Kátt á Klambra verður haldið í þriðja skiptið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júlí 2018 06:00 Um þrjú þúsund mættu á hátíðina í fyrra, stórir sem smáir FRÉTTABLAÐIÐ/LAUFEY Fjölskylduhátíðin Kátt á Klambra fer fram í þriðja skipti um helgina. Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir alla fjölskylduna. Markmið hátíðarinnar er að bjóða fjölskyldum upp á fjölbreytta menningar- og listviðburði á grænu svæði í Reykjavík. Hátíðin er haldin á Klambratúni en á svæðinu verður skiptiaðstaða, svæði þar sem hægt er að gefa brjóst í ró og næði auk allrar þeirrar afþreyingar sem í boði er. „Hugmyndin kom upphaflega frá Jónu Ottesen en þetta var lokaverkefni hennar í námi í hagnýtri menningarmiðlun í Háskóla Íslands. Hún hafði samband við mig árið 2016 og við ýttum þessu úr vör með ómetanlegri aðstoð,“ segir Valdís Helga Þorgeirsdóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar ásamt Hildi Soffíu Vignisdóttur, Ásu Ottesen og Viktoríu Blöndal. Síðan þá hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg. Fyrsta árið mættu um fimmtán hundruð en í fyrra mættu tvöfalt fleiri. Samhliða aukinni aðsókn hefur fjölgað í hópi skipuleggjenda og telja þeir nú um tug.Valdís Helga Þorgeirsdóttir og Jóna Elísabet Ottsen ýttu hátíðinni úr vör fyrir tveimur árum.FRÉTTABLAÐIÐ/LAUFEY„Í ár verða tvö svið, eitt stórt og annað minna. Þá verða ýmsar listasmiðjur fyrir krakka, ljóðaupplestur, leiksýningar og svo mætti lengi telja. Þetta er fyrir fjölskyldur með börn frá núll og upp úr,“ segir Valdís. Meðal þess sem má finna á dagskránni í ár eru tónleikar með Friðriki Dór, JóaPé og Króla og Emmsjé Gauta. Ævar vísindamaður mun lesa upp úr væntanlegri bók sinni og Lalli töframaður lítur við. Þá verður í boði graffitikennsla, barnanudd, sérstakt föndurtjald verður á svæðinu og boðið verður upp á andlitsmálningu fyrir gesti. Upptalningin er ekki tæmandi. „Miðaverði á hátíðina er stillt í hóf og miðar í raun að því að hátíðin komi út á sléttu. Aðgangseyrir fer til að mynda í að tryggja öryggi á svæðinu en ekkert barn fer út af því nema í fylgd með fullorðnum. Þá gefum við fjölskylduhjálp Rauða kross Íslands miða til að útdeila,“ segir Valdís. Herlegheitin hefjast á slaginu 11 á sunnudag og er veðurspáin með betra móti miðað við það sem verið hefur í sumar. Hafi fólk áhuga á að vera sjálfboðaliðar á hátíðinni er hægt að setja sig í samband við skipuleggjendur. „Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Valdís að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Sjá meira
Fjölskylduhátíðin Kátt á Klambra fer fram í þriðja skipti um helgina. Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir alla fjölskylduna. Markmið hátíðarinnar er að bjóða fjölskyldum upp á fjölbreytta menningar- og listviðburði á grænu svæði í Reykjavík. Hátíðin er haldin á Klambratúni en á svæðinu verður skiptiaðstaða, svæði þar sem hægt er að gefa brjóst í ró og næði auk allrar þeirrar afþreyingar sem í boði er. „Hugmyndin kom upphaflega frá Jónu Ottesen en þetta var lokaverkefni hennar í námi í hagnýtri menningarmiðlun í Háskóla Íslands. Hún hafði samband við mig árið 2016 og við ýttum þessu úr vör með ómetanlegri aðstoð,“ segir Valdís Helga Þorgeirsdóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar ásamt Hildi Soffíu Vignisdóttur, Ásu Ottesen og Viktoríu Blöndal. Síðan þá hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg. Fyrsta árið mættu um fimmtán hundruð en í fyrra mættu tvöfalt fleiri. Samhliða aukinni aðsókn hefur fjölgað í hópi skipuleggjenda og telja þeir nú um tug.Valdís Helga Þorgeirsdóttir og Jóna Elísabet Ottsen ýttu hátíðinni úr vör fyrir tveimur árum.FRÉTTABLAÐIÐ/LAUFEY„Í ár verða tvö svið, eitt stórt og annað minna. Þá verða ýmsar listasmiðjur fyrir krakka, ljóðaupplestur, leiksýningar og svo mætti lengi telja. Þetta er fyrir fjölskyldur með börn frá núll og upp úr,“ segir Valdís. Meðal þess sem má finna á dagskránni í ár eru tónleikar með Friðriki Dór, JóaPé og Króla og Emmsjé Gauta. Ævar vísindamaður mun lesa upp úr væntanlegri bók sinni og Lalli töframaður lítur við. Þá verður í boði graffitikennsla, barnanudd, sérstakt föndurtjald verður á svæðinu og boðið verður upp á andlitsmálningu fyrir gesti. Upptalningin er ekki tæmandi. „Miðaverði á hátíðina er stillt í hóf og miðar í raun að því að hátíðin komi út á sléttu. Aðgangseyrir fer til að mynda í að tryggja öryggi á svæðinu en ekkert barn fer út af því nema í fylgd með fullorðnum. Þá gefum við fjölskylduhjálp Rauða kross Íslands miða til að útdeila,“ segir Valdís. Herlegheitin hefjast á slaginu 11 á sunnudag og er veðurspáin með betra móti miðað við það sem verið hefur í sumar. Hafi fólk áhuga á að vera sjálfboðaliðar á hátíðinni er hægt að setja sig í samband við skipuleggjendur. „Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Valdís að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning