„Ég vil bara faðma hann“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júlí 2018 11:47 Björgunaraðilar ferja fyrstu tvo drengina sem bjargað var úr hellinum um borð í þyrlu. Vísir/EPA Faðir eins þeirra drengja sem fastir voru í hellinum í Taílandi segir að hann bíði eftir að fá að faðma son sinn og segja honum hvað hann sé hamingusamur að sonurinn hafi komist út heill á húfi. Faðirinn beið fyrir utan hellinn á meðan björgunaraðgerðir stóðu yfir. Adisak Wongsukchan er faðir hins fjórtán ára gamla Akarat Wongsukchan sem dvaldi í hellinum í sautján daga og var meðal þeirra sem komu út úr hellinum í fyrradag. Hann var fluttur rakleiðis á sjúkrahús þar sem hann bíður nú eftir leyfi til þess að hitta foreldra sína. Adisak dvaldi sem fyrr segir við hellinn ásamt öðrum foreldrum þar sem þeir biðu eftir fregnum. Í viðtali við CNN segist hann hafa haft miklar áhyggjur af því hvort að það tækist að bjarga strákunum, hvernig honum myndi líða í myrkrinu og hvort þeir hefðu vatn og mat til þess að næra sig.Þessar áhyggjur þurrkuðust þó út þegar syni hans og þeim sem eftir voru í hellinum var bjargað út, heilum á húfi. Er hópurinn allur í ágætu ásigkomulagi miðað við að hafa dvalið í helli allan þann tíma. Er þjálfaranum meðal annars þakkað fyrir hversu vel drengirnir eru á sig komnir.Varð eftir með foreldrum þeirra sem enn biðuÍ samtali við CNN segist Adisak vera gríðarlega þakklátur fyrir þá alþjóðlegu björgunaraðgerð sem farið var í til þess að finna og bjarga drengjunum. Þakkar hann taílenska konungnum og ríkisstjórninni fyrir hversu fljótt var gripið til aðgerða.„Ég vil bara faðma hann og segja honum hvað ég sé hamingjusamur,“ sagði Adisak sem beið við hellinn ásamt foreldrum þeirra drengja sem bjargað var út í gær, þrátt fyrir að sonur hans væri þegar kominn út.„Ég lofaði hinum foreldrunum að við myndum bíða og fara saman frá hellinum. Ég ætlaði ekki að skilja þau eftir, við vorum í þessu saman,“ sagði Adisak.Þegar síðustu drengjunum og þjálfaranum var bjargað út hélt Adisak á spítalann í von um að sjá son sinn. Áður en hann yfirgaf svæðið þakkaði hann öllum þeim sem urðu á vegi hans og tóku þátt í björgunaraðgerðinni.Bíður hann nú eftir að læknar gefi grænt ljós á að hann fái að hitta son sinn.„Ég vil bara faðma hann og segja honum hvað ég er hamingjusamur.“ Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Sjá meira
Faðir eins þeirra drengja sem fastir voru í hellinum í Taílandi segir að hann bíði eftir að fá að faðma son sinn og segja honum hvað hann sé hamingusamur að sonurinn hafi komist út heill á húfi. Faðirinn beið fyrir utan hellinn á meðan björgunaraðgerðir stóðu yfir. Adisak Wongsukchan er faðir hins fjórtán ára gamla Akarat Wongsukchan sem dvaldi í hellinum í sautján daga og var meðal þeirra sem komu út úr hellinum í fyrradag. Hann var fluttur rakleiðis á sjúkrahús þar sem hann bíður nú eftir leyfi til þess að hitta foreldra sína. Adisak dvaldi sem fyrr segir við hellinn ásamt öðrum foreldrum þar sem þeir biðu eftir fregnum. Í viðtali við CNN segist hann hafa haft miklar áhyggjur af því hvort að það tækist að bjarga strákunum, hvernig honum myndi líða í myrkrinu og hvort þeir hefðu vatn og mat til þess að næra sig.Þessar áhyggjur þurrkuðust þó út þegar syni hans og þeim sem eftir voru í hellinum var bjargað út, heilum á húfi. Er hópurinn allur í ágætu ásigkomulagi miðað við að hafa dvalið í helli allan þann tíma. Er þjálfaranum meðal annars þakkað fyrir hversu vel drengirnir eru á sig komnir.Varð eftir með foreldrum þeirra sem enn biðuÍ samtali við CNN segist Adisak vera gríðarlega þakklátur fyrir þá alþjóðlegu björgunaraðgerð sem farið var í til þess að finna og bjarga drengjunum. Þakkar hann taílenska konungnum og ríkisstjórninni fyrir hversu fljótt var gripið til aðgerða.„Ég vil bara faðma hann og segja honum hvað ég sé hamingjusamur,“ sagði Adisak sem beið við hellinn ásamt foreldrum þeirra drengja sem bjargað var út í gær, þrátt fyrir að sonur hans væri þegar kominn út.„Ég lofaði hinum foreldrunum að við myndum bíða og fara saman frá hellinum. Ég ætlaði ekki að skilja þau eftir, við vorum í þessu saman,“ sagði Adisak.Þegar síðustu drengjunum og þjálfaranum var bjargað út hélt Adisak á spítalann í von um að sjá son sinn. Áður en hann yfirgaf svæðið þakkaði hann öllum þeim sem urðu á vegi hans og tóku þátt í björgunaraðgerðinni.Bíður hann nú eftir að læknar gefi grænt ljós á að hann fái að hitta son sinn.„Ég vil bara faðma hann og segja honum hvað ég er hamingjusamur.“
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Sjá meira
Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26
Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27