Stjarnan þarf góð úrslit í kvöld til að eiga séns í einvíginu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. júlí 2018 12:30 Stjarnan mætir FC Kaupmannahöfn í annari umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld. Góð úrslit á heimavelli gætu gert gæfumuninn í einvíginu. „Útileikurinn er á Parken, sem er mikil gryfja og FCK tapar fáum leikjum á þeim velli. Ég myndi telja að ef við ætlum að gera atlögu að þessu einvígi þá þurfum við að ná í góð úrslit á heimavellinum,“ sagði fyrirliði Stjörnunnar, Baldur Sigurðsson, við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur á heimavelli í fyrstu umferð gegn Nömme Kalju og komst því áfram þrátt fyrir tap á útivelli í seinni leiknum. Andstæðingurinn í annari umferð er eitt stærsta og sögufrægasta lið Norðurlandanna. „FCK er með gríðarlega mikla sögu, bæði í deildinni heimafyrir og í Evrópukeppnum, svo við erum bara mjög spenntir yfir því að fá svona stórt lið á Samsungvöllinn,“ sagði Baldur.Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Stjörnunnarvísir/báraStjörnumenn eru í baráttunni á mörgum vígstöðvum; í toppbaráttu í Pepsi deildinni, í undanúrslitum bikarkeppninnar og vilja fara sem lengst í Evrópu. Guðjón Baldvinsson fór meiddur af velli í leik Stjörnunnar og KR í vesturbænum um helgina líkt og Heiðar Ægisson. „Heiðar fótbrotnaði á móti KR, Ævar [Ingi Jóhannesson] er tæpur og Brynjar Gauti [Guðjónsson] í leikbanni þannig að það eru smá brotföll en við erum með gott lið,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. Heiðar staðfesti við Fótbolta.net í gær að hann myndi ekki geta spilað meira með Stjörnunni í sumar. Leikur Stjörnunnar og FCK hefst klukkan 19:00 á Samsungvellinum í kvöld. Hann verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu hér á Vísi. Evrópudeild UEFA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Stjarnan mætir FC Kaupmannahöfn í annari umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld. Góð úrslit á heimavelli gætu gert gæfumuninn í einvíginu. „Útileikurinn er á Parken, sem er mikil gryfja og FCK tapar fáum leikjum á þeim velli. Ég myndi telja að ef við ætlum að gera atlögu að þessu einvígi þá þurfum við að ná í góð úrslit á heimavellinum,“ sagði fyrirliði Stjörnunnar, Baldur Sigurðsson, við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur á heimavelli í fyrstu umferð gegn Nömme Kalju og komst því áfram þrátt fyrir tap á útivelli í seinni leiknum. Andstæðingurinn í annari umferð er eitt stærsta og sögufrægasta lið Norðurlandanna. „FCK er með gríðarlega mikla sögu, bæði í deildinni heimafyrir og í Evrópukeppnum, svo við erum bara mjög spenntir yfir því að fá svona stórt lið á Samsungvöllinn,“ sagði Baldur.Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Stjörnunnarvísir/báraStjörnumenn eru í baráttunni á mörgum vígstöðvum; í toppbaráttu í Pepsi deildinni, í undanúrslitum bikarkeppninnar og vilja fara sem lengst í Evrópu. Guðjón Baldvinsson fór meiddur af velli í leik Stjörnunnar og KR í vesturbænum um helgina líkt og Heiðar Ægisson. „Heiðar fótbrotnaði á móti KR, Ævar [Ingi Jóhannesson] er tæpur og Brynjar Gauti [Guðjónsson] í leikbanni þannig að það eru smá brotföll en við erum með gott lið,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. Heiðar staðfesti við Fótbolta.net í gær að hann myndi ekki geta spilað meira með Stjörnunni í sumar. Leikur Stjörnunnar og FCK hefst klukkan 19:00 á Samsungvellinum í kvöld. Hann verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira