Enskur blaðamaður skilur ekkert í upphitunarleik enska fótboltalandsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2018 22:00 Harry Kane með gúmmí-kjúklinginn á æfingunni. Vísir/Getty Fyrir þá sem hafa horft á þann hluta fótboltaæfinga landsliða sem fjölmiðlamenn hafa oftast aðgengi að þá er upphitun leikmanna oftast klassísk samsetning af hlaupum og öðrum teygju- og liðkunaræfingum. En ekki hjá enska landsliðinu. Bryce Cavanagh, styrktarþjálfari enska fótboltalandsliðsins, bauð upp á nýjung á æfingu enska landsliðsins í morgun og ruglaði blaðamann BBC alveg í ríminu. Hann hafði aldrei séð þenann leik áður. Það besta er að umræddur blaðamaður, Steve Crossman, er ekki enn búinn að finna út reglurnar í þessum leik. Hann komst aftur á móti að því að leikurinn er kallaður „gúmmí-kjúklingur“ eða „rubber chicken“ á enskunni. Fyrir þá sem telja sig vita meira eða hafa áhuga á því að finna út hvernig leikur þetta er þá birti Steve Crossman myndband af ensku strákunum leika sér með þennan svokallað gúmmí-kjúkling. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.Ok, can anyone work out the rules? England training with what looks suspiciously like a rubber chicken @rachelburdenpic.twitter.com/uOwQunJidl — Steve Crossman (@Steve_Crossman) July 10, 2018 Þótt að Steve Crossman hafi ekkert skilið í reglum leiksins eða komist að því hver vann hann þá sagði hann að þarna hafi komið greinilega fram hversu góður andi og mikil gleði er meðal ensku leikmannanna. Bryce Cavanagh er 41 árs Ástrali og er þekktur fyrir að bjóða upp á allskyns leiki á æfingum enska liðsins. Ensku strákarnir hafa spilað amerískan fótbolta, indverska eltingarleikinn kabaddi og skotbolta svo eitthvað sé nefnt.When you bring a rubber chicken to training... @England // #WorldCuppic.twitter.com/qRZCxxiZt0 — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) July 10, 2018 Steve Crossman segir að leikirnir hans Cavanagh hafi slegið í gegn og að þeir hafi líka séð til þess að ensku leikmennirnir hafa ræktað hláturvöðvana alveg eins og alla hina vöðvana. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Tvær þrennur í níu marka stórsigri Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Bjarki kom inn á fyrir Mikael í eins marks tapi Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Sjá meira
Fyrir þá sem hafa horft á þann hluta fótboltaæfinga landsliða sem fjölmiðlamenn hafa oftast aðgengi að þá er upphitun leikmanna oftast klassísk samsetning af hlaupum og öðrum teygju- og liðkunaræfingum. En ekki hjá enska landsliðinu. Bryce Cavanagh, styrktarþjálfari enska fótboltalandsliðsins, bauð upp á nýjung á æfingu enska landsliðsins í morgun og ruglaði blaðamann BBC alveg í ríminu. Hann hafði aldrei séð þenann leik áður. Það besta er að umræddur blaðamaður, Steve Crossman, er ekki enn búinn að finna út reglurnar í þessum leik. Hann komst aftur á móti að því að leikurinn er kallaður „gúmmí-kjúklingur“ eða „rubber chicken“ á enskunni. Fyrir þá sem telja sig vita meira eða hafa áhuga á því að finna út hvernig leikur þetta er þá birti Steve Crossman myndband af ensku strákunum leika sér með þennan svokallað gúmmí-kjúkling. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.Ok, can anyone work out the rules? England training with what looks suspiciously like a rubber chicken @rachelburdenpic.twitter.com/uOwQunJidl — Steve Crossman (@Steve_Crossman) July 10, 2018 Þótt að Steve Crossman hafi ekkert skilið í reglum leiksins eða komist að því hver vann hann þá sagði hann að þarna hafi komið greinilega fram hversu góður andi og mikil gleði er meðal ensku leikmannanna. Bryce Cavanagh er 41 árs Ástrali og er þekktur fyrir að bjóða upp á allskyns leiki á æfingum enska liðsins. Ensku strákarnir hafa spilað amerískan fótbolta, indverska eltingarleikinn kabaddi og skotbolta svo eitthvað sé nefnt.When you bring a rubber chicken to training... @England // #WorldCuppic.twitter.com/qRZCxxiZt0 — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) July 10, 2018 Steve Crossman segir að leikirnir hans Cavanagh hafi slegið í gegn og að þeir hafi líka séð til þess að ensku leikmennirnir hafa ræktað hláturvöðvana alveg eins og alla hina vöðvana.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Tvær þrennur í níu marka stórsigri Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Bjarki kom inn á fyrir Mikael í eins marks tapi Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Sjá meira