Meirihluti fyrstu kaupenda fær aðstoð ættingja eða vina Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. júlí 2018 14:15 Una Jónsdóttir er hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. ÍLS Aldur fyrstu fasteignakaupenda fer sífellt hækkandi og meirihluti leigjenda telur ólíklegt að fara inn á markaðinn í bráð. Þá fær meirihluti fyrstu kaupenda aðstoð frá ættingjum eða vinum. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Þannig voru fyrstu kaupendur fyrir 1970 að meðaltali 22 ára gamlir, en milli 2000 og 2018 var meðalaldurinn 28 ár. Þegar litið er styttra aftur í tímann má enn fremur sjá nokkuð hraðar breytingar, en milli 2000 og 2009 var 41 prósent fyrstu kaupenda yngri en 25 ára. Eftir 2010 voru hins vegar aðeins 28 prósent fyrstu kaupenda undir 25 ára aldri. Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir margt benda til þess að sjaldan hafi verið erfiðara að kaupa íbúð. „Þessar niðurstöður eru allavega sterk vísbending um það að annað hvort er erfiðara að festa kaup á sinni fyrstu fasteign eða að fólk kjósi einfaldlega að gera það síðar á lífsleiðinni. En það að við sjáum einnig fleiri fá aðstoð frá ættingjum og vinum er kannski ennþá sterkari vísbending um að það sé erfiðara að kaupa íbúð,“ segir Una. Í skýrslunni kemur enn fremur fram að leigjendur séu ólíklegir til að ráðast í fasteignakaup, en í könnun sjóðsins telja 89 prósent leigjenda líklegt eða öruggt að þeir verði áfram á leigumarkaði eftir hálft ár. Þá telja 21 prósent þeirra sem eru í foreldrahúsum líklegt að þeir færi sig yfir á leigumarkaðinn á næstu 6 mánuðum. Una segir að þó vissulega geti verið erfitt að safna fyrir útborgun eftir langan tíma á leigumarkaði sé einnig hugsanlegt að nýleg þróun leigumarkaðarins hafi eitthvað að segja, til að mynda innkoma almennra leiguíbúða sem fjármagnaðar eru með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum. „Svo má einmitt líka leiða hugann að því hvort að leigumarkaðurinn sé ekki bara að festa sig aðeins í sessi og fólk geti kannski bara hugsað sér að vera þar til lengri tíma.“ Húsnæðismál Tengdar fréttir Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00 Fasteignamat hækkar um 12,8 prósent Hækkar mest í Reykjanesbæ. 1. júní 2018 12:15 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Aldur fyrstu fasteignakaupenda fer sífellt hækkandi og meirihluti leigjenda telur ólíklegt að fara inn á markaðinn í bráð. Þá fær meirihluti fyrstu kaupenda aðstoð frá ættingjum eða vinum. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Þannig voru fyrstu kaupendur fyrir 1970 að meðaltali 22 ára gamlir, en milli 2000 og 2018 var meðalaldurinn 28 ár. Þegar litið er styttra aftur í tímann má enn fremur sjá nokkuð hraðar breytingar, en milli 2000 og 2009 var 41 prósent fyrstu kaupenda yngri en 25 ára. Eftir 2010 voru hins vegar aðeins 28 prósent fyrstu kaupenda undir 25 ára aldri. Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir margt benda til þess að sjaldan hafi verið erfiðara að kaupa íbúð. „Þessar niðurstöður eru allavega sterk vísbending um það að annað hvort er erfiðara að festa kaup á sinni fyrstu fasteign eða að fólk kjósi einfaldlega að gera það síðar á lífsleiðinni. En það að við sjáum einnig fleiri fá aðstoð frá ættingjum og vinum er kannski ennþá sterkari vísbending um að það sé erfiðara að kaupa íbúð,“ segir Una. Í skýrslunni kemur enn fremur fram að leigjendur séu ólíklegir til að ráðast í fasteignakaup, en í könnun sjóðsins telja 89 prósent leigjenda líklegt eða öruggt að þeir verði áfram á leigumarkaði eftir hálft ár. Þá telja 21 prósent þeirra sem eru í foreldrahúsum líklegt að þeir færi sig yfir á leigumarkaðinn á næstu 6 mánuðum. Una segir að þó vissulega geti verið erfitt að safna fyrir útborgun eftir langan tíma á leigumarkaði sé einnig hugsanlegt að nýleg þróun leigumarkaðarins hafi eitthvað að segja, til að mynda innkoma almennra leiguíbúða sem fjármagnaðar eru með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum. „Svo má einmitt líka leiða hugann að því hvort að leigumarkaðurinn sé ekki bara að festa sig aðeins í sessi og fólk geti kannski bara hugsað sér að vera þar til lengri tíma.“
Húsnæðismál Tengdar fréttir Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00 Fasteignamat hækkar um 12,8 prósent Hækkar mest í Reykjanesbæ. 1. júní 2018 12:15 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00