Krikketstjarnan Imran Khan líklega forsætisráðherra Pakistans Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júlí 2018 15:40 Khan ávarpar þjóðina. Vísir/EPA Krikketstjarnan fyrrverandi, Imran Khan, hefur lýst yfir sigri í kosningum í Pakistan og er líklegur til að verða næsti forsætisráðherra landsins. Gangi það eftir yrði það aðeins í annað sinn í rúmlega sjötíu ára sögu Pakistans sem stjórnarskipti verða með friðsömum og lýðræðislegum hætti. Búið er að telja um helming atkvæða en kosið var til þings og héraðsstjórna á sama tíma. Flokkur Khans, PTI, virðist ætla að ná um 120 af 272 sætum á þingi og er því langstærsti flokkurinn. Það gæti vel dugað til að mynda samsteypustjórn. Þá er flokkurinn með meirihluta í Punjab og fleiri lykilhéröðum. Aðrir flokkar hafna hins vegar úrslitunum enn sem komið er og saka Khan og félaga um kosningasvindl. PTI flokkurinn er talinn njóta stuðnings yfirmanna hersins sem hafa oftar en ekki haldið um stjórnartaumana í Pakistan. Khan reyndi að róa almenning í sjónvarpsávarpi og sagðist ætla að sameina þjóðina. Hann myndi ekki búa í höll forsætisráðherrans heldur velja sér hóflegri samastað. Imran Khan er langfremsti íþróttamaður í sögu Pakistans og lengi einn dáðasti sonur þjóðarinnar. Hann var fyrirliði krikketlandsliðsins í áratug. Þetta er því svipað og ef Eiður Smári Guðjohnsen yrði forsætisráðherra Íslands eða David Beckham tæki við af Theresu May í Bretlandi. Khan, sem er menntaður í Oxford, hóf afskipti af stjórnmálum eftir að krikketferlinum lauk á tíunda áratug síðustu aldar. Það gekk ekki sérlega vel í fyrstu en hann fann sér á endanum bandamenn og breytti afstöðu sinni til nokkurra hitamála. Hann hefur fyrir vikið verið sakaður um lýðskrum, sérstaklega í garð fátækra og trúaðra. Segist hann berjast gegn elítu landsins og vera maður fólksins en ekki kerfisins. Pakistan Stj.mál Tengdar fréttir Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00 31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56 Kosningabaráttan kostað tugi lífið Pakistan Að minnsta kosti 70 fórust í hryðjuverkaárás á kosningafund Lýðflokks Balúkistan (BAP) í bænum Dringarh í Balúkistan í Pakistan í gær. 14. júlí 2018 08:45 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Krikketstjarnan fyrrverandi, Imran Khan, hefur lýst yfir sigri í kosningum í Pakistan og er líklegur til að verða næsti forsætisráðherra landsins. Gangi það eftir yrði það aðeins í annað sinn í rúmlega sjötíu ára sögu Pakistans sem stjórnarskipti verða með friðsömum og lýðræðislegum hætti. Búið er að telja um helming atkvæða en kosið var til þings og héraðsstjórna á sama tíma. Flokkur Khans, PTI, virðist ætla að ná um 120 af 272 sætum á þingi og er því langstærsti flokkurinn. Það gæti vel dugað til að mynda samsteypustjórn. Þá er flokkurinn með meirihluta í Punjab og fleiri lykilhéröðum. Aðrir flokkar hafna hins vegar úrslitunum enn sem komið er og saka Khan og félaga um kosningasvindl. PTI flokkurinn er talinn njóta stuðnings yfirmanna hersins sem hafa oftar en ekki haldið um stjórnartaumana í Pakistan. Khan reyndi að róa almenning í sjónvarpsávarpi og sagðist ætla að sameina þjóðina. Hann myndi ekki búa í höll forsætisráðherrans heldur velja sér hóflegri samastað. Imran Khan er langfremsti íþróttamaður í sögu Pakistans og lengi einn dáðasti sonur þjóðarinnar. Hann var fyrirliði krikketlandsliðsins í áratug. Þetta er því svipað og ef Eiður Smári Guðjohnsen yrði forsætisráðherra Íslands eða David Beckham tæki við af Theresu May í Bretlandi. Khan, sem er menntaður í Oxford, hóf afskipti af stjórnmálum eftir að krikketferlinum lauk á tíunda áratug síðustu aldar. Það gekk ekki sérlega vel í fyrstu en hann fann sér á endanum bandamenn og breytti afstöðu sinni til nokkurra hitamála. Hann hefur fyrir vikið verið sakaður um lýðskrum, sérstaklega í garð fátækra og trúaðra. Segist hann berjast gegn elítu landsins og vera maður fólksins en ekki kerfisins.
Pakistan Stj.mál Tengdar fréttir Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00 31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56 Kosningabaráttan kostað tugi lífið Pakistan Að minnsta kosti 70 fórust í hryðjuverkaárás á kosningafund Lýðflokks Balúkistan (BAP) í bænum Dringarh í Balúkistan í Pakistan í gær. 14. júlí 2018 08:45 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00
31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56
Kosningabaráttan kostað tugi lífið Pakistan Að minnsta kosti 70 fórust í hryðjuverkaárás á kosningafund Lýðflokks Balúkistan (BAP) í bænum Dringarh í Balúkistan í Pakistan í gær. 14. júlí 2018 08:45
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila