Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, tilkynnti það í gær að hann axli pólitíska ábyrgð á skógareldunum í nágrenni Aþenu. Ríkisstjórn Grikklands hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir meðhöndlun sína á málinu. Að minnsta kosti 85 hafa látið lífið í skógareldunum.
Yfirvöld í Grikklandi hafa sterkan grun um að skógareldarnir hafi verið af völdum íkveikju. Málið er nú rannsakað sem sakamál.
Á neyðarfundi ríkisstjórnar Grikklands lýsti Tsipras því yfir að hann axli fulla ábyrgð á skógareldunum.
Stjórnarandstaðan er afar gagnrýnin á ríkisstjórnina. Hún hafi verið vanhæf og alls ekki staðið sig nægilega vel í björgunaraðgerðum.
Tsipras segir harmleikinn vera það erfiðasta sem hann hafi gengið í gegnum sem forsætisráðherra og sór eið að heiðra minningu allra þeira sem létust í eldunum.
„Ég finn fyrir sársauka, uppgjöf og angist, allt í senn. Angist vegna óvissunar um hvort við brugðumst rétt við á úrslitastundu og hvort við hefðum mögulega getað gert eitthvað meira til að koma, þó það væri ekki nema einm í viðbót.“ segir Tsipras.
Eldarnir eru nú rannsakaðir sem sakamál og eins og Vísir hefur greint frá.
Sjá frétt Vísis: Sterkur grunur um íkveikju í Grikklandi
Þrír meðlimir sömu fjölskyldunnar verða, fyrstir fórnarlamba skógareldanna, bornir til grafar á morgun.
Eldarnir brutust út á mánudag og urðu strandbæir og vinsælir ferðamannastaðir verst úti í eldunum. Um 60 manns eru enn á spítala og um ellefu þeirra eru á gjörgæslu.
Skógareldarnir í Grikklandi: Forsætisráðherra axlar fulla ábyrgð

Tengdar fréttir

„Sterkur grunur“ um íkveikju í Grikklandi
Yifrvöld í Grikklandi hafa "sterkan grun“ um að skógareldar sem hafa kostað minnst 83 manns lífið hafi verið af völdum íkveikju.

Skógareldar í Grikklandi: Ráðherra segir íbúa hafa gert illt verra með því að byggja ólöglega
Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands, segir að íbúar á því svæði landsins þar sem miklir skógareldar hafa geisað undanfarna daga hafi gert illt verra með því að byggja ólöglega.

Enn ekki vitað hve margra er saknað
Minnst 82 eru látnir eftir mannskæðustu skógarelda Evrópu á þessari öld í Grikklandi í vikunni.