Hlýtt en hvasst á morgun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júlí 2018 14:40 Hlýindi úr austri koma yfir landið með látum á morgun. Veðurstofa Íslands „Vissulega er spáð hlýju lofti á morgun, en óvissa er um hvað af því nær til yfirborðs og staldrar við,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Hlýtt loft kemur út austri með uppruna frá meginlandinu. Lægð við Skotland beinir því til landsins. Að sögn Einars er loftið óvenju hlýtt í 1.000 til 2.000 metra hæð í kjarna þessa lofts. „Það sem ég reikna með á morgun er að það komi hlýindi úr austri sem fara vestur yfir landið með látum. Loftið er óvenjulega hlýtt fyrir ofan okkur og svo rífur landið í svo það verður sums staðar dálítið hvasst með þessu og eiginlega hvass vindur í lofti um land allt.“ Einar mælist til þess að ferðalangar, sérstaklega hálendinu þar sem vindhviður verða hvassar, treysti festingar sínar fyrir nóttina. Einar gerir ráð fyrir það að vindhraði á hálendinu verði 18-23 m/s en 10-15 m/s á láglendi. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram: „Vegfarendur um land allt hafi varann á, þar sem útlit er fyrir að óvenjuhvasst verði í kvöld og nótt um mest allt land. Á hálendinu stormur og mögulega sandfok. 18-12 m/s sums staðar í byggð, einkum suðaustanlands. Sviptivindar í Öræfum og hviður þar allt að 30-35 m/s frá því nú upp úr hádegi og til morguns.“ Einar segir að sums staðar nái vindurinn sé ekki á strik, til dæmis á Akureyri og í Reykjavík. Aðspurður segir Einar að hiti gæti orðið tiltölulega hár með þetta hlýja loft yfir landinu en þá þurfi það líka að komast alla leið niður. „Það er tvennt sem getur komið loftinu niður. Annars vegar vindur, eins og verður á morgun og hins vegar sól en það er útlit fyrir að það verði að mestu leyti skýjað,“ segir Einar sem bætir við: „Slái til með sól og vindi og þá getur hitinn hæglega yfir 20 og jafnvel 25 stig, þó mér þyki það nú ólíklegt nema eins og á stöku stað. Líklegast að það verði um norðvestan og vestanvert landið sem það getur gerst um miðjan dag á morgun.“ Kuldaskil koma síðan úr suðri og strax seinni partinn á morgun verður hellirigning um tíma, sérstaklega sunnan til.Hér að neðan er hægt að lesa veðurpistil Einars. Veður Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
„Vissulega er spáð hlýju lofti á morgun, en óvissa er um hvað af því nær til yfirborðs og staldrar við,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Hlýtt loft kemur út austri með uppruna frá meginlandinu. Lægð við Skotland beinir því til landsins. Að sögn Einars er loftið óvenju hlýtt í 1.000 til 2.000 metra hæð í kjarna þessa lofts. „Það sem ég reikna með á morgun er að það komi hlýindi úr austri sem fara vestur yfir landið með látum. Loftið er óvenjulega hlýtt fyrir ofan okkur og svo rífur landið í svo það verður sums staðar dálítið hvasst með þessu og eiginlega hvass vindur í lofti um land allt.“ Einar mælist til þess að ferðalangar, sérstaklega hálendinu þar sem vindhviður verða hvassar, treysti festingar sínar fyrir nóttina. Einar gerir ráð fyrir það að vindhraði á hálendinu verði 18-23 m/s en 10-15 m/s á láglendi. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram: „Vegfarendur um land allt hafi varann á, þar sem útlit er fyrir að óvenjuhvasst verði í kvöld og nótt um mest allt land. Á hálendinu stormur og mögulega sandfok. 18-12 m/s sums staðar í byggð, einkum suðaustanlands. Sviptivindar í Öræfum og hviður þar allt að 30-35 m/s frá því nú upp úr hádegi og til morguns.“ Einar segir að sums staðar nái vindurinn sé ekki á strik, til dæmis á Akureyri og í Reykjavík. Aðspurður segir Einar að hiti gæti orðið tiltölulega hár með þetta hlýja loft yfir landinu en þá þurfi það líka að komast alla leið niður. „Það er tvennt sem getur komið loftinu niður. Annars vegar vindur, eins og verður á morgun og hins vegar sól en það er útlit fyrir að það verði að mestu leyti skýjað,“ segir Einar sem bætir við: „Slái til með sól og vindi og þá getur hitinn hæglega yfir 20 og jafnvel 25 stig, þó mér þyki það nú ólíklegt nema eins og á stöku stað. Líklegast að það verði um norðvestan og vestanvert landið sem það getur gerst um miðjan dag á morgun.“ Kuldaskil koma síðan úr suðri og strax seinni partinn á morgun verður hellirigning um tíma, sérstaklega sunnan til.Hér að neðan er hægt að lesa veðurpistil Einars.
Veður Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira