Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Stefán Ó. Jónsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 10. júlí 2018 12:00 Hér má sjá hluta hópsins sem setið hefur fastur í hellinum undanfarna 17 sólarhringa. Facebook Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. Björgunin er afrakstur aðgerða sem staðið hafa yfir í þrjá sólarhringa. Þetta kemur fram í beinni textalýsingu Guardian af björgunaraðgerðunum en vísað er í færslu af Facebook-síðu taílenska sjóhersins þar sem greint er frá því að öllum hafi verið bjargað. Enn eru fjórir inni í hellinum, læknirinn og þrír kafarar úr taílenska sjóhernum sem hafa verið drengjunum og þjálfara þeirra til halds og trausts síðustu daga. Alþjóðasamfélagið hefur fylgst grannt með því hvernig drengirnir hafa hver af öðrum komið upp úr hellinum í fylgd sérþjálfaðra kafara. Á meðal þeirra sem hafa fylgst með gangi mála er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, en samkvæmt textalýsingu Guardian var hún fyrsti ráðamaðurinn í heiminum til þess að fagna fréttunum.Today, hope, compassion, and courage has won. Warmest wishes for a speedy recovery to all of you brave boys from your friends in Iceland. #ThaiCaveRescue— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) July 10, 2018 Fjórum drengjum var bjargað á sunnudag, öðrum fjórum í gær og síðasta hluta hópsins var fylgt út úr hellinum í dag. Hópurinn hafði komið sér fyrir á klettasyllu í um 4 kílómetra fjarlægð frá hellismunnanum þangað sem þeir leituðu þann 23. júní síðastliðinn. Lokahnykkurinn í björgunaraðgerðunum hófst klukkan 10:08 að staðartíma, eða klukkan 3:08 í nótt að íslenskum tíma. Það tók því um níu klukkustundir að koma síðustu drengjunum og þjálfara þeirra út en nítján kafarar fóru inn í hellinn í nótt til björgunaraðgerða. Drengirnir jafnt sem þjálfarinn eru við ágæta heilsu og eru þeir ýmist komnir undir læknishendur eða verið að flytja þá á sjúkrahús. Þeir hafa þó þurft að vera í einangrun af ótta við að þeir kunni að hafa nælt sér í smitsjúkdóma.Cheers, applause, relief at the volunteer site #ThamLuangCave pic.twitter.com/vao6YEih8S— michael safi (@safimichael) July 10, 2018 Þeir munu dvelja hið minnsta í viku í viðbót á sjúkrahúsinu. Það þýðir að þeir geta ekki verið viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer um næstu helgi - eins og Guðni Th. Jóhannesson og forseti FIFA höfðu vonað. Hér að neðan má sjá myndband sem eiginkona eins þjálfara fóboltaliðsins, þó ekki þess sem er fastur í hellinum, birti á Facebook-síðu sinni í gær. Þar má sjá áður óséðar myndir af drengjunum sem fastir voru, sem og þjálfaranum sem fylgdi þeim ofan í hellinn.Fréttin hefur verið uppfærð. Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Ellefu komnir út, aðeins tveir eftir Það sem af er degi hefur þremur drengjum verið bjargað upp úr hellakerfinu í Tælandi. 10. júlí 2018 09:42 Nítján kafarar komnir inn í hellinn Vonast er til að fótboltaþjálfaranum og síðustu drengjunum fjórum sem eftir eru í hellinum í norðurhluta Tælands verði bjargað í dag. 10. júlí 2018 06:24 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. Björgunin er afrakstur aðgerða sem staðið hafa yfir í þrjá sólarhringa. Þetta kemur fram í beinni textalýsingu Guardian af björgunaraðgerðunum en vísað er í færslu af Facebook-síðu taílenska sjóhersins þar sem greint er frá því að öllum hafi verið bjargað. Enn eru fjórir inni í hellinum, læknirinn og þrír kafarar úr taílenska sjóhernum sem hafa verið drengjunum og þjálfara þeirra til halds og trausts síðustu daga. Alþjóðasamfélagið hefur fylgst grannt með því hvernig drengirnir hafa hver af öðrum komið upp úr hellinum í fylgd sérþjálfaðra kafara. Á meðal þeirra sem hafa fylgst með gangi mála er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, en samkvæmt textalýsingu Guardian var hún fyrsti ráðamaðurinn í heiminum til þess að fagna fréttunum.Today, hope, compassion, and courage has won. Warmest wishes for a speedy recovery to all of you brave boys from your friends in Iceland. #ThaiCaveRescue— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) July 10, 2018 Fjórum drengjum var bjargað á sunnudag, öðrum fjórum í gær og síðasta hluta hópsins var fylgt út úr hellinum í dag. Hópurinn hafði komið sér fyrir á klettasyllu í um 4 kílómetra fjarlægð frá hellismunnanum þangað sem þeir leituðu þann 23. júní síðastliðinn. Lokahnykkurinn í björgunaraðgerðunum hófst klukkan 10:08 að staðartíma, eða klukkan 3:08 í nótt að íslenskum tíma. Það tók því um níu klukkustundir að koma síðustu drengjunum og þjálfara þeirra út en nítján kafarar fóru inn í hellinn í nótt til björgunaraðgerða. Drengirnir jafnt sem þjálfarinn eru við ágæta heilsu og eru þeir ýmist komnir undir læknishendur eða verið að flytja þá á sjúkrahús. Þeir hafa þó þurft að vera í einangrun af ótta við að þeir kunni að hafa nælt sér í smitsjúkdóma.Cheers, applause, relief at the volunteer site #ThamLuangCave pic.twitter.com/vao6YEih8S— michael safi (@safimichael) July 10, 2018 Þeir munu dvelja hið minnsta í viku í viðbót á sjúkrahúsinu. Það þýðir að þeir geta ekki verið viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer um næstu helgi - eins og Guðni Th. Jóhannesson og forseti FIFA höfðu vonað. Hér að neðan má sjá myndband sem eiginkona eins þjálfara fóboltaliðsins, þó ekki þess sem er fastur í hellinum, birti á Facebook-síðu sinni í gær. Þar má sjá áður óséðar myndir af drengjunum sem fastir voru, sem og þjálfaranum sem fylgdi þeim ofan í hellinn.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Ellefu komnir út, aðeins tveir eftir Það sem af er degi hefur þremur drengjum verið bjargað upp úr hellakerfinu í Tælandi. 10. júlí 2018 09:42 Nítján kafarar komnir inn í hellinn Vonast er til að fótboltaþjálfaranum og síðustu drengjunum fjórum sem eftir eru í hellinum í norðurhluta Tælands verði bjargað í dag. 10. júlí 2018 06:24 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Ellefu komnir út, aðeins tveir eftir Það sem af er degi hefur þremur drengjum verið bjargað upp úr hellakerfinu í Tælandi. 10. júlí 2018 09:42
Nítján kafarar komnir inn í hellinn Vonast er til að fótboltaþjálfaranum og síðustu drengjunum fjórum sem eftir eru í hellinum í norðurhluta Tælands verði bjargað í dag. 10. júlí 2018 06:24