„Hellirigning“ í kvöld Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2018 06:51 Öllu má nú ofgera. Vísir/getty Það mun rigna á Íslendinga í dag, sama hvar þeir eru niðurkomnir á landinu. Rigningin verður bundin við Suður-og Vesturland fyrir hádegi en mun færa sig smám saman í átt til norðausturs. Það þýðir þó ekki að stytti upp á Suðurlandi eftir því sem líður á daginn, aldeilis ekki. Veðurstofan gerir nefnilega ráð fyrir „hellirigningu“ á sunnanverðu landinu í kvöld og eitthvað fram á nótt. Að sama skapi mun ekki þorna norðvestanlands og á Austurlandi fyrr en á morgun. Áfram má búast við súld sunnanlands á morgun og ætla má að bæta muni í vind seint annað kvöld. Hitinn verður á bilinu 10 til 20 stig í dag og á morgun. Sem fyrr verður hlýjast á Austurlandi. Ef marka má spákort Veðurstofunnar verður eitthvað svipað upp á teningnum á sunnudag. Það mun hins vegar bregða til norðanáttar á mánudag og henni mun fylgja rigning á Norðurlandi en bjartviðri sunnantil. Daginn eftir verður svo nokkurn veginn bjart alls staðar á landinu og hægviðri - „en aftur í sama farið á miðvikudag og fimmtudag, rigning sunnan- og vestanlands, sól á Austurlandi,“ segir veðurfræðingur.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ laugardag:Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10, og víða vætusamt snemma morguns, en víða þurrt eftir hádegi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Austurlandi.Á sunnudag:Austlæg og síðar breytileg átt með vætu um mest allt land. Hiti 7 til 17 stig, svalast á N-verðum Vestfjörðum.Á mánudag:Norðan og norðvestan 3-10 og rigning á köflum, en yfirleitt þurrt SV-lands. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á S-landi.Á þriðjudag:Hæg breytileg átt með bjartviðri um mest allt land.. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á V-verðu landinu.Á miðvikudag:Hæg austlæg eða breytileg átt. Dálítil rigning syðst, en annars þurrt. Hiti víða 10 til 17 stig.Á fimmtudag:Hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og stöku skúrir Hiti 10 til 17 stig. Veður Tengdar fréttir Helgi Björns orðinn þreyttur á rigningunni: „Allt er gott í hófi“ Það stefnir í að aldarmet verði senn slegið í sólarleysi í Reykjavík og ekkert útlit fyrir betra veður að mati veðurfræðings. Hitinn hefur hæst náð þrettán gráðum í júní og meira að segja Helgi Björns er orðinn þreyttur á rigningunni. 29. júní 2018 20:30 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira
Það mun rigna á Íslendinga í dag, sama hvar þeir eru niðurkomnir á landinu. Rigningin verður bundin við Suður-og Vesturland fyrir hádegi en mun færa sig smám saman í átt til norðausturs. Það þýðir þó ekki að stytti upp á Suðurlandi eftir því sem líður á daginn, aldeilis ekki. Veðurstofan gerir nefnilega ráð fyrir „hellirigningu“ á sunnanverðu landinu í kvöld og eitthvað fram á nótt. Að sama skapi mun ekki þorna norðvestanlands og á Austurlandi fyrr en á morgun. Áfram má búast við súld sunnanlands á morgun og ætla má að bæta muni í vind seint annað kvöld. Hitinn verður á bilinu 10 til 20 stig í dag og á morgun. Sem fyrr verður hlýjast á Austurlandi. Ef marka má spákort Veðurstofunnar verður eitthvað svipað upp á teningnum á sunnudag. Það mun hins vegar bregða til norðanáttar á mánudag og henni mun fylgja rigning á Norðurlandi en bjartviðri sunnantil. Daginn eftir verður svo nokkurn veginn bjart alls staðar á landinu og hægviðri - „en aftur í sama farið á miðvikudag og fimmtudag, rigning sunnan- og vestanlands, sól á Austurlandi,“ segir veðurfræðingur.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ laugardag:Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10, og víða vætusamt snemma morguns, en víða þurrt eftir hádegi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Austurlandi.Á sunnudag:Austlæg og síðar breytileg átt með vætu um mest allt land. Hiti 7 til 17 stig, svalast á N-verðum Vestfjörðum.Á mánudag:Norðan og norðvestan 3-10 og rigning á köflum, en yfirleitt þurrt SV-lands. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á S-landi.Á þriðjudag:Hæg breytileg átt með bjartviðri um mest allt land.. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á V-verðu landinu.Á miðvikudag:Hæg austlæg eða breytileg átt. Dálítil rigning syðst, en annars þurrt. Hiti víða 10 til 17 stig.Á fimmtudag:Hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og stöku skúrir Hiti 10 til 17 stig.
Veður Tengdar fréttir Helgi Björns orðinn þreyttur á rigningunni: „Allt er gott í hófi“ Það stefnir í að aldarmet verði senn slegið í sólarleysi í Reykjavík og ekkert útlit fyrir betra veður að mati veðurfræðings. Hitinn hefur hæst náð þrettán gráðum í júní og meira að segja Helgi Björns er orðinn þreyttur á rigningunni. 29. júní 2018 20:30 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira
Helgi Björns orðinn þreyttur á rigningunni: „Allt er gott í hófi“ Það stefnir í að aldarmet verði senn slegið í sólarleysi í Reykjavík og ekkert útlit fyrir betra veður að mati veðurfræðings. Hitinn hefur hæst náð þrettán gráðum í júní og meira að segja Helgi Björns er orðinn þreyttur á rigningunni. 29. júní 2018 20:30