Sjö ljósmæður draga uppsagnir til baka Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. júlí 2018 18:38 Ljósmæður samþykktu í dag miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu þeirra við ríkið með yfirgnæfandi meirihluta. Heilbrigðisráðherra segir þessa afgerandi niðurstöðu sérstakt fagnaðarefni og formaður samningarnefndar ljósmæðra er feginn því að stór hluti ljósmæðra er sáttur við þessa lendingu. Sjö ljósmæður hafa dregið uppsögn sína til baka. Ljósmæðrafélag Íslands samþykkti í dag miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu sinni við ríkið með 95 prósent atkvæða. Þátttakan var góð en 91 prósent þeirra sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði. Þá samþykkti, Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, einnig tillöguna og nýr kjarasamningur því kominn á milli aðila.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/EyþórSvandís Svarsdóttir heilbrigðisráherra fagnar því að sjá fyrir endan á þessari deilu. „Í þessari lausn erum við í raun og veru að tala um, til viðbótar við miðlægan kjarasamning, að bæði við í heilbrigðisráðuneytinu, ég sem heilbrigðisráðherra og Landspítalinn horfumst í augu við það að það þarf að hnika til á stofnununum sjálfum og bæta kjaraumhverfið og endurmeta launasetningu. Þetta samstillta átak varð til þess að leysa málin að þessu sinni. Ríkissáttasemjari var sú sem sat við borðsendann og sá hvernig púslin myndu öll falla saman í eina heildarmynd,“ segir hún. Svandís segir að vinna við lausnina hafi ekki verið einföld, en skilaði að lokum sáttum ljósmæðrum.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra.Vísir/eyþór„Mér finnst líka mjög mikilvægt að þessi niðurstaða var það skýr að við getum vænt þess að þær ljósmæður sem sögðu upp snúi aftur til starfa. Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt fyrir okkur öll að þessi mikilvæga menntun skili sér inn í samfélagið allt og inn í heilbrigðisþjónustuna.“ Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samningarnefndar ljósmæðra, hafði tilfinningu fyrir því að þetta yrði samþykkt, en bjóst ekki við svona afgerandi niðurstöðu. „Næstu skref eru að fylgja eftir því sem hefur núna verið samþykkt. Þarf að fara í gang svokölluð þarfagreining á stofnunum til að koma inn þessum 60 milljónum sem koma frá Velferðarráðuneytinu. Koma þeim á þá staði þar sem þær eiga heima til þess að hægt sé að hækka ljósmæður inn í gegnum stofnanasamninga og fylgja eftir því sem hefur verið samið um. Svo bara bíðum við spenntar eftir niðurstöðu frá Gerðardómi, það er aðal málið,“ segir Katrín. Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 25. júlí 2018 12:46 Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
Ljósmæður samþykktu í dag miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu þeirra við ríkið með yfirgnæfandi meirihluta. Heilbrigðisráðherra segir þessa afgerandi niðurstöðu sérstakt fagnaðarefni og formaður samningarnefndar ljósmæðra er feginn því að stór hluti ljósmæðra er sáttur við þessa lendingu. Sjö ljósmæður hafa dregið uppsögn sína til baka. Ljósmæðrafélag Íslands samþykkti í dag miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu sinni við ríkið með 95 prósent atkvæða. Þátttakan var góð en 91 prósent þeirra sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði. Þá samþykkti, Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, einnig tillöguna og nýr kjarasamningur því kominn á milli aðila.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/EyþórSvandís Svarsdóttir heilbrigðisráherra fagnar því að sjá fyrir endan á þessari deilu. „Í þessari lausn erum við í raun og veru að tala um, til viðbótar við miðlægan kjarasamning, að bæði við í heilbrigðisráðuneytinu, ég sem heilbrigðisráðherra og Landspítalinn horfumst í augu við það að það þarf að hnika til á stofnununum sjálfum og bæta kjaraumhverfið og endurmeta launasetningu. Þetta samstillta átak varð til þess að leysa málin að þessu sinni. Ríkissáttasemjari var sú sem sat við borðsendann og sá hvernig púslin myndu öll falla saman í eina heildarmynd,“ segir hún. Svandís segir að vinna við lausnina hafi ekki verið einföld, en skilaði að lokum sáttum ljósmæðrum.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra.Vísir/eyþór„Mér finnst líka mjög mikilvægt að þessi niðurstaða var það skýr að við getum vænt þess að þær ljósmæður sem sögðu upp snúi aftur til starfa. Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt fyrir okkur öll að þessi mikilvæga menntun skili sér inn í samfélagið allt og inn í heilbrigðisþjónustuna.“ Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samningarnefndar ljósmæðra, hafði tilfinningu fyrir því að þetta yrði samþykkt, en bjóst ekki við svona afgerandi niðurstöðu. „Næstu skref eru að fylgja eftir því sem hefur núna verið samþykkt. Þarf að fara í gang svokölluð þarfagreining á stofnunum til að koma inn þessum 60 milljónum sem koma frá Velferðarráðuneytinu. Koma þeim á þá staði þar sem þær eiga heima til þess að hægt sé að hækka ljósmæður inn í gegnum stofnanasamninga og fylgja eftir því sem hefur verið samið um. Svo bara bíðum við spenntar eftir niðurstöðu frá Gerðardómi, það er aðal málið,“ segir Katrín.
Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 25. júlí 2018 12:46 Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00
Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 25. júlí 2018 12:46
Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35