Reykvísk ungmenni flykkjast til Trékyllisvíkur: „Hreppurinn iðar af lífi“ Bergþór Másson skrifar 28. júlí 2018 16:15 Sturla Atlas í Árneskirkju yngri / Dagskrá kvöldsins Kjartan Hreinsson Poppstjarnan Sturla Atlas og Bjarni Frímann, tónlistarstjóri Íslensku óperunnar, halda tónleika á Trékyllisvík í Árneskirkju yngri í kvöld. Tónleikarnir eru skipulagðir af Ólafi Kjaran Árnasyni. Trékyllisvík er vík í Árneshreppi, fámennasta hreppi Íslands. 43 manns búa í hreppnum. Ólafur Kjaran Árnason, tónleikahaldari, segir í samtali við Vísi að búið sé að standa ágætlega að kynningar- og markaðsstarfi tónleikanna svo að dræm mæting sé honum ekki áhyggjuefni. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði mjög vel mætt hérna í hreppnum í kvöld, síðast vorum við með gesti sem fóru hátt upp í íbúatöluna, en ég held að við förum hærra en það núna, hreppurinn iðar af lífi“ segir Ólafur. Þetta er í annað sinn sem Ólafur stendur fyrir tónleikum í Trékyllisvík. Aðspurður hvers vegna hann velur svo afskekktan og fámennan stað fyrir tónleikahald svarar Ólafur: „Trékyllisvík er bara töfrandi staður, heillandi samfélag, ég fór að venja komu mína til Trékyllisvíkur þegar ég var 20 ára. Heillaðist algjörlega fyrst þegar ég kom hingað og hef síðan verið að mæta og kynnast fólkinu hérna betur, mér líður afskaplega vel hérna og ég vil deila þessum stað með fleirum og hef verið að draga vini, fjölskyldu og kunningja hérna upp í hreppinn.“Ólafur Kjaran Árnason tónleikahaldari að sinna erindum í Trékyllisvík.Kjartan HreinssonOddur Þórðason, tónleikagestur.Oddur Þórðarson / InstagramFjölmenna í Árneshrepp Um það bil þrjátíu íslensk ungmenni keyrðu í um fimm klukkustundir frá Reykjavík í gær til þess að sjá tónleikana. Tónleikahaldarinn skaffaði þeim gistingu í Finnbogastaðaskóla. Vísir hafði samband við Odd Þórðason, sem er staddur í Trékyllisvík til þess að sjá tónleikana. Oddur segir stemninguna í Finnbogastaðaskóla gríðarlega góða, en rólega. „Fólk sat á sumbli langt fram eftir nóttu í gær og drakk og spjallaði og kynntist jafnvel líka, fólk er svolítið að kynnast hérna og síðan eru aðrir vinir til lengri tíma.“ Aðspurður hvers vegna hann leggur á sig þessa langferð til þess eins að sjá tónleika svarar Oddur: „Maður fylgir hjörðinni og hefur í rauninni ekkert betra að gera í bænum og það er mjög gott að koma hérna í sveitaloftið, slaka aðeins á og hafa það náðugt.“ Í Ingólfsfirði, gömul síldarbræðsla. Henni var lokað þegar síldin fór, uppúr 1970. Skip kom og sótti alla og plássið var tómt eftir. Árneshreppur er nú fámennasta sveitarfélag á Íslandi en hvað sagði skáldið, það er fámennt en fagmennt. Tónleikar í kirkjunni í kvöld A post shared by Snorri Másson (@snorri4) on Jul 28, 2018 at 9:23am PDTHér má sjá sagnfræðilega Instagram færslu frá öðrum tónleikagesti, sem er greinilega spenntur fyrir kvöldinu.Bjarni Frímann og Sturla AtlasKjartan HreinssonFarsælt samstarf poppstjörnu og óperustjóra Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sturla Atlas og Bjarni Frímann vinna saman en Sturla Atlas söng í óperunni Toscu sem Bjarni Frímann stjórnaði. Þeir félagar munu vinna frjálslega saman í kirkjunni í kvöld. Bjarni sér um undirleik og Sturla Atlas syngur. Kirkjugestir fá að heyra hina sígildu slagara Sturlu í bland við nýtt efni. Sagt er að galdraöld hafi hafist á Íslandi í Trékyllisvík þegar þrír menn voru brenndir þar á báli fyrir galdra árið 1654. Aðspurður hvernig það sé að vera á svo sögufrægum slóðum og hvort hann finni fyrir einhverskonar göldrum í loftinu segir Sturla í samtali við Vísi: „Það er eitthvað dæmi í gangi hérna, svo sannarlega.“ Sturla vonar innilega að hreppurinn og fólkið í kringum bæinn mæti í kvöld. „Það þarf að vísu ekki marga til að fylla kirkjuna en það væri óskandi ef fólk væri standandi upp við veggi.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 í kvöld og er frítt inn. Árneshreppur Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Poppstjarnan Sturla Atlas og Bjarni Frímann, tónlistarstjóri Íslensku óperunnar, halda tónleika á Trékyllisvík í Árneskirkju yngri í kvöld. Tónleikarnir eru skipulagðir af Ólafi Kjaran Árnasyni. Trékyllisvík er vík í Árneshreppi, fámennasta hreppi Íslands. 43 manns búa í hreppnum. Ólafur Kjaran Árnason, tónleikahaldari, segir í samtali við Vísi að búið sé að standa ágætlega að kynningar- og markaðsstarfi tónleikanna svo að dræm mæting sé honum ekki áhyggjuefni. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði mjög vel mætt hérna í hreppnum í kvöld, síðast vorum við með gesti sem fóru hátt upp í íbúatöluna, en ég held að við förum hærra en það núna, hreppurinn iðar af lífi“ segir Ólafur. Þetta er í annað sinn sem Ólafur stendur fyrir tónleikum í Trékyllisvík. Aðspurður hvers vegna hann velur svo afskekktan og fámennan stað fyrir tónleikahald svarar Ólafur: „Trékyllisvík er bara töfrandi staður, heillandi samfélag, ég fór að venja komu mína til Trékyllisvíkur þegar ég var 20 ára. Heillaðist algjörlega fyrst þegar ég kom hingað og hef síðan verið að mæta og kynnast fólkinu hérna betur, mér líður afskaplega vel hérna og ég vil deila þessum stað með fleirum og hef verið að draga vini, fjölskyldu og kunningja hérna upp í hreppinn.“Ólafur Kjaran Árnason tónleikahaldari að sinna erindum í Trékyllisvík.Kjartan HreinssonOddur Þórðason, tónleikagestur.Oddur Þórðarson / InstagramFjölmenna í Árneshrepp Um það bil þrjátíu íslensk ungmenni keyrðu í um fimm klukkustundir frá Reykjavík í gær til þess að sjá tónleikana. Tónleikahaldarinn skaffaði þeim gistingu í Finnbogastaðaskóla. Vísir hafði samband við Odd Þórðason, sem er staddur í Trékyllisvík til þess að sjá tónleikana. Oddur segir stemninguna í Finnbogastaðaskóla gríðarlega góða, en rólega. „Fólk sat á sumbli langt fram eftir nóttu í gær og drakk og spjallaði og kynntist jafnvel líka, fólk er svolítið að kynnast hérna og síðan eru aðrir vinir til lengri tíma.“ Aðspurður hvers vegna hann leggur á sig þessa langferð til þess eins að sjá tónleika svarar Oddur: „Maður fylgir hjörðinni og hefur í rauninni ekkert betra að gera í bænum og það er mjög gott að koma hérna í sveitaloftið, slaka aðeins á og hafa það náðugt.“ Í Ingólfsfirði, gömul síldarbræðsla. Henni var lokað þegar síldin fór, uppúr 1970. Skip kom og sótti alla og plássið var tómt eftir. Árneshreppur er nú fámennasta sveitarfélag á Íslandi en hvað sagði skáldið, það er fámennt en fagmennt. Tónleikar í kirkjunni í kvöld A post shared by Snorri Másson (@snorri4) on Jul 28, 2018 at 9:23am PDTHér má sjá sagnfræðilega Instagram færslu frá öðrum tónleikagesti, sem er greinilega spenntur fyrir kvöldinu.Bjarni Frímann og Sturla AtlasKjartan HreinssonFarsælt samstarf poppstjörnu og óperustjóra Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sturla Atlas og Bjarni Frímann vinna saman en Sturla Atlas söng í óperunni Toscu sem Bjarni Frímann stjórnaði. Þeir félagar munu vinna frjálslega saman í kirkjunni í kvöld. Bjarni sér um undirleik og Sturla Atlas syngur. Kirkjugestir fá að heyra hina sígildu slagara Sturlu í bland við nýtt efni. Sagt er að galdraöld hafi hafist á Íslandi í Trékyllisvík þegar þrír menn voru brenndir þar á báli fyrir galdra árið 1654. Aðspurður hvernig það sé að vera á svo sögufrægum slóðum og hvort hann finni fyrir einhverskonar göldrum í loftinu segir Sturla í samtali við Vísi: „Það er eitthvað dæmi í gangi hérna, svo sannarlega.“ Sturla vonar innilega að hreppurinn og fólkið í kringum bæinn mæti í kvöld. „Það þarf að vísu ekki marga til að fylla kirkjuna en það væri óskandi ef fólk væri standandi upp við veggi.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 í kvöld og er frítt inn.
Árneshreppur Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira