Sjá einnig: NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga
Myndin er tekin á nýafstöðnum fundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel og fjallar forsíðufréttin um stirt samband Bandaríkjanna og Bretlands, sem hafði þótt gott áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti.
Ljóst er að Trump og May eru í aðalhlutverki, enda fjallar fréttin um samband ríkja þeirra, en ætla má að ritstjórn hafi valið myndina af mikilli kostgæfni. Þar hefur svipur Katrínar mögulega spilað inn í til að kalla fram ákveðin áhrif en hægt er að fullyrða að íslenski forsætisráðherrann virðist ekki sérlega ánægður með kollegana við hlið sér.
Netverjar hafa nokkrir gert sér mat úr forsíðumyndinni og sett hana í skoplegt samhengi. Grínistinn Sólmundur Hólm birtir skjáskot af forsíðumyndinni á Twitter-reikningi sínum og skrifar með því: „Æi, pabbi! Getum við faaaaarið!“
Æi, pabbi! Getum við faaaaarið! pic.twitter.com/AxdTaKd6Mh
— Sóli Hólm (@SoliHolm) July 13, 2018
er @katrinjak ekki bara að ná sèr í smá lit eftir alla rigninguna á Íslandi? #íslendinguríútlöndum
— Björgvin Gústavsson (@BjoggiGustavs) July 13, 2018
'Djöfull er þetta lið FOKKING ÓÞOLANDI“ pic.twitter.com/dB4aPh3ikZ
— Arnór Bogason (@arnorb) July 13, 2018
Sometimes, one picture says more than thousand words. The Icelandic PM, on the right, demonstrating how to take a deep breath in order to keep calm in the utter madness the NATO meeting was. pic.twitter.com/8Bive5FeXy
— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) July 13, 2018