Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2018 23:30 Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir Öræfajökul sýna merki þess að vera að undirbúa sig fyrir gos. Mynd/Samsett Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. Á næstu vikum verður ákveðið hvort ástæða þyki til að hækka viðbúnaðarstig við jökulinn upp í gult. Magnús Tumi staðfestir í samtali við Vísi að fundað hafi verið um málið á Veðurstofu Íslands í dag. Hann segir viss merki um að þensla sé að aukast í Öræfajökli en leggur þó áherslu á að þar gæti verið um að ræða árstíðabundnar breytingar. Þá bendir hann einnig á að mælar við Öræfajökull voru settir upp í vetur og vor og því hafi sérfræðingar engan samanburð við fyrri ár. „Þess vegna ætlum við að sofa á þessu og sjá til hvort þetta sé raunveruleg þensluaukning,“ segir Magnús Tumi.Ekki á því stigi að eitthvað fari að gerast Viðbúnaðarstig við íslensku eldfjöllin eru fjögur: grænt, gult appelsínugult og rautt. Grænt stig þýðir að allt sé við eðlilegar aðstæður, á gulu viðbúnaðarstigi er virkni umfram meðallag, appelsínugult stig þýðir að raunverulegar líkur séu á að gos hefjist og rautt þýðir að gos sé að hefjast eða það sé hafið. Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss var til að mynda hækkað í gult stig í júlí í fyrra en hefur verið lækkað aftur niður í grænt.Sjá einnig: Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi „Við ætlum að sjá hvort þessi merki í Öræfajökli halda áfram og hvernig þau þróast á næstu tveimur vikum. Þannig að við erum róleg yfir þessu. Þetta er ekki á því stigi að við höldum að það sé eitthvað að fara að gerast.“ segir Magnús Tumi. Dregur þó ekki úr virkni Þá sé aðalatriðið að ekki sé talin ástæða til að gera neinar breytingar á viðbúnaðarstigi einmitt núna. Ákvörðun um breytinguna verði tekin, eins og áður sagði, á næstu vikum. „En það eru hins vegar engin merki um að það sé að draga neitt úr virkninni,“ segir Magnús Tumi. Öræfajökull hefur verið á óvissustigi hjá Almannavörnum síðan í nóvember síðastliðnum þegar aukinn jarðhiti mældist við jökulinn og aukin skjálftavirkni samhliða honum. Þá vakti Magnús sjálfur athygli á þenslu í Öræfajökli fyrir tæpum tveimur vikum og sagði mikilvægt að fólk hefði varann á vegna jarðhræringa í jöklinum. Öræfajökull er ekki eitt af virkustu eldfjöllum landsins en hann er stærsta eldstöðin í rúmmáli talið. Fjallið hefur gosið tvisvar síðan um landnám, annars vegar árið 1362 og hins vegar árið 1727. Fyrra gosið var stærsta sprengigos Íslandssögunnar og eyddi heilli byggð sem þá hét Litla-Hérað en heitir nú Öræfi, einmitt vegna gossins. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Við sjáum ekki að það sé neitt að hægja á þessu og þetta eru merki sem eldfjöll sýna fyrir gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir að fólk verði að hafa varann á vegna jarðhræringa í Öræfajökli. Mælingar sýni að fjallið sé að þenjast út og ekkert lát sé á virkni í fjallinu. 16. júlí 2018 11:00 Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03 Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. Á næstu vikum verður ákveðið hvort ástæða þyki til að hækka viðbúnaðarstig við jökulinn upp í gult. Magnús Tumi staðfestir í samtali við Vísi að fundað hafi verið um málið á Veðurstofu Íslands í dag. Hann segir viss merki um að þensla sé að aukast í Öræfajökli en leggur þó áherslu á að þar gæti verið um að ræða árstíðabundnar breytingar. Þá bendir hann einnig á að mælar við Öræfajökull voru settir upp í vetur og vor og því hafi sérfræðingar engan samanburð við fyrri ár. „Þess vegna ætlum við að sofa á þessu og sjá til hvort þetta sé raunveruleg þensluaukning,“ segir Magnús Tumi.Ekki á því stigi að eitthvað fari að gerast Viðbúnaðarstig við íslensku eldfjöllin eru fjögur: grænt, gult appelsínugult og rautt. Grænt stig þýðir að allt sé við eðlilegar aðstæður, á gulu viðbúnaðarstigi er virkni umfram meðallag, appelsínugult stig þýðir að raunverulegar líkur séu á að gos hefjist og rautt þýðir að gos sé að hefjast eða það sé hafið. Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss var til að mynda hækkað í gult stig í júlí í fyrra en hefur verið lækkað aftur niður í grænt.Sjá einnig: Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi „Við ætlum að sjá hvort þessi merki í Öræfajökli halda áfram og hvernig þau þróast á næstu tveimur vikum. Þannig að við erum róleg yfir þessu. Þetta er ekki á því stigi að við höldum að það sé eitthvað að fara að gerast.“ segir Magnús Tumi. Dregur þó ekki úr virkni Þá sé aðalatriðið að ekki sé talin ástæða til að gera neinar breytingar á viðbúnaðarstigi einmitt núna. Ákvörðun um breytinguna verði tekin, eins og áður sagði, á næstu vikum. „En það eru hins vegar engin merki um að það sé að draga neitt úr virkninni,“ segir Magnús Tumi. Öræfajökull hefur verið á óvissustigi hjá Almannavörnum síðan í nóvember síðastliðnum þegar aukinn jarðhiti mældist við jökulinn og aukin skjálftavirkni samhliða honum. Þá vakti Magnús sjálfur athygli á þenslu í Öræfajökli fyrir tæpum tveimur vikum og sagði mikilvægt að fólk hefði varann á vegna jarðhræringa í jöklinum. Öræfajökull er ekki eitt af virkustu eldfjöllum landsins en hann er stærsta eldstöðin í rúmmáli talið. Fjallið hefur gosið tvisvar síðan um landnám, annars vegar árið 1362 og hins vegar árið 1727. Fyrra gosið var stærsta sprengigos Íslandssögunnar og eyddi heilli byggð sem þá hét Litla-Hérað en heitir nú Öræfi, einmitt vegna gossins.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Við sjáum ekki að það sé neitt að hægja á þessu og þetta eru merki sem eldfjöll sýna fyrir gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir að fólk verði að hafa varann á vegna jarðhræringa í Öræfajökli. Mælingar sýni að fjallið sé að þenjast út og ekkert lát sé á virkni í fjallinu. 16. júlí 2018 11:00 Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03 Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
„Við sjáum ekki að það sé neitt að hægja á þessu og þetta eru merki sem eldfjöll sýna fyrir gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir að fólk verði að hafa varann á vegna jarðhræringa í Öræfajökli. Mælingar sýni að fjallið sé að þenjast út og ekkert lát sé á virkni í fjallinu. 16. júlí 2018 11:00
Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03
Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00