Loka Kvennagjá vegna slæmrar umgengni: Ferðamenn drekka, grilla, þvo föt og skó og hægja sér í gjánni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2018 09:08 Grindverk hefur verið sett upp til að loka Kvennagjá. ólöf hallgrímsdóttir Landeigendur í Vogum í Mývatnssveit hafa brugðið á það ráð að loka Kvennagjá, vinsælum ferðamannastað í sveitinni, vegna slæmrar umgengni. Ólöf Hallgrímsdóttir, einn landeigenda, segir að verið sé að koma í veg fyrir að fólk fari í gjána og baði sig en þrátt fyrir skilti á fjórum tungumálum um að ekki sé leyfilegt að baða sig í gjánni þá geri fólk það samt. Fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Í samtali við Vísi segir Ólöf að um neyðarúrræði sé að ræða þar sem einhver hluti ferðamanna virði ekki það sem komi fram um umgengni við staðinn á upplýsingaskiltum. Grindverk hefur verið sett upp til að loka Kvennagjá en Ólöf tekur það fram að um afturkræfa og vonandi tímabundna aðgerð sé að ræða. Til að mynda hafi verið passað upp á að hvergi væri borað í grjót við uppsetningu grindverksins. Þá geti fólk eftir sem áður komið og skoðað svæðið og tekið myndir.Kvennagjá er hluti Grjótagjár sem er vinsæll ferðamannastaður í Mývatnssveit.ólöf hallgrímsdóttir„Það eru þarna upplýsingaskilti fyrir utan gjárnar en fólk fer samt og baðar sig þarna, þarna er pappír og það er verið að drekka bjór svo það eru glerflöskur í gjánni. Síðan höfum við lent í því nokkrum sinnum að verka upp mannaskít en fólk er líka að þvo fötin sín þarna og skóna, grilla og svo höfum við meira að segja komið að fólki sem ætlar að sofa í gjánni,“ segir Ólöf. Kvennagjá og Karlagjá eru hluti Grjótagjár en síðustu ár og áratugi hefur Kvennagjá verið vinsælli baðstaður en Karlagjá þar sem vatnið í þeirri síðarnefndu er mun heitara. Að sögn Ólafar koma nokkur hundruð manns að gjánum á dag yfir sumartímann og gefur því augaleið að umgangur um svæðið hefur verið mikill. Ólöf segir að samhliða lokuninni hafi landeigendur sett upp þurrkamar á svæðinu sem þeir vonast til að fólk noti frekar heldur en gjárnar og allt svæðið í kring til að losa hægðir. Það sé síðan unnið að því að gera nýtt deiliskipulag fyrir svæðið sem sé forsenda fyrir því að landeigendur geti byggt upp innviði og tekið á móti ferðamönnum af myndarskap. „Okkar draumur er að önnur gjáin geti orðið baðstaður en þá undir eftirliti og að við getum haft þarna starfsmann allan daginn sem leiðbeinir fólki, stýrir umferð og lítur eftir að allir geri eins og á að gera,“ segir Ólöf. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Sjá meira
Landeigendur í Vogum í Mývatnssveit hafa brugðið á það ráð að loka Kvennagjá, vinsælum ferðamannastað í sveitinni, vegna slæmrar umgengni. Ólöf Hallgrímsdóttir, einn landeigenda, segir að verið sé að koma í veg fyrir að fólk fari í gjána og baði sig en þrátt fyrir skilti á fjórum tungumálum um að ekki sé leyfilegt að baða sig í gjánni þá geri fólk það samt. Fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Í samtali við Vísi segir Ólöf að um neyðarúrræði sé að ræða þar sem einhver hluti ferðamanna virði ekki það sem komi fram um umgengni við staðinn á upplýsingaskiltum. Grindverk hefur verið sett upp til að loka Kvennagjá en Ólöf tekur það fram að um afturkræfa og vonandi tímabundna aðgerð sé að ræða. Til að mynda hafi verið passað upp á að hvergi væri borað í grjót við uppsetningu grindverksins. Þá geti fólk eftir sem áður komið og skoðað svæðið og tekið myndir.Kvennagjá er hluti Grjótagjár sem er vinsæll ferðamannastaður í Mývatnssveit.ólöf hallgrímsdóttir„Það eru þarna upplýsingaskilti fyrir utan gjárnar en fólk fer samt og baðar sig þarna, þarna er pappír og það er verið að drekka bjór svo það eru glerflöskur í gjánni. Síðan höfum við lent í því nokkrum sinnum að verka upp mannaskít en fólk er líka að þvo fötin sín þarna og skóna, grilla og svo höfum við meira að segja komið að fólki sem ætlar að sofa í gjánni,“ segir Ólöf. Kvennagjá og Karlagjá eru hluti Grjótagjár en síðustu ár og áratugi hefur Kvennagjá verið vinsælli baðstaður en Karlagjá þar sem vatnið í þeirri síðarnefndu er mun heitara. Að sögn Ólafar koma nokkur hundruð manns að gjánum á dag yfir sumartímann og gefur því augaleið að umgangur um svæðið hefur verið mikill. Ólöf segir að samhliða lokuninni hafi landeigendur sett upp þurrkamar á svæðinu sem þeir vonast til að fólk noti frekar heldur en gjárnar og allt svæðið í kring til að losa hægðir. Það sé síðan unnið að því að gera nýtt deiliskipulag fyrir svæðið sem sé forsenda fyrir því að landeigendur geti byggt upp innviði og tekið á móti ferðamönnum af myndarskap. „Okkar draumur er að önnur gjáin geti orðið baðstaður en þá undir eftirliti og að við getum haft þarna starfsmann allan daginn sem leiðbeinir fólki, stýrir umferð og lítur eftir að allir geri eins og á að gera,“ segir Ólöf.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Sjá meira