Innlent

Óvelkomnir gestir ollu usla

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Handalögmál voru fyrirferðamikil í nótt.
Handalögmál voru fyrirferðamikil í nótt. Vísir/eyþór
Lögreglan skarst í leikinn í austurhluta Reykjavíkur í nótt eftir að henni barst tilkynning um óvelkomna gesti í íbúði einni. Húsráðandi sagði að nokkrir einstaklingar hefðu gert sig heimakoma í húsi hans og vildu ekki fara. Mikill hiti var í fólkinu en í skeyti lögreglu segir að gestirnir séu grunaðir um eignatjón. Einn var handtekinn vegna málsins, grunaður um spellvirkin, sem og fyrir líkamsárás. Ekki fylgir sögunni hvort húsráðandinn sé þolandi mannsins eða hvernig þeim slasaða heilsast.

Lögreglan fékk að sama skapi ábendingu um slagsmál í Kópavogi á ellefta tímanum í gær. Þar voru tveir einstaklingar handteknir og voru þeir fluttir í næsta fangaklefa. Þeir eru grunaðir um að hafa veist að einum manni en ekki er vitað hvernig honum heilsast eftir viðskipti sín við árásarmennina.

Að sama skapi var ökumaður stöðvaður sem talað hafði í farsímann sinn án þess að nota handfrjálsan búnað. Við því er 40 þúsund króna sekt. Þegar lögreglumenn ræddu við ökumanninn þótti augljóst að hann væri undir einhvers konar fíkniefnum og var hann því fluttur á lögreglustöð. Þar voru tekin sýni úr manninum og honum leyft að halda heim að því loknu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×