Ísraelskar herþotur gerðu loftárásir á Gaza-svæðinu Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Hall skrifa 14. júlí 2018 20:08 Mikill reykur steig upp frá byggingunni sem skotið var á í dag. Vísir/Getty Ísraelskar herþotur gerðu loftárás á Gaza-svæðið í dag. Að minnsta kosti tólf særðust, þar af tvö börn, þegar skotið var á yfirgefna byggingu síðdegis en í morgun voru árásir gerðar á bækistöðvar Hamas-liða. Yfirvöld í Palestínu segja tvo hafa látist í árásum dagsins. Yfir 40 skotmörk voru hæfð í fyrstu árásunum sem hófust snemma í morgun að sögn ísraelskra hermálayfirvalda. Þar af göng Hamas-liða í suðurhluta Gaza og byggingar á hernaðarsvæðum. Síðdegis var skotið á yfirgefna byggingu á Gaza-svæðinu en við hlið hennar er almenningsgarður. Tólf vegfarendur særðust og þar af voru tvö börn. Þetta er ein stærsta hernaðaraðgerð af hálfu Ísrael frá árinu 2014 þegar stríð geisaði á milli landsins og Hamas-samtakanna. „Ef Hamas fær ekki skilaboðin í dag, þá berast þau á morgun“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir aðgerðirnar halda áfram svo lengi sem þörf krefur. Þetta séu viðbrögð við hryðjuverkaárásum Hamas-samtakanna. „Við munum auka umfang viðbragða okkar við hryðjuverkaárásum Hamas svo lengi sem við þurfum. Ef Hamas fær ekki skilaboðin í dag, þá berast þau á morgun.“, segir Netanyahu. Sjónarvottar segja tvo hafa fallið eftir að skotið var á yfirgefna byggingu á Gaza-svæðinu og þeir látnu hafi verið vegfarendur nærri byggingunni. Þetta kemur í kjölfar fregna af því að á föstudag hafi Palestínumaður verið skotinn til bana í mótmælum við landamærin. Ísrael Palestína Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Ísraelskar herþotur gerðu loftárás á Gaza-svæðið í dag. Að minnsta kosti tólf særðust, þar af tvö börn, þegar skotið var á yfirgefna byggingu síðdegis en í morgun voru árásir gerðar á bækistöðvar Hamas-liða. Yfirvöld í Palestínu segja tvo hafa látist í árásum dagsins. Yfir 40 skotmörk voru hæfð í fyrstu árásunum sem hófust snemma í morgun að sögn ísraelskra hermálayfirvalda. Þar af göng Hamas-liða í suðurhluta Gaza og byggingar á hernaðarsvæðum. Síðdegis var skotið á yfirgefna byggingu á Gaza-svæðinu en við hlið hennar er almenningsgarður. Tólf vegfarendur særðust og þar af voru tvö börn. Þetta er ein stærsta hernaðaraðgerð af hálfu Ísrael frá árinu 2014 þegar stríð geisaði á milli landsins og Hamas-samtakanna. „Ef Hamas fær ekki skilaboðin í dag, þá berast þau á morgun“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir aðgerðirnar halda áfram svo lengi sem þörf krefur. Þetta séu viðbrögð við hryðjuverkaárásum Hamas-samtakanna. „Við munum auka umfang viðbragða okkar við hryðjuverkaárásum Hamas svo lengi sem við þurfum. Ef Hamas fær ekki skilaboðin í dag, þá berast þau á morgun.“, segir Netanyahu. Sjónarvottar segja tvo hafa fallið eftir að skotið var á yfirgefna byggingu á Gaza-svæðinu og þeir látnu hafi verið vegfarendur nærri byggingunni. Þetta kemur í kjölfar fregna af því að á föstudag hafi Palestínumaður verið skotinn til bana í mótmælum við landamærin.
Ísrael Palestína Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira