Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júlí 2018 13:19 Beðið var með eftirvæntingu eftir fregnum af síðasta björgunarleiðangrinum. Vísir/Getty Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar, knattspyrnulið og einstaklingar víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. Björgunaraðgerðirnar stóðu yfir í þrjá sólarhringa. Fyrsti fjórum drengjunum var bjargað út á sunnudag, fjórir komust út í gær og í dag náði sérhæft björgunarlið í síðustu drengina og þjálfarann. Alls dvöldu þeir í hellinum í sautján daga og hefur heimsbyggðin fylgst agndofa með fregnum af afdrifum þeirra undanfarna daga. Drengirnir jafnt sem þjálfarinn eru við ágæta heilsu og eru þeir ýmist komnir undir læknishendur eða verið að flytja þá á sjúkrahús. Þeir hafa þó þurft að vera í einangrun af ótta við að þeir kunni að hafa nælt sér í smitsjúkdóma, komast þeir því ekki á úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, eins og Guðni Th. Jóhannesson og forseti FIFA höfðu vonað. Meðal þeirra sem senda strákunum kveðjur eru Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, sem Guardian segir að hafi verið fyrst þjóðarleiðtoga til þess að senda heillakveðjur til Taílands. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendir einnig kveðju, auk forsætisráðherra Bútan. Þá hefur enska knattspyrnufélagið Manchester United boðið drengjunum, þjálfaranum og björgunarliðinu í heimsókn til félagsins, auk þess sem að Roma á Ítalíu sendir kveðjur til strákanna. Elon Musk, sem fylgst hefur grannt með gangi mála, óskar einnig öllum til hamingju með árangurinn en dæmi um viðbrögð þjóðarleiðtoga og annarra má sjá hér að neðan. Heimurinn bregst við björgun fótboltastrákanna í Taílandi Fastir í helli í Taílandi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar, knattspyrnulið og einstaklingar víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. Björgunaraðgerðirnar stóðu yfir í þrjá sólarhringa. Fyrsti fjórum drengjunum var bjargað út á sunnudag, fjórir komust út í gær og í dag náði sérhæft björgunarlið í síðustu drengina og þjálfarann. Alls dvöldu þeir í hellinum í sautján daga og hefur heimsbyggðin fylgst agndofa með fregnum af afdrifum þeirra undanfarna daga. Drengirnir jafnt sem þjálfarinn eru við ágæta heilsu og eru þeir ýmist komnir undir læknishendur eða verið að flytja þá á sjúkrahús. Þeir hafa þó þurft að vera í einangrun af ótta við að þeir kunni að hafa nælt sér í smitsjúkdóma, komast þeir því ekki á úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, eins og Guðni Th. Jóhannesson og forseti FIFA höfðu vonað. Meðal þeirra sem senda strákunum kveðjur eru Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, sem Guardian segir að hafi verið fyrst þjóðarleiðtoga til þess að senda heillakveðjur til Taílands. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendir einnig kveðju, auk forsætisráðherra Bútan. Þá hefur enska knattspyrnufélagið Manchester United boðið drengjunum, þjálfaranum og björgunarliðinu í heimsókn til félagsins, auk þess sem að Roma á Ítalíu sendir kveðjur til strákanna. Elon Musk, sem fylgst hefur grannt með gangi mála, óskar einnig öllum til hamingju með árangurinn en dæmi um viðbrögð þjóðarleiðtoga og annarra má sjá hér að neðan. Heimurinn bregst við björgun fótboltastrákanna í Taílandi
Fastir í helli í Taílandi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00