„Pirrar mig mest hvernig Englendingar töpuðu leiknum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2018 13:00 Sumarmessan á Stöð 2 Sport hófst skömmu eftir að framlengingunni lauk í undanúrslitaleik Englands og Króatíu í gærkvöldi og það leyndi sér ekki með hvoru liðinu þeir Hjörvar Hafliðason og Jóhannes Karl Guðjónsson héldu. Benedikt Valsson, umsjónarmaður Sumarmessunnar, spurði þá félaga út í fyrstu viðbrögð við úrslitunum en Króatía vann 2-1 endurkomusigur þar sem sigurmarkið kom þegar ellefu mínútur voru eftir framlengingunni. „Mikið svekkelski því mig dreymdi um að sjá England komast alla leið í úrslitaleikinn. Ég var það vitlaus að ég var farinn að trúa því líka að þeir væru að fara með fótboltann heim til Englands aftur. Ég er svekktur og pirraður yfir því að Króatar séu komnir í þennan úrslitaleik,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson. „Ég er mjög ósáttur en við verðum samt að hrósa Króötunum. Þetta eru geggjaðir karakterar. Þeir lenda undir í sextán liða, átta liða og undanúrslitunum því þeir skora aldrei fyrsta markið í þessum viðureignum. Koma sér samt alltaf áfram. Það eru stórir karakterar í þessu króatíska landsliði,“ sagði Hjörvar Hafliðason „Ég hélt að þeir væru búnir á því fyrir leikinn í kvöld. Það er ómannlegt ef þeir hafa fulla orku og geta tekið 120 mínútur á móti Frökkunum,“ sagði Hjörvar. Næstu mótherjar króata eru einmitt Frakkar í úrslitaleiknum á sunnudaginn. „Ég myndi halda að Frakkar væru með bestu íþróttamennina á HM. Hreinn styrkur, hraði og kraftur,“ sagði Hjörvar. „Það sem pirrar mig mest er hvernig Englendingar töpuðu leiknum. Króatar voru nokkuð góðir og höfðu yfirburði í seinni hálfleiknum. Í sambandi við þessi mörk sem Englendingar eru að fá á sig þá er það ófyrirgefanlegt að mínu mati. Það pirrar mig virkilega að Englendingar skuli ná forystunni í svona mikilvægum leik en ná ekki að klára það,“ sagði Jóhannes Karl og bætti við: „Mig langar að segja að það væri gaman að sjá þá í þessum úrslitaleik en ég hlakka ekkert til að sjá þá í þessum úrslitaleik,“ sagði Jóhannes Karl. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira
Sumarmessan á Stöð 2 Sport hófst skömmu eftir að framlengingunni lauk í undanúrslitaleik Englands og Króatíu í gærkvöldi og það leyndi sér ekki með hvoru liðinu þeir Hjörvar Hafliðason og Jóhannes Karl Guðjónsson héldu. Benedikt Valsson, umsjónarmaður Sumarmessunnar, spurði þá félaga út í fyrstu viðbrögð við úrslitunum en Króatía vann 2-1 endurkomusigur þar sem sigurmarkið kom þegar ellefu mínútur voru eftir framlengingunni. „Mikið svekkelski því mig dreymdi um að sjá England komast alla leið í úrslitaleikinn. Ég var það vitlaus að ég var farinn að trúa því líka að þeir væru að fara með fótboltann heim til Englands aftur. Ég er svekktur og pirraður yfir því að Króatar séu komnir í þennan úrslitaleik,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson. „Ég er mjög ósáttur en við verðum samt að hrósa Króötunum. Þetta eru geggjaðir karakterar. Þeir lenda undir í sextán liða, átta liða og undanúrslitunum því þeir skora aldrei fyrsta markið í þessum viðureignum. Koma sér samt alltaf áfram. Það eru stórir karakterar í þessu króatíska landsliði,“ sagði Hjörvar Hafliðason „Ég hélt að þeir væru búnir á því fyrir leikinn í kvöld. Það er ómannlegt ef þeir hafa fulla orku og geta tekið 120 mínútur á móti Frökkunum,“ sagði Hjörvar. Næstu mótherjar króata eru einmitt Frakkar í úrslitaleiknum á sunnudaginn. „Ég myndi halda að Frakkar væru með bestu íþróttamennina á HM. Hreinn styrkur, hraði og kraftur,“ sagði Hjörvar. „Það sem pirrar mig mest er hvernig Englendingar töpuðu leiknum. Króatar voru nokkuð góðir og höfðu yfirburði í seinni hálfleiknum. Í sambandi við þessi mörk sem Englendingar eru að fá á sig þá er það ófyrirgefanlegt að mínu mati. Það pirrar mig virkilega að Englendingar skuli ná forystunni í svona mikilvægum leik en ná ekki að klára það,“ sagði Jóhannes Karl og bætti við: „Mig langar að segja að það væri gaman að sjá þá í þessum úrslitaleik en ég hlakka ekkert til að sjá þá í þessum úrslitaleik,“ sagði Jóhannes Karl. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira