Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júlí 2018 13:19 Beðið var með eftirvæntingu eftir fregnum af síðasta björgunarleiðangrinum. Vísir/Getty Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar, knattspyrnulið og einstaklingar víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. Björgunaraðgerðirnar stóðu yfir í þrjá sólarhringa. Fyrsti fjórum drengjunum var bjargað út á sunnudag, fjórir komust út í gær og í dag náði sérhæft björgunarlið í síðustu drengina og þjálfarann. Alls dvöldu þeir í hellinum í sautján daga og hefur heimsbyggðin fylgst agndofa með fregnum af afdrifum þeirra undanfarna daga. Drengirnir jafnt sem þjálfarinn eru við ágæta heilsu og eru þeir ýmist komnir undir læknishendur eða verið að flytja þá á sjúkrahús. Þeir hafa þó þurft að vera í einangrun af ótta við að þeir kunni að hafa nælt sér í smitsjúkdóma, komast þeir því ekki á úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, eins og Guðni Th. Jóhannesson og forseti FIFA höfðu vonað. Meðal þeirra sem senda strákunum kveðjur eru Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, sem Guardian segir að hafi verið fyrst þjóðarleiðtoga til þess að senda heillakveðjur til Taílands. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendir einnig kveðju, auk forsætisráðherra Bútan. Þá hefur enska knattspyrnufélagið Manchester United boðið drengjunum, þjálfaranum og björgunarliðinu í heimsókn til félagsins, auk þess sem að Roma á Ítalíu sendir kveðjur til strákanna. Elon Musk, sem fylgst hefur grannt með gangi mála, óskar einnig öllum til hamingju með árangurinn en dæmi um viðbrögð þjóðarleiðtoga og annarra má sjá hér að neðan. Heimurinn bregst við björgun fótboltastrákanna í Taílandi Fastir í helli í Taílandi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar, knattspyrnulið og einstaklingar víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. Björgunaraðgerðirnar stóðu yfir í þrjá sólarhringa. Fyrsti fjórum drengjunum var bjargað út á sunnudag, fjórir komust út í gær og í dag náði sérhæft björgunarlið í síðustu drengina og þjálfarann. Alls dvöldu þeir í hellinum í sautján daga og hefur heimsbyggðin fylgst agndofa með fregnum af afdrifum þeirra undanfarna daga. Drengirnir jafnt sem þjálfarinn eru við ágæta heilsu og eru þeir ýmist komnir undir læknishendur eða verið að flytja þá á sjúkrahús. Þeir hafa þó þurft að vera í einangrun af ótta við að þeir kunni að hafa nælt sér í smitsjúkdóma, komast þeir því ekki á úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, eins og Guðni Th. Jóhannesson og forseti FIFA höfðu vonað. Meðal þeirra sem senda strákunum kveðjur eru Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, sem Guardian segir að hafi verið fyrst þjóðarleiðtoga til þess að senda heillakveðjur til Taílands. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendir einnig kveðju, auk forsætisráðherra Bútan. Þá hefur enska knattspyrnufélagið Manchester United boðið drengjunum, þjálfaranum og björgunarliðinu í heimsókn til félagsins, auk þess sem að Roma á Ítalíu sendir kveðjur til strákanna. Elon Musk, sem fylgst hefur grannt með gangi mála, óskar einnig öllum til hamingju með árangurinn en dæmi um viðbrögð þjóðarleiðtoga og annarra má sjá hér að neðan. Heimurinn bregst við björgun fótboltastrákanna í Taílandi
Fastir í helli í Taílandi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00