Hitabylgja í Bretlandi: „Ég þrái að komast heim til Íslands í rigninguna“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. júlí 2018 16:30 Heitasti dagur ársins í Bretlandi var í dag og er spáð meiri hita á morgun. Bretar hafa nú upplifað heitasta dag ársins og er útliti fyrir enn meiri hita á morgun áður en gengur á með þrumum og eldingum annað kvöld. Íslendingur sem býr í London segist þrá að komast heim til Íslands í rigninguna.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir hitann á Heathrow-flugvelli hafa mælst 35 gráður í dag, sem gerir daginn í dag að heitasta degi ársins í Bretlandi. Hitametið gæti þó fallið á morgun því breska veðurstofan segir að ef spárnar fyrir morgundaginn rætist gæti hitinn farið upp fyrir 38,5 gráður og þar með slegið hitamet frá árinu 2003.Kristín ásamt kærasta sínum Paul Kehoe.AðsendKristín Rós Kristjánsdóttir hefur verið búsett í London í tíu ár, með viðkomu í Glasgow, en hún íbúa borgarinnar varla hafa upplifað vor í ár. Þegar snjórinn fór í apríl þá fór hitinn nánast strax yfir tuttugu gráður og hefur haldist þannig út sumarið.Talað um „Furnace Day" „Þessi vika hefur verið einstaklega heit,“ segir Kristín. Bretar eru að upplifa lengstu hitabylgju frá upphafi mælinga en breska veðurstofa varaði Breta við því að vera úti í sólinni í þessari viku vegna óvenjumikilla hita. „Þeir tala um morgundaginn sem Furnice Day,“ segir Kristín en það er vísun í að hitinn verði svo mikil að hann muni minna á bræðsluofn. Á þessum tíu árum sem Kristín hefur búið í London þá segir hún sumrin hafa verið þolanleg. Hiti hafi kannski farið yfir 30 gráður í tvær vikur af sumrinu. Nú sé staðan önnur og á meðan íbúar á vestanverðu Íslandi hafa kvartað yfir rigningu og kulda í sumar sér Kristín svala hafgolu í hillingum. „Ég þrái að komast heim til Íslands í rigninguna,“ segir Kristín.Hiti í London fór í 35 gráður í dag og er spáð að hann geti farið yfir 38,5 gráður á morgun sem myndi slá hitamet frá árinu 2003.Vísir/EPASkuggi eða sól, skiptir ekki máli Spurð hvort að flestir reyni að halda sig í skugga í London segir hún það litlu breyta. „Vindurinn er svo heitur að það skiptir varla máli hvort þú sért í sól eða skugga, það er bara heitt.“ Hún býr með kærasta sínum á efstu hæð í fjölbýli en hitinn í íbúðinni í dag var 32 gráður. Engin loftkæling er í íbúðinni og hafa þau aðgang að einni viftu sem þau hafa dregið á milli herbergja. Spurð hvaða áhrif þetta hefur á samfélagið segir hún fólk skiptast í hópa, annars vegar þeir sem fagna hitanum og hins vegar hinir sem eiga erfitt með sig. „Það er eins og hitinn bíti ekki á sumt fólk. Hér eru Ítalir og Spánverjar sem segja að þeim líði loksins eins og þeir séu komnir heim og svo er fólk eins og ég sem á erfitt með svona hita. Það hægist bara á heilastarfseminni,“ segir Kristín. Hún komst þó í útisundlaug um daginn sem var með köldu vatni og þá varð lífið bærilegra, nánast eins og að vera í fríi í sólarlöndum. „Ef þú þarft ekki að vinna og getur valið þér aðstæður, þá er lífið bærilegra í þessum hita,“ segir Kristín.Geta farið heim fari hiti yfir 30 gráður Hún segir fjölmiðla hafa hamrað á þeim upplýsingum til vinnumarkaðarins að starfsfólki sé frjálst að fara heim úr vinnu ef hiti á skrifstofu fer yfir 30 gráður. „Við slíkar aðstæður er talað um skerta vinnuaðstöðu. Það er verið að sjá til þess að atvinnurekendur skaffi starfsfólki sínu viðunandi aðstæður,“ segir Kristín. Eins og áður sagði fór hiti í Bretlandi í dag í 35 gráður í London og er búist við meiri hita á morgun. Annað kvöld ætti þó að verða aðeins svalara en svo gengur á með þrumum og eldingum þegar nálgast föstudagsnóttina og yfir á laugardag. Hitinn ætti þá að fara niður í 25 gráður en spáð er 29 stiga hita aftur í næstu viku.Lundúnarbúi kælir sig niður í gosbrunni við Trafalgar-torg.Vísir/EPAÆfingar fyrir Reykjavíkurmaraþon erfiðar í hitanum Kristín segist ekki geta beðið eftir að komast heim í svalara veður á Íslandi en hún ætlar sér að hlaupa hálf maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst næstkomandi. Hún hefur einu sinni áður hlaupið heilt maraþon en hún segir æfingar fyrir Reykjavíkurmaraþonið í þessum hita sem er í London vera afar erfiðar. „Ég vaknaði klukkan sjö í morgun til að reyna að sleppa við mesta hitann. Hitinn var samt 23 stig og 90 prósenta raki. Ég hljóp í einn og hálfan tíma áður en ég þurfti að staulast heim,“ segir Kristín. Hitamet hafa fallið víða í Evrópu það sem af er ári og skógareldar geisað. Að minnsta kosti 300 heimili hafa brunnið í skógareldum í Grikklandi þar sem 82 eru látnir og þrjátíu saknað. Í Svíþjóð hafa eldar eyðilagt um 25 þúsund hektara og hitinn ekki mælst hærri í heila öld. Í Hollandi hefur hitabylgja staðið yfir í tólf daga en þar hefur hitinn farið í 36 stig. Í Noregi er búist við að hitamet muni falla á morgun og hefur orðið mikill uppskerubrestur vegna þurrka og hita það sem af er ári. Veður Tengdar fréttir Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Ítalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. 19. júlí 2018 08:15 Vara Breta við því að vera úti í sólinni Breska veðurstofan hefur gefið út viðvörun vegna hitabylgju sem spáð er í Bretlandi nú í vikunni. 23. júlí 2018 13:59 Skógareldar í Grikklandi: Ráðherra segir íbúa hafa gert illt verra með því að byggja ólöglega Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands, segir að íbúar á því svæði landsins þar sem miklir skógareldar hafa geisað undanfarna daga hafi gert illt verra með því að byggja ólöglega. 26. júlí 2018 15:14 Hitabylgjan skilgreind sem náttúruhamfarir Í gær mældist 41,1 gráðu hiti í borginni Kumagaya sem er mesti hiti sem mælst hefur í Japan frá því mælingar hófust. 24. júlí 2018 12:06 Evrópuþjóðir bjóðast til að aðstoða Grikki við slökkvistarfið Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu 25. júlí 2018 06:00 Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37 Enn ekki vitað hve margra er saknað Minnst 82 eru látnir eftir mannskæðustu skógarelda Evrópu á þessari öld í Grikklandi í vikunni. 26. júlí 2018 11:28 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Fleiri fréttir Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Sjá meira
Bretar hafa nú upplifað heitasta dag ársins og er útliti fyrir enn meiri hita á morgun áður en gengur á með þrumum og eldingum annað kvöld. Íslendingur sem býr í London segist þrá að komast heim til Íslands í rigninguna.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir hitann á Heathrow-flugvelli hafa mælst 35 gráður í dag, sem gerir daginn í dag að heitasta degi ársins í Bretlandi. Hitametið gæti þó fallið á morgun því breska veðurstofan segir að ef spárnar fyrir morgundaginn rætist gæti hitinn farið upp fyrir 38,5 gráður og þar með slegið hitamet frá árinu 2003.Kristín ásamt kærasta sínum Paul Kehoe.AðsendKristín Rós Kristjánsdóttir hefur verið búsett í London í tíu ár, með viðkomu í Glasgow, en hún íbúa borgarinnar varla hafa upplifað vor í ár. Þegar snjórinn fór í apríl þá fór hitinn nánast strax yfir tuttugu gráður og hefur haldist þannig út sumarið.Talað um „Furnace Day" „Þessi vika hefur verið einstaklega heit,“ segir Kristín. Bretar eru að upplifa lengstu hitabylgju frá upphafi mælinga en breska veðurstofa varaði Breta við því að vera úti í sólinni í þessari viku vegna óvenjumikilla hita. „Þeir tala um morgundaginn sem Furnice Day,“ segir Kristín en það er vísun í að hitinn verði svo mikil að hann muni minna á bræðsluofn. Á þessum tíu árum sem Kristín hefur búið í London þá segir hún sumrin hafa verið þolanleg. Hiti hafi kannski farið yfir 30 gráður í tvær vikur af sumrinu. Nú sé staðan önnur og á meðan íbúar á vestanverðu Íslandi hafa kvartað yfir rigningu og kulda í sumar sér Kristín svala hafgolu í hillingum. „Ég þrái að komast heim til Íslands í rigninguna,“ segir Kristín.Hiti í London fór í 35 gráður í dag og er spáð að hann geti farið yfir 38,5 gráður á morgun sem myndi slá hitamet frá árinu 2003.Vísir/EPASkuggi eða sól, skiptir ekki máli Spurð hvort að flestir reyni að halda sig í skugga í London segir hún það litlu breyta. „Vindurinn er svo heitur að það skiptir varla máli hvort þú sért í sól eða skugga, það er bara heitt.“ Hún býr með kærasta sínum á efstu hæð í fjölbýli en hitinn í íbúðinni í dag var 32 gráður. Engin loftkæling er í íbúðinni og hafa þau aðgang að einni viftu sem þau hafa dregið á milli herbergja. Spurð hvaða áhrif þetta hefur á samfélagið segir hún fólk skiptast í hópa, annars vegar þeir sem fagna hitanum og hins vegar hinir sem eiga erfitt með sig. „Það er eins og hitinn bíti ekki á sumt fólk. Hér eru Ítalir og Spánverjar sem segja að þeim líði loksins eins og þeir séu komnir heim og svo er fólk eins og ég sem á erfitt með svona hita. Það hægist bara á heilastarfseminni,“ segir Kristín. Hún komst þó í útisundlaug um daginn sem var með köldu vatni og þá varð lífið bærilegra, nánast eins og að vera í fríi í sólarlöndum. „Ef þú þarft ekki að vinna og getur valið þér aðstæður, þá er lífið bærilegra í þessum hita,“ segir Kristín.Geta farið heim fari hiti yfir 30 gráður Hún segir fjölmiðla hafa hamrað á þeim upplýsingum til vinnumarkaðarins að starfsfólki sé frjálst að fara heim úr vinnu ef hiti á skrifstofu fer yfir 30 gráður. „Við slíkar aðstæður er talað um skerta vinnuaðstöðu. Það er verið að sjá til þess að atvinnurekendur skaffi starfsfólki sínu viðunandi aðstæður,“ segir Kristín. Eins og áður sagði fór hiti í Bretlandi í dag í 35 gráður í London og er búist við meiri hita á morgun. Annað kvöld ætti þó að verða aðeins svalara en svo gengur á með þrumum og eldingum þegar nálgast föstudagsnóttina og yfir á laugardag. Hitinn ætti þá að fara niður í 25 gráður en spáð er 29 stiga hita aftur í næstu viku.Lundúnarbúi kælir sig niður í gosbrunni við Trafalgar-torg.Vísir/EPAÆfingar fyrir Reykjavíkurmaraþon erfiðar í hitanum Kristín segist ekki geta beðið eftir að komast heim í svalara veður á Íslandi en hún ætlar sér að hlaupa hálf maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst næstkomandi. Hún hefur einu sinni áður hlaupið heilt maraþon en hún segir æfingar fyrir Reykjavíkurmaraþonið í þessum hita sem er í London vera afar erfiðar. „Ég vaknaði klukkan sjö í morgun til að reyna að sleppa við mesta hitann. Hitinn var samt 23 stig og 90 prósenta raki. Ég hljóp í einn og hálfan tíma áður en ég þurfti að staulast heim,“ segir Kristín. Hitamet hafa fallið víða í Evrópu það sem af er ári og skógareldar geisað. Að minnsta kosti 300 heimili hafa brunnið í skógareldum í Grikklandi þar sem 82 eru látnir og þrjátíu saknað. Í Svíþjóð hafa eldar eyðilagt um 25 þúsund hektara og hitinn ekki mælst hærri í heila öld. Í Hollandi hefur hitabylgja staðið yfir í tólf daga en þar hefur hitinn farið í 36 stig. Í Noregi er búist við að hitamet muni falla á morgun og hefur orðið mikill uppskerubrestur vegna þurrka og hita það sem af er ári.
Veður Tengdar fréttir Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Ítalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. 19. júlí 2018 08:15 Vara Breta við því að vera úti í sólinni Breska veðurstofan hefur gefið út viðvörun vegna hitabylgju sem spáð er í Bretlandi nú í vikunni. 23. júlí 2018 13:59 Skógareldar í Grikklandi: Ráðherra segir íbúa hafa gert illt verra með því að byggja ólöglega Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands, segir að íbúar á því svæði landsins þar sem miklir skógareldar hafa geisað undanfarna daga hafi gert illt verra með því að byggja ólöglega. 26. júlí 2018 15:14 Hitabylgjan skilgreind sem náttúruhamfarir Í gær mældist 41,1 gráðu hiti í borginni Kumagaya sem er mesti hiti sem mælst hefur í Japan frá því mælingar hófust. 24. júlí 2018 12:06 Evrópuþjóðir bjóðast til að aðstoða Grikki við slökkvistarfið Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu 25. júlí 2018 06:00 Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37 Enn ekki vitað hve margra er saknað Minnst 82 eru látnir eftir mannskæðustu skógarelda Evrópu á þessari öld í Grikklandi í vikunni. 26. júlí 2018 11:28 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Fleiri fréttir Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Sjá meira
Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Ítalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. 19. júlí 2018 08:15
Vara Breta við því að vera úti í sólinni Breska veðurstofan hefur gefið út viðvörun vegna hitabylgju sem spáð er í Bretlandi nú í vikunni. 23. júlí 2018 13:59
Skógareldar í Grikklandi: Ráðherra segir íbúa hafa gert illt verra með því að byggja ólöglega Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands, segir að íbúar á því svæði landsins þar sem miklir skógareldar hafa geisað undanfarna daga hafi gert illt verra með því að byggja ólöglega. 26. júlí 2018 15:14
Hitabylgjan skilgreind sem náttúruhamfarir Í gær mældist 41,1 gráðu hiti í borginni Kumagaya sem er mesti hiti sem mælst hefur í Japan frá því mælingar hófust. 24. júlí 2018 12:06
Evrópuþjóðir bjóðast til að aðstoða Grikki við slökkvistarfið Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu 25. júlí 2018 06:00
Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37
Enn ekki vitað hve margra er saknað Minnst 82 eru látnir eftir mannskæðustu skógarelda Evrópu á þessari öld í Grikklandi í vikunni. 26. júlí 2018 11:28