Áhrifavaldar missa milljónir gervifylgjenda á Twitter Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. júlí 2018 08:30 Myndin er sviðsett. Vísir/Getty Margir helstu áhrifavaldar á samfélagsmiðlinum Twitter misstu milljónir fylgjenda í gær. Ástæðan er að stjórnendur Twitter hafa skorið upp herör gegn fölskum reikningum sem notaðir eru í ýmsum vafasömum tilgangi. Meðal annars er hægt að kaupa sér gervi-fylgjendur sem eru í raun bara tölvuforrit sem hækka fylgjendafjöldann. Í sumum tilvikum eru þessir gervi-fylgjendur líka að safna upplýsingum um aðra notendur fyrir tölvuhakkara eða senda út fjölpóst með auglýsingum. Enginn er með fleiri fylgjendur á Twitter en söngkonan Katy Perry. Hún fór úr 109,6 milljón fylgjendum niður í 107 milljónir eftir að byrjað var að eyða fölsku reikningunum í gær. Fyrrum fjandkona hennar Taylor Swift missti tæplega tvær milljónir fylgjenda og er nú aðeins áhrifavaldur í lífi 83 milljóna. Sjónarsviptir. Lily Allen missti hálfa milljón fylgjenda og tók því nokkuð vel í fyrstu.Lost half a million followers today lol— LILY ALLEN (@lilyallen) July 12, 2018 Átta mínútum síðar var hún hins vegar mætt aftur á Twitter í allt öðrum hugleiðingum og lagði fram áhugaverða samsæriskenningu. Sagðist hún hafa tekið eftir því að frægir hægrimenn virtust ekki missa neina fylgjendur vegna átaksins gegn gervifylgjendum, sem væri einkennilegt.Looking at numbers of some prominent right wingers and theirs don't seem to be moving so drastically, which is odd, dontcha think ? #Twittercull— LILY ALLEN (@lilyallen) July 12, 2018 Það er reyndar ekki alveg rétt hjá henni því persónulegur Twitter reikningur Trumps Bandaríkjaforseta tapaði tæplega 200 þúsund fylgjendum. Það er þó töluvert minni rýrnun en hjá mörgum öðrum. Meiri athygli vakti þó að opinber Twitter reikningur forsetaembættisins bætti við sig fylgjendum á sama tíma og allir aðrir voru að tapa þeim. Engin góð skýring hefur verið lögð fram á því hvernig það gerðist. Þess má geta að Barack Obama, forveri Trumps í embætti, missti tvær milljón fylgjenda í gær. Stjórnendur Twitter lýstu því yfir að aðgerðirnar í gær væru aðeins fyrsti liðurinn í umfangsmeiri tiltekt þar sem reynt verði að útrýma gervinotendum að mestu. Samfélagsmiðlar Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Margir helstu áhrifavaldar á samfélagsmiðlinum Twitter misstu milljónir fylgjenda í gær. Ástæðan er að stjórnendur Twitter hafa skorið upp herör gegn fölskum reikningum sem notaðir eru í ýmsum vafasömum tilgangi. Meðal annars er hægt að kaupa sér gervi-fylgjendur sem eru í raun bara tölvuforrit sem hækka fylgjendafjöldann. Í sumum tilvikum eru þessir gervi-fylgjendur líka að safna upplýsingum um aðra notendur fyrir tölvuhakkara eða senda út fjölpóst með auglýsingum. Enginn er með fleiri fylgjendur á Twitter en söngkonan Katy Perry. Hún fór úr 109,6 milljón fylgjendum niður í 107 milljónir eftir að byrjað var að eyða fölsku reikningunum í gær. Fyrrum fjandkona hennar Taylor Swift missti tæplega tvær milljónir fylgjenda og er nú aðeins áhrifavaldur í lífi 83 milljóna. Sjónarsviptir. Lily Allen missti hálfa milljón fylgjenda og tók því nokkuð vel í fyrstu.Lost half a million followers today lol— LILY ALLEN (@lilyallen) July 12, 2018 Átta mínútum síðar var hún hins vegar mætt aftur á Twitter í allt öðrum hugleiðingum og lagði fram áhugaverða samsæriskenningu. Sagðist hún hafa tekið eftir því að frægir hægrimenn virtust ekki missa neina fylgjendur vegna átaksins gegn gervifylgjendum, sem væri einkennilegt.Looking at numbers of some prominent right wingers and theirs don't seem to be moving so drastically, which is odd, dontcha think ? #Twittercull— LILY ALLEN (@lilyallen) July 12, 2018 Það er reyndar ekki alveg rétt hjá henni því persónulegur Twitter reikningur Trumps Bandaríkjaforseta tapaði tæplega 200 þúsund fylgjendum. Það er þó töluvert minni rýrnun en hjá mörgum öðrum. Meiri athygli vakti þó að opinber Twitter reikningur forsetaembættisins bætti við sig fylgjendum á sama tíma og allir aðrir voru að tapa þeim. Engin góð skýring hefur verið lögð fram á því hvernig það gerðist. Þess má geta að Barack Obama, forveri Trumps í embætti, missti tvær milljón fylgjenda í gær. Stjórnendur Twitter lýstu því yfir að aðgerðirnar í gær væru aðeins fyrsti liðurinn í umfangsmeiri tiltekt þar sem reynt verði að útrýma gervinotendum að mestu.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira