Trump fagnar sigri eftir leiðtogafund NATO Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2018 20:44 Helstu leiðtogar Atlantshafsbandalagsins eru sammála um að bandalagið sé sterkara nú en fyrir tveggja daga átakafund sem lauk í dag. Vísir/AP Helstu leiðtogar Atlantshafsbandalagsins eru sammála um að bandalagið sé sterkara nú en fyrir tveggja daga átakafund sem lauk í dag. Trump Bandaríkjaforseti segir bandalagsþjóðirnar hafa orðið við kröfum hans um aukin útgjöld og vill að þau hækki enn frekar í framtíðinni. Hann fór beint af fundinum í fjögurra daga opinbera heimsókn til Bretlands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat sinn fyrsta leiðtogafund hjá NATO í gær og í dag. Hún segir áþreifanlega spennu hafa ríkt milli Trump Bandaríkjaforseta og annarra helstu leiðtoga bandalagsins og þá sérstaklega milli Trump og Angelu Merkel kanslara Þýskalands. „Í gær var þetta tiltölulega friðsamlegur fundur. Það var töluverð spenna í aðdraganda fundarins en fundurinn sjálfur friðsamlegur. Það var heldur átaka meiri fundur í morgun og stóru átakalínurnar hafa snúist um framlög ríkjanna til NATO,“ segir Katrín. Að lokum sættust leiðtogarnir á yfirlýsingu um samvinnu og samstöðu þar sem ítrekað var að framlög yrðu aukin enn meira en nú þegar hefur verið gert. Trump var sigurreifur að loknum fundi og sagði Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO þakklátan fyrir forystu hans. Allir hafi þakkað honum forystu hans innan NATO.Segir NATO hafa styrkst á fundinum „Ég tel að NATO sé mun sterkara nú en fyrir tveimur dögum. NATO var ekki að gera það sem því ber að gera; mörg ríki og við höfum lagt miklu miera af mörkum en við hefðum átt að gera. Hreinskilnislega sagt, við bárum of mikið af byrðunum; þess vegna köllum við þetta að deila byrðunum,“ sagði Trump meðal annars. Þá ítrekaði forsetinn stuðning sinn og Bandaríkjastjórnar við NATO. Hann hélt hins vegar áfram gagnrýni sinni á fyrirhugaða gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands þótt hann hældi Þjóðverjum fyrir aukin framlög til NATO.Donald Trump svaraði fjölda spurninga frá blaðamönnum.Skjáskot „Þýskaland er að koma til. En við eigum enn eftir að átta okkur á hvað er að gerast með gasleiðsluna vegna þess að gasleiðslan kemur frá Rússlandi. Þannig að við verðum að komast til botns í því máli. Ég tók málið upp. Enginn nefndi þetta nema ég og nú erum við öll að tala um þetta,“ sagði Trump. Merkel minntist aftur á móti ekki á gasleiðsluna á fundi með fréttamönnum enda segir hún leiðsluna í einkaeign og ekki á vegum þýska ríkisins. „Þegar upp er staðið var þetta mjög áhugaverður leiðtogafundur þar sem menn þurftu að sannfærðu sjálfa sig og þess vegna held ég að við höfum áttum alvarlegar viðræður. En ég held að þessar viðræður hafi hjálpað okkur til að skilja hversu áríðandi NATO er og hvernig við getum lagt okkar fram til hagsmuna fyrir hvert annað,“ sagði Merkel og ítrekaði í raun grunn stefnu bandalagsins. Trump hefur í fyrri yfirlýsingum skapað óvissu um hvort Bandaríkin myndu fara eftir 5. grein stofnsáttmála NATO sem kveður á um að aðildarríkin komi hvert öðru til varnar verði ráðist á eitt þeirra. Merkel ítrekaði að Þjóðverjar hefðu brugðist við þegar ráðist var á Bandaríkin 11. september árið 2001 og Bandaríkjamenn hafi höfðað til 5. greinarinnar. Þjóðverjar væru enn með mikinn herafla í Afganistan vegna þessa. Strax að loknum fundinum í Brussel hélt Trump í fjögurra daga heimsókn til Bretlands. Þar fundar hann með hundrað helstu leiðtogum bresks viðskiptalífs á fæðingarsetri Winston Churchill, Blenheim, í kvöld. En í fyrramálið fundar hann með Theresu May forsætisráðherra Bretlands og síðdegis á morgun gengur á fund Elísabetar II drottningar. Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Helstu leiðtogar Atlantshafsbandalagsins eru sammála um að bandalagið sé sterkara nú en fyrir tveggja daga átakafund sem lauk í dag. Trump Bandaríkjaforseti segir bandalagsþjóðirnar hafa orðið við kröfum hans um aukin útgjöld og vill að þau hækki enn frekar í framtíðinni. Hann fór beint af fundinum í fjögurra daga opinbera heimsókn til Bretlands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat sinn fyrsta leiðtogafund hjá NATO í gær og í dag. Hún segir áþreifanlega spennu hafa ríkt milli Trump Bandaríkjaforseta og annarra helstu leiðtoga bandalagsins og þá sérstaklega milli Trump og Angelu Merkel kanslara Þýskalands. „Í gær var þetta tiltölulega friðsamlegur fundur. Það var töluverð spenna í aðdraganda fundarins en fundurinn sjálfur friðsamlegur. Það var heldur átaka meiri fundur í morgun og stóru átakalínurnar hafa snúist um framlög ríkjanna til NATO,“ segir Katrín. Að lokum sættust leiðtogarnir á yfirlýsingu um samvinnu og samstöðu þar sem ítrekað var að framlög yrðu aukin enn meira en nú þegar hefur verið gert. Trump var sigurreifur að loknum fundi og sagði Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO þakklátan fyrir forystu hans. Allir hafi þakkað honum forystu hans innan NATO.Segir NATO hafa styrkst á fundinum „Ég tel að NATO sé mun sterkara nú en fyrir tveimur dögum. NATO var ekki að gera það sem því ber að gera; mörg ríki og við höfum lagt miklu miera af mörkum en við hefðum átt að gera. Hreinskilnislega sagt, við bárum of mikið af byrðunum; þess vegna köllum við þetta að deila byrðunum,“ sagði Trump meðal annars. Þá ítrekaði forsetinn stuðning sinn og Bandaríkjastjórnar við NATO. Hann hélt hins vegar áfram gagnrýni sinni á fyrirhugaða gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands þótt hann hældi Þjóðverjum fyrir aukin framlög til NATO.Donald Trump svaraði fjölda spurninga frá blaðamönnum.Skjáskot „Þýskaland er að koma til. En við eigum enn eftir að átta okkur á hvað er að gerast með gasleiðsluna vegna þess að gasleiðslan kemur frá Rússlandi. Þannig að við verðum að komast til botns í því máli. Ég tók málið upp. Enginn nefndi þetta nema ég og nú erum við öll að tala um þetta,“ sagði Trump. Merkel minntist aftur á móti ekki á gasleiðsluna á fundi með fréttamönnum enda segir hún leiðsluna í einkaeign og ekki á vegum þýska ríkisins. „Þegar upp er staðið var þetta mjög áhugaverður leiðtogafundur þar sem menn þurftu að sannfærðu sjálfa sig og þess vegna held ég að við höfum áttum alvarlegar viðræður. En ég held að þessar viðræður hafi hjálpað okkur til að skilja hversu áríðandi NATO er og hvernig við getum lagt okkar fram til hagsmuna fyrir hvert annað,“ sagði Merkel og ítrekaði í raun grunn stefnu bandalagsins. Trump hefur í fyrri yfirlýsingum skapað óvissu um hvort Bandaríkin myndu fara eftir 5. grein stofnsáttmála NATO sem kveður á um að aðildarríkin komi hvert öðru til varnar verði ráðist á eitt þeirra. Merkel ítrekaði að Þjóðverjar hefðu brugðist við þegar ráðist var á Bandaríkin 11. september árið 2001 og Bandaríkjamenn hafi höfðað til 5. greinarinnar. Þjóðverjar væru enn með mikinn herafla í Afganistan vegna þessa. Strax að loknum fundinum í Brussel hélt Trump í fjögurra daga heimsókn til Bretlands. Þar fundar hann með hundrað helstu leiðtogum bresks viðskiptalífs á fæðingarsetri Winston Churchill, Blenheim, í kvöld. En í fyrramálið fundar hann með Theresu May forsætisráðherra Bretlands og síðdegis á morgun gengur á fund Elísabetar II drottningar.
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira