Þjálfari Selfoss býðst til að hjálpa til við leit að eftirmanni sínum Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júlí 2018 09:45 Gunnar Borgþórsson er í fallsæti með gott lið Selfyssinga. vísir/valli Selfoss heldur áfram að valda vonbrigðum í Inkasso-deild karla í fótbolta en liðið er í ellefta og næst neðsta sæti deildarinnar eftir þrettán umferðir. Selfyssingar töpuðu í gær mikilvægum fallbaráttuslag gegn ÍR í Breiðholtinu þar sem að Breiðhyltinar skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og tryggðu sér sigurinn, 3-2. Selfoss-liðið ætlaði sér mun stærri hluti í sumar en fallbaráttu líkt og framan af síðustu leiktíð en það hefur fengið góðan liðsstyrk og er ekki með mannskap til að vera við botninn. Nú síðast fékk það króatíska framherjann Hrvje Tokic frá Breiðabliki.Aftur að bjóðast til að hætta „Við erum flott félag og erum engan veginn sáttir við þetta. Það fyrsta sem ég geri er að taka upp símann, hringja í stjórnina og segja þeim að við þurfum að gera eitthvað,“ sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss, svekktur í viðtali við Fótbolti.net eftir leikinn í gær. „Við þurfum að ná í þessa leikmenn sem við viljum til að styrkja liðið. Ef við þurfum einhvern annan til að stýra þessu og hvetja áfram leikmenn þá er það ekkert mál mín vegna,“ bætti hann við. Þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem Gunnar hálfpartinn býðst til að stíga frá borði vegna dapurs árangurs liðsins. Í viðtali við Fótbolti.net eftir 2-0 tap gegn Skaganum í byrjun júlí sagði hann: „Við höfum farið undir alla steina og undir þessum steinum þarf maður að finna svör. Ef eitt af þessum svörum er að henda kallinum út þá er ég fyrsti maður til að stíga til hliðar.“Heldur að hann stýri næsta leik En, aftur að leiknum í Mjóddinni í gærkvöldi. Selfyssingar eru nú búnir að tapa sex af síðustu átta leikjum og fá fjögur stig af 24 mögulegum eftir að vinna tvo leiki í röð í lok maí og byrjun júní. Útlitið er ekki gott. „Ég hef sagt það áður að þetta snýst um félagið. Þetta snýst ekki um einhvern einn karl. Ég vildi óska þess að ég hefði getað spilað þessar síðustu þrjár mínútur því ég hefði gert allt sem ég hefði getað til að klára þetta,“ sagði Gunnar í gærkvöldi. Gunnar, sem fór tvívegis með kvennalið Selfoss í úrslitaleik bikarsins áður en hann tók við karlaliðinu, býst við því að stýra sínum mönnum í næsta leik en hann ætlar meira að segja að hjálpa til við að finna betri mann ef hann er til. „Já, ég held að ég verði þjálfari í næsta leik nema að við finnum eitthvað betra. Ég fer í það að hjálpa að leita að einhverjum betri manni, ekki spurning. Ef við finnum eitthvað betra verður Gunni Borgþórs ekki þjálfari Selfoss í næsta leik,“ sagði hann. „Ef við finnum einhvern sem getur haldið áfram að byggja upp og mótivera strákana, þá verð ég ekki þarna. Það er bara þannig,“ sagði Gunnar Borgþórsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegur sigur ÍR | Öll úrslit kvöldsins Mikil dramatík var í leikjum kvöldsins í Inkasso-deild karla en fjögur mörk voru skoruð í uppbótartíma í tveimur af fjórum leikjum kvöldsins. 26. júlí 2018 21:20 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Sjá meira
Selfoss heldur áfram að valda vonbrigðum í Inkasso-deild karla í fótbolta en liðið er í ellefta og næst neðsta sæti deildarinnar eftir þrettán umferðir. Selfyssingar töpuðu í gær mikilvægum fallbaráttuslag gegn ÍR í Breiðholtinu þar sem að Breiðhyltinar skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og tryggðu sér sigurinn, 3-2. Selfoss-liðið ætlaði sér mun stærri hluti í sumar en fallbaráttu líkt og framan af síðustu leiktíð en það hefur fengið góðan liðsstyrk og er ekki með mannskap til að vera við botninn. Nú síðast fékk það króatíska framherjann Hrvje Tokic frá Breiðabliki.Aftur að bjóðast til að hætta „Við erum flott félag og erum engan veginn sáttir við þetta. Það fyrsta sem ég geri er að taka upp símann, hringja í stjórnina og segja þeim að við þurfum að gera eitthvað,“ sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss, svekktur í viðtali við Fótbolti.net eftir leikinn í gær. „Við þurfum að ná í þessa leikmenn sem við viljum til að styrkja liðið. Ef við þurfum einhvern annan til að stýra þessu og hvetja áfram leikmenn þá er það ekkert mál mín vegna,“ bætti hann við. Þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem Gunnar hálfpartinn býðst til að stíga frá borði vegna dapurs árangurs liðsins. Í viðtali við Fótbolti.net eftir 2-0 tap gegn Skaganum í byrjun júlí sagði hann: „Við höfum farið undir alla steina og undir þessum steinum þarf maður að finna svör. Ef eitt af þessum svörum er að henda kallinum út þá er ég fyrsti maður til að stíga til hliðar.“Heldur að hann stýri næsta leik En, aftur að leiknum í Mjóddinni í gærkvöldi. Selfyssingar eru nú búnir að tapa sex af síðustu átta leikjum og fá fjögur stig af 24 mögulegum eftir að vinna tvo leiki í röð í lok maí og byrjun júní. Útlitið er ekki gott. „Ég hef sagt það áður að þetta snýst um félagið. Þetta snýst ekki um einhvern einn karl. Ég vildi óska þess að ég hefði getað spilað þessar síðustu þrjár mínútur því ég hefði gert allt sem ég hefði getað til að klára þetta,“ sagði Gunnar í gærkvöldi. Gunnar, sem fór tvívegis með kvennalið Selfoss í úrslitaleik bikarsins áður en hann tók við karlaliðinu, býst við því að stýra sínum mönnum í næsta leik en hann ætlar meira að segja að hjálpa til við að finna betri mann ef hann er til. „Já, ég held að ég verði þjálfari í næsta leik nema að við finnum eitthvað betra. Ég fer í það að hjálpa að leita að einhverjum betri manni, ekki spurning. Ef við finnum eitthvað betra verður Gunni Borgþórs ekki þjálfari Selfoss í næsta leik,“ sagði hann. „Ef við finnum einhvern sem getur haldið áfram að byggja upp og mótivera strákana, þá verð ég ekki þarna. Það er bara þannig,“ sagði Gunnar Borgþórsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegur sigur ÍR | Öll úrslit kvöldsins Mikil dramatík var í leikjum kvöldsins í Inkasso-deild karla en fjögur mörk voru skoruð í uppbótartíma í tveimur af fjórum leikjum kvöldsins. 26. júlí 2018 21:20 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Sjá meira
Ótrúlegur sigur ÍR | Öll úrslit kvöldsins Mikil dramatík var í leikjum kvöldsins í Inkasso-deild karla en fjögur mörk voru skoruð í uppbótartíma í tveimur af fjórum leikjum kvöldsins. 26. júlí 2018 21:20