Pósturinn hverfur úr miðborginni eftir 150 ára veru þar Heimir Már Pétursson skrifar 26. júlí 2018 20:30 Forstjóri Íslandspósts segir að reikna megi með frekari fækkunum pósthúsa á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni en pósthúsin í Austurstræti og á Eiðistorgi verða lögð af í nóvember og sameinuð í Bændahöllinni. Ófullnægjandi aðgangur fyrir fatlaða, aðra viðskiptavini sem og aðföng í Austurstræti kalli á breytingar. Innan nokkurra mánaða lýkur um 150 ára sögu pósthúsþjónustu við samnefnt stræti, Pósthússtræti, þegar starfsemin í pósthúsinu á horninu við Auasturstræti verður lögð af. En þjónustuna á að flytja í Bændahöllina á hótel Sögu. Sama er að segja um pósthúsið á Eiðistorgi. Það verður lagt af og þjónustan færð í Bændahöllina. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir margar ástæður fyrir þessari ákvörðun, meðal annars að leigusamningur í gamla pósthúsinu sé að renna út. Það sé dýrt að leigja í Kvosinni. „Og við ákváðum að flytja okkur héðan fyrst og fremst vegna þess að aðstaðan hér er ekki fullnægjandi. Hvorki fyrir flutningabíla sem þurfa að koma hingað með mikið og vaxandi magn af þyngri sendingum. Svo heldur ekki fyrir fatlaða eða hreyfihamlaða. Þannig að það var svo sem ekkert annað inni í myndinni en að færa sig um set,“ segir Ingimundur. Þá verður Pósthúsinu í verslunarmiðstöðinni á Eiðistorgi einnig lokað og sameinað miðborgar pósthúsinu í Bændahöllinni. Margir eiga hins vegar eflaust eftir að sakna gamla póshússins. „Já það er náttúrlega ákveðin stemming sem hefur hvílt yfir þessari starfsemi hér. Því er ekki að neita og auðvitað saknar maður hennar,“ segir Ingimundur. Aftur á móti sé Íslandspóstur í samstarfi við fjölda fyrirtækja í miðborginni um sölu frímerkja og móttöku á sendingum og síðan séu póstkassar víða. Starfsfólki í miðborginni og á Eiðistorgi verði ekki sagt upp og fái vinnu áfram ýmist í Bændahöllinni eða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. En í Bændahöllinni muni Pósturinn samnýta húsnæði með Arion banka. Pósthúsum fækkar úr níu í átta á höfuðborgarsvæðinu með breytingunum og gæti fækkað meira. „Það eru breytingar í þessu umhverfi, miklar. Við höfum til dæmis verið að setja upp fjölmörg póstbox á höfuðborgarsvæðinu sem léttir nokkuð á afgreiðslunni. Þannig að það er full ástæða til að gera ráð fyrir breytingum í framtíðinni,“ segir forstjóri Íslandspósts. Tengdar fréttir Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04 Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32 Pósturinn hættir með skeytaþjónustu Forstjórinn segir þjónustuna varla standa undir sér. 18. júlí 2018 19:12 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Forstjóri Íslandspósts segir að reikna megi með frekari fækkunum pósthúsa á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni en pósthúsin í Austurstræti og á Eiðistorgi verða lögð af í nóvember og sameinuð í Bændahöllinni. Ófullnægjandi aðgangur fyrir fatlaða, aðra viðskiptavini sem og aðföng í Austurstræti kalli á breytingar. Innan nokkurra mánaða lýkur um 150 ára sögu pósthúsþjónustu við samnefnt stræti, Pósthússtræti, þegar starfsemin í pósthúsinu á horninu við Auasturstræti verður lögð af. En þjónustuna á að flytja í Bændahöllina á hótel Sögu. Sama er að segja um pósthúsið á Eiðistorgi. Það verður lagt af og þjónustan færð í Bændahöllina. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir margar ástæður fyrir þessari ákvörðun, meðal annars að leigusamningur í gamla pósthúsinu sé að renna út. Það sé dýrt að leigja í Kvosinni. „Og við ákváðum að flytja okkur héðan fyrst og fremst vegna þess að aðstaðan hér er ekki fullnægjandi. Hvorki fyrir flutningabíla sem þurfa að koma hingað með mikið og vaxandi magn af þyngri sendingum. Svo heldur ekki fyrir fatlaða eða hreyfihamlaða. Þannig að það var svo sem ekkert annað inni í myndinni en að færa sig um set,“ segir Ingimundur. Þá verður Pósthúsinu í verslunarmiðstöðinni á Eiðistorgi einnig lokað og sameinað miðborgar pósthúsinu í Bændahöllinni. Margir eiga hins vegar eflaust eftir að sakna gamla póshússins. „Já það er náttúrlega ákveðin stemming sem hefur hvílt yfir þessari starfsemi hér. Því er ekki að neita og auðvitað saknar maður hennar,“ segir Ingimundur. Aftur á móti sé Íslandspóstur í samstarfi við fjölda fyrirtækja í miðborginni um sölu frímerkja og móttöku á sendingum og síðan séu póstkassar víða. Starfsfólki í miðborginni og á Eiðistorgi verði ekki sagt upp og fái vinnu áfram ýmist í Bændahöllinni eða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. En í Bændahöllinni muni Pósturinn samnýta húsnæði með Arion banka. Pósthúsum fækkar úr níu í átta á höfuðborgarsvæðinu með breytingunum og gæti fækkað meira. „Það eru breytingar í þessu umhverfi, miklar. Við höfum til dæmis verið að setja upp fjölmörg póstbox á höfuðborgarsvæðinu sem léttir nokkuð á afgreiðslunni. Þannig að það er full ástæða til að gera ráð fyrir breytingum í framtíðinni,“ segir forstjóri Íslandspósts.
Tengdar fréttir Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04 Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32 Pósturinn hættir með skeytaþjónustu Forstjórinn segir þjónustuna varla standa undir sér. 18. júlí 2018 19:12 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04
Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32
Pósturinn hættir með skeytaþjónustu Forstjórinn segir þjónustuna varla standa undir sér. 18. júlí 2018 19:12