Krikketstjarnan Imran Khan líklega forsætisráðherra Pakistans Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júlí 2018 15:40 Khan ávarpar þjóðina. Vísir/EPA Krikketstjarnan fyrrverandi, Imran Khan, hefur lýst yfir sigri í kosningum í Pakistan og er líklegur til að verða næsti forsætisráðherra landsins. Gangi það eftir yrði það aðeins í annað sinn í rúmlega sjötíu ára sögu Pakistans sem stjórnarskipti verða með friðsömum og lýðræðislegum hætti. Búið er að telja um helming atkvæða en kosið var til þings og héraðsstjórna á sama tíma. Flokkur Khans, PTI, virðist ætla að ná um 120 af 272 sætum á þingi og er því langstærsti flokkurinn. Það gæti vel dugað til að mynda samsteypustjórn. Þá er flokkurinn með meirihluta í Punjab og fleiri lykilhéröðum. Aðrir flokkar hafna hins vegar úrslitunum enn sem komið er og saka Khan og félaga um kosningasvindl. PTI flokkurinn er talinn njóta stuðnings yfirmanna hersins sem hafa oftar en ekki haldið um stjórnartaumana í Pakistan. Khan reyndi að róa almenning í sjónvarpsávarpi og sagðist ætla að sameina þjóðina. Hann myndi ekki búa í höll forsætisráðherrans heldur velja sér hóflegri samastað. Imran Khan er langfremsti íþróttamaður í sögu Pakistans og lengi einn dáðasti sonur þjóðarinnar. Hann var fyrirliði krikketlandsliðsins í áratug. Þetta er því svipað og ef Eiður Smári Guðjohnsen yrði forsætisráðherra Íslands eða David Beckham tæki við af Theresu May í Bretlandi. Khan, sem er menntaður í Oxford, hóf afskipti af stjórnmálum eftir að krikketferlinum lauk á tíunda áratug síðustu aldar. Það gekk ekki sérlega vel í fyrstu en hann fann sér á endanum bandamenn og breytti afstöðu sinni til nokkurra hitamála. Hann hefur fyrir vikið verið sakaður um lýðskrum, sérstaklega í garð fátækra og trúaðra. Segist hann berjast gegn elítu landsins og vera maður fólksins en ekki kerfisins. Pakistan Stj.mál Tengdar fréttir Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00 31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56 Kosningabaráttan kostað tugi lífið Pakistan Að minnsta kosti 70 fórust í hryðjuverkaárás á kosningafund Lýðflokks Balúkistan (BAP) í bænum Dringarh í Balúkistan í Pakistan í gær. 14. júlí 2018 08:45 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Krikketstjarnan fyrrverandi, Imran Khan, hefur lýst yfir sigri í kosningum í Pakistan og er líklegur til að verða næsti forsætisráðherra landsins. Gangi það eftir yrði það aðeins í annað sinn í rúmlega sjötíu ára sögu Pakistans sem stjórnarskipti verða með friðsömum og lýðræðislegum hætti. Búið er að telja um helming atkvæða en kosið var til þings og héraðsstjórna á sama tíma. Flokkur Khans, PTI, virðist ætla að ná um 120 af 272 sætum á þingi og er því langstærsti flokkurinn. Það gæti vel dugað til að mynda samsteypustjórn. Þá er flokkurinn með meirihluta í Punjab og fleiri lykilhéröðum. Aðrir flokkar hafna hins vegar úrslitunum enn sem komið er og saka Khan og félaga um kosningasvindl. PTI flokkurinn er talinn njóta stuðnings yfirmanna hersins sem hafa oftar en ekki haldið um stjórnartaumana í Pakistan. Khan reyndi að róa almenning í sjónvarpsávarpi og sagðist ætla að sameina þjóðina. Hann myndi ekki búa í höll forsætisráðherrans heldur velja sér hóflegri samastað. Imran Khan er langfremsti íþróttamaður í sögu Pakistans og lengi einn dáðasti sonur þjóðarinnar. Hann var fyrirliði krikketlandsliðsins í áratug. Þetta er því svipað og ef Eiður Smári Guðjohnsen yrði forsætisráðherra Íslands eða David Beckham tæki við af Theresu May í Bretlandi. Khan, sem er menntaður í Oxford, hóf afskipti af stjórnmálum eftir að krikketferlinum lauk á tíunda áratug síðustu aldar. Það gekk ekki sérlega vel í fyrstu en hann fann sér á endanum bandamenn og breytti afstöðu sinni til nokkurra hitamála. Hann hefur fyrir vikið verið sakaður um lýðskrum, sérstaklega í garð fátækra og trúaðra. Segist hann berjast gegn elítu landsins og vera maður fólksins en ekki kerfisins.
Pakistan Stj.mál Tengdar fréttir Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00 31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56 Kosningabaráttan kostað tugi lífið Pakistan Að minnsta kosti 70 fórust í hryðjuverkaárás á kosningafund Lýðflokks Balúkistan (BAP) í bænum Dringarh í Balúkistan í Pakistan í gær. 14. júlí 2018 08:45 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00
31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56
Kosningabaráttan kostað tugi lífið Pakistan Að minnsta kosti 70 fórust í hryðjuverkaárás á kosningafund Lýðflokks Balúkistan (BAP) í bænum Dringarh í Balúkistan í Pakistan í gær. 14. júlí 2018 08:45