrunum.“ Eftir ummæli Unsworth fór Musk á Twitter-síðu sína og dældi út ótal færslum um getu kafbátsins. Sagðist hann meðal annars ætla að birta myndband til að sýna fram á hvernig kafbáturinn gæti smeygt sér inn um minnstu glufur áður en hann bætti við: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta.“ Færslunum hefur nú verið eytt. Unsworth, sem býr í Tælandi, var meðal fyrstu manna á vettvang þegar fregnir bárust af raunum fótboltadrengjanna 12 sem skriðið höfðu ofan í helli með þjálfaranum sínum í lok júnímánaðar. Hann er sagður hafa nýtt sér gríðarlega þekkingu sína á hellakerfinu til að finna strákana og svo aðstoðað við að ná þeim út, rúmum tveimur vikum eftir að þeir höfðu haldið ofan í hellinn. Unsworth segist hafa vistað afrit af tístum Musk sem hann sakar um að hafa „tapað þræðinum.“ „Ég finn fyrir miklum stuðningi frá fólki um allan heim sem furðar sig á þessum tilhæfulausu ummælum,“ segir Unsworth. Hann segist ekki hafa rætt neitt við Musk síðan að aðgerðunum lauk. „Ég þekki þennan mann ekki neitt, hef aldrei hitt hann og mig langar ekki að hitta hann.“ Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka. Björgunarmaðurinn, Vern Unsworth, gagnrýndi Musk um helgina fyrir að hafa blandað sér inn í björgunaraðgerðirnar og segir hann hafa reynt að nýta sér þá miklu athygli sem málið fékk. Musk brást ókvæða við og skrifaði á Twitter-síðu sína að kafarinn væri barnaníðingur.Í samtali við Guardian segist kafarinn vera furðulostinn og brjálaður út af ásökununum, en Musk reiddi ekki fram nein sönnunargögn þeim til stuðnings. Hann hefur nú eytt færslunum þar sem ásakanirnar komu fram. Unsworth segir að ummæli tæknirisans væru ekki aðeins árás á sig heldur björgunaraðgerðina eins og hún leggur sig. „Ég heyrði að hann hefði kallað mig barnaníðing,“ segir Unsworth. „Mig grunar að fólk átti sig nú á því hverslags maður hann er,“ bætti hann við og vísaði til Musk. Aðspurður um hvort hann ætli sér að leita réttar síns svaraði Unsworth: „Já, þessu er ekki lokið.“Sjá einnig: Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“Umræddur kafbátur.Elon MuskSem fyrr segir hófust deilur þeirra Unsworth og Musk um helgina þegar kafarinn sagði að kafbátur, sem Musk lét vísindamenn sína klambra saman á skotstundu svo að bjarga mætti fótboltadrengjunum í hellinum, myndi aldrei nokkurn tímann koma að gagni við aðgerðirnar. „Hann hafði ekki hugmynd um legu hellisins. Mig grunar að kafbáturinn hafi verið rúmlega 160 sentímetrar langur og ósveigjanlegur þannig að það hefði ekki verið möguleiki fyrir hann að taka beygjur eða fara framhjá hindrunum.“ Eftir ummæli Unsworth fór Musk á Twitter-síðu sína og dældi út ótal færslum um getu kafbátsins. Sagðist hann meðal annars ætla að birta myndband til að sýna fram á hvernig kafbáturinn gæti smeygt sér inn um minnstu glufur áður en hann bætti við: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta.“ Færslunum hefur nú verið eytt. Unsworth, sem býr í Tælandi, var meðal fyrstu manna á vettvang þegar fregnir bárust af raunum fótboltadrengjanna 12 sem skriðið höfðu ofan í helli með þjálfaranum sínum í lok júnímánaðar. Hann er sagður hafa nýtt sér gríðarlega þekkingu sína á hellakerfinu til að finna strákana og svo aðstoðað við að ná þeim út, rúmum tveimur vikum eftir að þeir höfðu haldið ofan í hellinn. Unsworth segist hafa vistað afrit af tístum Musk sem hann sakar um að hafa „tapað þræðinum.“ „Ég finn fyrir miklum stuðningi frá fólki um allan heim sem furðar sig á þessum tilhæfulausu ummælum,“ segir Unsworth. Hann segist ekki hafa rætt neitt við Musk síðan að aðgerðunum lauk. „Ég þekki þennan mann ekki neitt, hef aldrei hitt hann og mig langar ekki að hitta hann.“
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21
Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00
Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02