Kosningabaráttan kostað tugi lífið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júlí 2018 08:45 Þrátt fyrir mikla öryggisgæslu og reynslu frá síðustu kosningum hefur ekki tekist að fyrirbyggja árásir undanfarinna daga. Nordicphotos/AFP Vísir/EPA Að minnsta kosti 70 fórust í hryðjuverkaárás á kosningafund Lýðflokks Balúkistan (BAP) í bænum Dringarh í Balúkistan í Pakistan í gær. Siraj Raisani, frambjóðandi flokksins, var á meðal þeirra sem létust, að því er bróðir hans staðfesti í samtali við Al Jazeera í gær. Árásin var sú mannskæðasta í Pakistan í rúmt ár og var ekki sú fyrsta sem beindist sérstaklega gegn kosningunum þar í landi. Á þriðjudaginn voru 20 myrt á kosningafundi Almenna lýðflokksins (ANP) í Peshawar, meðal annars Haroon Bilour, frambjóðandi flokksins. Á fimmtudag var svo talsmaður fyrrverandi þingmannsins Alhaj Shah Jee Gul Afridi myrtur í skotárás. Hin mannskæða árás í Dringarh var hins vegar ekki sú eina í gær. Að minnsta kosti fjórir fórust í sprengjuárás á bílalest Akrams Khan Durrani, frambjóðanda Sameinaða aðgerðaráðsins (MMA), í bænum Bannu í Balúkistan. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás en Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á árásinni í Dringarh. Talíbanar lýstu svo yfir ábyrgð á árás þriðjudagsins. Árásirnar í gær vekja, samkvæmt Al Jazeera, óhug meðal heimamanna og minna á árásaröðina sem kostaði 158 lífið í aðdraganda kosninga árið 2013. Hryðjuverkamenn tengdir al-Kaída, Íslamska ríkinu og Talíbönum hafa gert vart við sig í Balúkistan. Þá hafa ýmis samtök Balúka barist gegn pakistönsku ríkisstjórninni. Ellefu dagar eru nú til kosninga og er útlit fyrir að Múslimabandalag Pakistans (PML-N) fái flest atkvæði, ef marka má skoðanakönnun sem IPOR birti fyrr í mánuðinum. Flokkurinn myndaði ríkisstjórn undir forsæti Nawaz Sharif. Sá hlaut hins vegar dóm fyrir hæstarétti í umgangsmiklu skattsvikamáli og var sparkað úr sætinu í fyrra. Shehbaz Sharif, bróðir Nawaz, leiðir nú PML-N. Samkeppnin í pakistönskum stjórnmálum er hins vegar hörð og mældist Pakistanska réttlætishreyfingin (PTI), flokkur Imrans Khan, eins helsta andstæðings Sharif-bræðra í stjórnmálum, með 29 prósenta fylgi í fyrrnefndri könnun. Þriðji stærsti flokkurinn er svo Þjóðarflokkur Pakistans (PPP) undir forystu Bilawals Bhutto Zardari, sonar, fyrrverandi forsætisráðherrans Benazhir Bhutto. PML-N stendur fyrir íhaldssemi og þjóðernishyggju og PPP fyrir jafnaðarmennsku á meðan PTI, popúlistaflokkurinn, sem er sá yngsti þessara þriggja turna pakistanskra stjórnmála, stendur fyrir andstöðu gegn ráðandi öflum og auknum umsvifum í velferðarkerfinu. Þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í tíu ára fangelsi í síðustu viku sneri fyrrnefndur Nawaz Sharif aftur heim til Pakistans í gær. Mikill fjöldi stuðningsmanna PML-N freistaði þess að hylla leiðtogann fyrrverandi þrátt fyrir bann lögregluyfirvalda þess efnis. Á fimmtudag hafði lögregla í Lahore handtekið hundruð stuðningsmanna hans. thorgnyr@frettabladid.is Pakistan Tengdar fréttir Hæfði innanríkisráðherrann í handlegginn Innanríkisráðherra Pakistan, Ahsan Iqbal, var skotinn á fjöldafundi í gær. 7. maí 2018 06:00 Íbúar Kasmír mótmæla indverskum yfirráðum eftir að lögregla keyrði á hóp mótmælenda Mikil mótmæli brutust út í indverska hluta Kasmír í dag eftir að lögreglujeppi keyrði yfir tvo mótmælendur í gær. Þeir létust af sárum sínum í nótt. 2. júní 2018 14:05 Innanríkisráðherra Pakistan særður eftir morðtilræði Innanríkisráðherra Pakistan var fluttur særður á sjúkrahús en skotið var að honum þar sem hann kom af fundi í Punjab héraði. 6. maí 2018 15:48 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Að minnsta kosti 70 fórust í hryðjuverkaárás á kosningafund Lýðflokks Balúkistan (BAP) í bænum Dringarh í Balúkistan í Pakistan í gær. Siraj Raisani, frambjóðandi flokksins, var á meðal þeirra sem létust, að því er bróðir hans staðfesti í samtali við Al Jazeera í gær. Árásin var sú mannskæðasta í Pakistan í rúmt ár og var ekki sú fyrsta sem beindist sérstaklega gegn kosningunum þar í landi. Á þriðjudaginn voru 20 myrt á kosningafundi Almenna lýðflokksins (ANP) í Peshawar, meðal annars Haroon Bilour, frambjóðandi flokksins. Á fimmtudag var svo talsmaður fyrrverandi þingmannsins Alhaj Shah Jee Gul Afridi myrtur í skotárás. Hin mannskæða árás í Dringarh var hins vegar ekki sú eina í gær. Að minnsta kosti fjórir fórust í sprengjuárás á bílalest Akrams Khan Durrani, frambjóðanda Sameinaða aðgerðaráðsins (MMA), í bænum Bannu í Balúkistan. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás en Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á árásinni í Dringarh. Talíbanar lýstu svo yfir ábyrgð á árás þriðjudagsins. Árásirnar í gær vekja, samkvæmt Al Jazeera, óhug meðal heimamanna og minna á árásaröðina sem kostaði 158 lífið í aðdraganda kosninga árið 2013. Hryðjuverkamenn tengdir al-Kaída, Íslamska ríkinu og Talíbönum hafa gert vart við sig í Balúkistan. Þá hafa ýmis samtök Balúka barist gegn pakistönsku ríkisstjórninni. Ellefu dagar eru nú til kosninga og er útlit fyrir að Múslimabandalag Pakistans (PML-N) fái flest atkvæði, ef marka má skoðanakönnun sem IPOR birti fyrr í mánuðinum. Flokkurinn myndaði ríkisstjórn undir forsæti Nawaz Sharif. Sá hlaut hins vegar dóm fyrir hæstarétti í umgangsmiklu skattsvikamáli og var sparkað úr sætinu í fyrra. Shehbaz Sharif, bróðir Nawaz, leiðir nú PML-N. Samkeppnin í pakistönskum stjórnmálum er hins vegar hörð og mældist Pakistanska réttlætishreyfingin (PTI), flokkur Imrans Khan, eins helsta andstæðings Sharif-bræðra í stjórnmálum, með 29 prósenta fylgi í fyrrnefndri könnun. Þriðji stærsti flokkurinn er svo Þjóðarflokkur Pakistans (PPP) undir forystu Bilawals Bhutto Zardari, sonar, fyrrverandi forsætisráðherrans Benazhir Bhutto. PML-N stendur fyrir íhaldssemi og þjóðernishyggju og PPP fyrir jafnaðarmennsku á meðan PTI, popúlistaflokkurinn, sem er sá yngsti þessara þriggja turna pakistanskra stjórnmála, stendur fyrir andstöðu gegn ráðandi öflum og auknum umsvifum í velferðarkerfinu. Þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í tíu ára fangelsi í síðustu viku sneri fyrrnefndur Nawaz Sharif aftur heim til Pakistans í gær. Mikill fjöldi stuðningsmanna PML-N freistaði þess að hylla leiðtogann fyrrverandi þrátt fyrir bann lögregluyfirvalda þess efnis. Á fimmtudag hafði lögregla í Lahore handtekið hundruð stuðningsmanna hans. thorgnyr@frettabladid.is
Pakistan Tengdar fréttir Hæfði innanríkisráðherrann í handlegginn Innanríkisráðherra Pakistan, Ahsan Iqbal, var skotinn á fjöldafundi í gær. 7. maí 2018 06:00 Íbúar Kasmír mótmæla indverskum yfirráðum eftir að lögregla keyrði á hóp mótmælenda Mikil mótmæli brutust út í indverska hluta Kasmír í dag eftir að lögreglujeppi keyrði yfir tvo mótmælendur í gær. Þeir létust af sárum sínum í nótt. 2. júní 2018 14:05 Innanríkisráðherra Pakistan særður eftir morðtilræði Innanríkisráðherra Pakistan var fluttur særður á sjúkrahús en skotið var að honum þar sem hann kom af fundi í Punjab héraði. 6. maí 2018 15:48 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Hæfði innanríkisráðherrann í handlegginn Innanríkisráðherra Pakistan, Ahsan Iqbal, var skotinn á fjöldafundi í gær. 7. maí 2018 06:00
Íbúar Kasmír mótmæla indverskum yfirráðum eftir að lögregla keyrði á hóp mótmælenda Mikil mótmæli brutust út í indverska hluta Kasmír í dag eftir að lögreglujeppi keyrði yfir tvo mótmælendur í gær. Þeir létust af sárum sínum í nótt. 2. júní 2018 14:05
Innanríkisráðherra Pakistan særður eftir morðtilræði Innanríkisráðherra Pakistan var fluttur særður á sjúkrahús en skotið var að honum þar sem hann kom af fundi í Punjab héraði. 6. maí 2018 15:48