Hlýtt en hvasst á morgun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júlí 2018 14:40 Hlýindi úr austri koma yfir landið með látum á morgun. Veðurstofa Íslands „Vissulega er spáð hlýju lofti á morgun, en óvissa er um hvað af því nær til yfirborðs og staldrar við,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Hlýtt loft kemur út austri með uppruna frá meginlandinu. Lægð við Skotland beinir því til landsins. Að sögn Einars er loftið óvenju hlýtt í 1.000 til 2.000 metra hæð í kjarna þessa lofts. „Það sem ég reikna með á morgun er að það komi hlýindi úr austri sem fara vestur yfir landið með látum. Loftið er óvenjulega hlýtt fyrir ofan okkur og svo rífur landið í svo það verður sums staðar dálítið hvasst með þessu og eiginlega hvass vindur í lofti um land allt.“ Einar mælist til þess að ferðalangar, sérstaklega hálendinu þar sem vindhviður verða hvassar, treysti festingar sínar fyrir nóttina. Einar gerir ráð fyrir það að vindhraði á hálendinu verði 18-23 m/s en 10-15 m/s á láglendi. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram: „Vegfarendur um land allt hafi varann á, þar sem útlit er fyrir að óvenjuhvasst verði í kvöld og nótt um mest allt land. Á hálendinu stormur og mögulega sandfok. 18-12 m/s sums staðar í byggð, einkum suðaustanlands. Sviptivindar í Öræfum og hviður þar allt að 30-35 m/s frá því nú upp úr hádegi og til morguns.“ Einar segir að sums staðar nái vindurinn sé ekki á strik, til dæmis á Akureyri og í Reykjavík. Aðspurður segir Einar að hiti gæti orðið tiltölulega hár með þetta hlýja loft yfir landinu en þá þurfi það líka að komast alla leið niður. „Það er tvennt sem getur komið loftinu niður. Annars vegar vindur, eins og verður á morgun og hins vegar sól en það er útlit fyrir að það verði að mestu leyti skýjað,“ segir Einar sem bætir við: „Slái til með sól og vindi og þá getur hitinn hæglega yfir 20 og jafnvel 25 stig, þó mér þyki það nú ólíklegt nema eins og á stöku stað. Líklegast að það verði um norðvestan og vestanvert landið sem það getur gerst um miðjan dag á morgun.“ Kuldaskil koma síðan úr suðri og strax seinni partinn á morgun verður hellirigning um tíma, sérstaklega sunnan til.Hér að neðan er hægt að lesa veðurpistil Einars. Veður Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
„Vissulega er spáð hlýju lofti á morgun, en óvissa er um hvað af því nær til yfirborðs og staldrar við,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Hlýtt loft kemur út austri með uppruna frá meginlandinu. Lægð við Skotland beinir því til landsins. Að sögn Einars er loftið óvenju hlýtt í 1.000 til 2.000 metra hæð í kjarna þessa lofts. „Það sem ég reikna með á morgun er að það komi hlýindi úr austri sem fara vestur yfir landið með látum. Loftið er óvenjulega hlýtt fyrir ofan okkur og svo rífur landið í svo það verður sums staðar dálítið hvasst með þessu og eiginlega hvass vindur í lofti um land allt.“ Einar mælist til þess að ferðalangar, sérstaklega hálendinu þar sem vindhviður verða hvassar, treysti festingar sínar fyrir nóttina. Einar gerir ráð fyrir það að vindhraði á hálendinu verði 18-23 m/s en 10-15 m/s á láglendi. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram: „Vegfarendur um land allt hafi varann á, þar sem útlit er fyrir að óvenjuhvasst verði í kvöld og nótt um mest allt land. Á hálendinu stormur og mögulega sandfok. 18-12 m/s sums staðar í byggð, einkum suðaustanlands. Sviptivindar í Öræfum og hviður þar allt að 30-35 m/s frá því nú upp úr hádegi og til morguns.“ Einar segir að sums staðar nái vindurinn sé ekki á strik, til dæmis á Akureyri og í Reykjavík. Aðspurður segir Einar að hiti gæti orðið tiltölulega hár með þetta hlýja loft yfir landinu en þá þurfi það líka að komast alla leið niður. „Það er tvennt sem getur komið loftinu niður. Annars vegar vindur, eins og verður á morgun og hins vegar sól en það er útlit fyrir að það verði að mestu leyti skýjað,“ segir Einar sem bætir við: „Slái til með sól og vindi og þá getur hitinn hæglega yfir 20 og jafnvel 25 stig, þó mér þyki það nú ólíklegt nema eins og á stöku stað. Líklegast að það verði um norðvestan og vestanvert landið sem það getur gerst um miðjan dag á morgun.“ Kuldaskil koma síðan úr suðri og strax seinni partinn á morgun verður hellirigning um tíma, sérstaklega sunnan til.Hér að neðan er hægt að lesa veðurpistil Einars.
Veður Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira