Eric Dier: Erum loksins búnir að bæta fyrir tapið á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2018 09:00 Risastór stund fyrir íslenska fótboltalandsliði en mjög mikil vonbrigði fyrir enska landsliðið. Aron Einar Gunnarsson og íslensku strákarnir fagna sigri á Englandi á EM 2016. Vísir/Getty Enska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fótbolta í Rússlandi og miðjummanni liðsins finnst liðið loksins núna vera búið að bæta fyrir tapið á móti litla Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi sumarið 2016. Eric Dier segir að núna séu sárin frá Íslandsleiknum loksins gróin. Liðið er aðeins 90 mínútum frá úrslitaleiknum í Moskvu en enska liðið mætir Króatíu í undanúrslitaleiknum annað kvöld. Dier var í EM-hópnum fyrir tveimur árum og er því einn af leikmönnum enska liðsins sem höfðu hvað mest að sanna á þessu HM. „Eftir Íslandsleikinn þá vissum við að hlutirnir þyrftu að breytast innan liðsins og það hefur mikið breyst á þessum tíma. Þetta var móment þar sem við vorum gríðarlega vonsviknir og þetta var eitthvað sem mátti ekki gerast aftur. Við vildum breyta hlutunum hjá okkur,“ sagði Eric Dier við BBC.Íslensku strákarnir fagna sigri á Englandi á EM 2016.Vísir/Getty„Við gerðum okkur líka grein fyrir því að við gætum hvergi annarsstaðar bætt fyrir þetta nema hér á þessu heimsmeistaramóti. Ekkert annað gæti grætt sárin frá tapinu á móti Íslandi,“ sagði Dier. Enska landsliðið hefur slegið út Kólumbíu og Svíþjóð á leið sinni í undanúrslitaleikinn á móti Króatíu. „Við höfum líka verið að reyna það. Tvö ár er langur tími. Þetta hefur verið langt ferli og margt hefur breyst. Við höfum komið öllu á réttan stað. Við lærðum af okkar mistökum sem er mjög mikilvægt og við höfum bætt fyrir þetta klúður á móti Íslandi,“ sagði Dier. „Við höfum líka orðið varir við það að þjóðin er að baki okkur og við höfum náð að gleðja fólk. Það er frábært að vera með í því. Við erum bara rosalega ánægðir. Við erum jafnframt einbeittir á miðvikudaginn því við trúum því að þetta frábæra ferðalag sé ekki á enda,“ sagði Dier. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira
Enska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fótbolta í Rússlandi og miðjummanni liðsins finnst liðið loksins núna vera búið að bæta fyrir tapið á móti litla Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi sumarið 2016. Eric Dier segir að núna séu sárin frá Íslandsleiknum loksins gróin. Liðið er aðeins 90 mínútum frá úrslitaleiknum í Moskvu en enska liðið mætir Króatíu í undanúrslitaleiknum annað kvöld. Dier var í EM-hópnum fyrir tveimur árum og er því einn af leikmönnum enska liðsins sem höfðu hvað mest að sanna á þessu HM. „Eftir Íslandsleikinn þá vissum við að hlutirnir þyrftu að breytast innan liðsins og það hefur mikið breyst á þessum tíma. Þetta var móment þar sem við vorum gríðarlega vonsviknir og þetta var eitthvað sem mátti ekki gerast aftur. Við vildum breyta hlutunum hjá okkur,“ sagði Eric Dier við BBC.Íslensku strákarnir fagna sigri á Englandi á EM 2016.Vísir/Getty„Við gerðum okkur líka grein fyrir því að við gætum hvergi annarsstaðar bætt fyrir þetta nema hér á þessu heimsmeistaramóti. Ekkert annað gæti grætt sárin frá tapinu á móti Íslandi,“ sagði Dier. Enska landsliðið hefur slegið út Kólumbíu og Svíþjóð á leið sinni í undanúrslitaleikinn á móti Króatíu. „Við höfum líka verið að reyna það. Tvö ár er langur tími. Þetta hefur verið langt ferli og margt hefur breyst. Við höfum komið öllu á réttan stað. Við lærðum af okkar mistökum sem er mjög mikilvægt og við höfum bætt fyrir þetta klúður á móti Íslandi,“ sagði Dier. „Við höfum líka orðið varir við það að þjóðin er að baki okkur og við höfum náð að gleðja fólk. Það er frábært að vera með í því. Við erum bara rosalega ánægðir. Við erum jafnframt einbeittir á miðvikudaginn því við trúum því að þetta frábæra ferðalag sé ekki á enda,“ sagði Dier.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira