„Það væri ekkert skrýtið ef það gerist eitthvað í vetur eða með haustinu“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. júlí 2018 19:00 Eldfjallasérfræðingur segir að það kæmi ekki á óvart ef eldgos hæfist í haust eða vetur í einni af þeim eldstöðvunum sem sýnt hafa merki um kviku hreyfingar. Sérfræðingar íhuga að hækka viðbúnaðarstig vegna Öræfajökuls upp í gult. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands funduðu í gær vegna þenslunnar í Öræfajökli. Þó jökullinn sýni ekki merki um gosóróa hafa margir jarðskjálftar orðið og þónokkrir þeirra snarpir. Rætt var á fundinum að hækka viðbúnaðarstig jökulsins upp í gult sem þýðir að virkni sé umfram meðallag en Páll Einarsson, jarðfræðingur sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag virknina óvenjulega miðað við sögu eldstöðvarinnar. Undir þetta tekur Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingur hjá Háskóla Íslands sem hefur rannsakað jökulinn og hreyfingarnar í honum.Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingurVísir/Einar„Þetta er þannig fjall að það er eins gott að menn séu meðvitaðir að það sé farið að hreyfa sig,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingur. Öræfajökull er utan gosbeltisins og ekki á skjálftasvæði og hafa rannsóknagögn vísindamanna sýnt að eina orsökin fyrir hreyfingum sér kviku hreyfing undir honum sem meðal annars hefur aflagað fjallið. „Einhver kvika er á ferðinni og það gefur ástæðu til þess að hafa varan á,“ segir Ármann. Sérfræðingar ítreka það að ef viðbúnaðarstig yrði hækkað yfir það einungis varúðarráðstöfun. Ármann segir að ekki sé komin ástæða til þess að takmarka ferðir á jökulinn, til að mynda Hvannadalshnúk þar sem ein þekktasta gönguleið landsins er. Telja vísindamenn að hægt sé að segja til um um gos í Öræfajökli með góður fyrirvara? „Við vonum það allavega, við vonum það. Náttúran er nú duttlungafull, það er ekki alltaf sem það gengur en auðvitað vonum við það,“ segir Ármann. Að minnsta kosti þrjár aðrar eldstöðvar hafa sýnt merki um að tími sé kominn á eldsumbrot en það eru Bárðarbunga, Grímsvötn og Katla. „Askja er búin að vera hrista sig mikið og það yrði ekkert skrítið ef það kæmi einhver smá spýja þar. Nú Mýrdalsjökull er kominn er kominn á tíma,“ segir Ármann. Og þá hafa verið töluverðar jarðskjálftahreyfingar á Reykjaneshryggnum. „Það eru gos á Íslandi á svona tveggja og hálfs til fimm ára fresti og við erum að koma í tímann. Það væri ekkert skrýtið ef það gerist eitthvað í vetur eða með haustinu,“ segir Ármann. Tengdar fréttir Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Segir eldstöðina vera að skipta um skap. 27. júlí 2018 13:29 Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
Eldfjallasérfræðingur segir að það kæmi ekki á óvart ef eldgos hæfist í haust eða vetur í einni af þeim eldstöðvunum sem sýnt hafa merki um kviku hreyfingar. Sérfræðingar íhuga að hækka viðbúnaðarstig vegna Öræfajökuls upp í gult. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands funduðu í gær vegna þenslunnar í Öræfajökli. Þó jökullinn sýni ekki merki um gosóróa hafa margir jarðskjálftar orðið og þónokkrir þeirra snarpir. Rætt var á fundinum að hækka viðbúnaðarstig jökulsins upp í gult sem þýðir að virkni sé umfram meðallag en Páll Einarsson, jarðfræðingur sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag virknina óvenjulega miðað við sögu eldstöðvarinnar. Undir þetta tekur Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingur hjá Háskóla Íslands sem hefur rannsakað jökulinn og hreyfingarnar í honum.Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingurVísir/Einar„Þetta er þannig fjall að það er eins gott að menn séu meðvitaðir að það sé farið að hreyfa sig,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingur. Öræfajökull er utan gosbeltisins og ekki á skjálftasvæði og hafa rannsóknagögn vísindamanna sýnt að eina orsökin fyrir hreyfingum sér kviku hreyfing undir honum sem meðal annars hefur aflagað fjallið. „Einhver kvika er á ferðinni og það gefur ástæðu til þess að hafa varan á,“ segir Ármann. Sérfræðingar ítreka það að ef viðbúnaðarstig yrði hækkað yfir það einungis varúðarráðstöfun. Ármann segir að ekki sé komin ástæða til þess að takmarka ferðir á jökulinn, til að mynda Hvannadalshnúk þar sem ein þekktasta gönguleið landsins er. Telja vísindamenn að hægt sé að segja til um um gos í Öræfajökli með góður fyrirvara? „Við vonum það allavega, við vonum það. Náttúran er nú duttlungafull, það er ekki alltaf sem það gengur en auðvitað vonum við það,“ segir Ármann. Að minnsta kosti þrjár aðrar eldstöðvar hafa sýnt merki um að tími sé kominn á eldsumbrot en það eru Bárðarbunga, Grímsvötn og Katla. „Askja er búin að vera hrista sig mikið og það yrði ekkert skrítið ef það kæmi einhver smá spýja þar. Nú Mýrdalsjökull er kominn er kominn á tíma,“ segir Ármann. Og þá hafa verið töluverðar jarðskjálftahreyfingar á Reykjaneshryggnum. „Það eru gos á Íslandi á svona tveggja og hálfs til fimm ára fresti og við erum að koma í tímann. Það væri ekkert skrýtið ef það gerist eitthvað í vetur eða með haustinu,“ segir Ármann.
Tengdar fréttir Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Segir eldstöðina vera að skipta um skap. 27. júlí 2018 13:29 Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Segir eldstöðina vera að skipta um skap. 27. júlí 2018 13:29
Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30