Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. júlí 2018 06:00 Öryggisgæslan fyrir kosningarnar í Pakistan er mikil. Vísir/AFP Þingkosningar fara fram í Pakistan í dag. Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu. Íhaldsflokkurinn Múslimabandalag Pakistans (PML-N) undir forystu Shehbaz Sharif, og jafnaðarmannaflokkurinn Pakistanska réttlætishreyfingin (PTI), undir forystu Imrans Khan, mælast stærstir. Frambjóðendur voru á lokametrunum í gær verið var að reyna að tryggja öryggi kjörstaða, en rúmlega 200 hafa farist í hryðjuverkaárásum sem gerðar hafa verið á baráttufundi frambjóðenda í kosningabaráttunni. Sharif er bróðir Nawaz Sharif, sem var forsætisráðherra fyrr á kjörtímabilinu áður en hann var dæmdur í fangelsi vegna Panamaskjalahneykslis. Shehbaz bróðir tók þá við stólnum. Khan var áður fyrirliði landsliðs Pakistana í krikket. Leiðtogar PML-N hafa gagnrýnt kosningarnar harðlega og sagt Khan í vasa pakistanska hersins. Herinn ætli sér að koma Khan til valda. BBC fjallaði um pakistanskt lýðræði í gær og sagði að nú fjaraði undan draumnum um raunverulegt lýðræði þar í landi. Miðillinn sagði að dómstólar hefðu vísvitandi gert PML-N erfitt fyrir með umdeildum ákvörðunum og að leyniþjónustan hefði staðið á bak við afskiptin. Þá væri ljóst að herinn muni gegna stóru hlutverki í framkvæmd kosninganna í dag. Gallup í Pakistan spáði því í gær að PTI fengi 29 prósenta fylgi en PML-N næði 27 prósentum. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira
Þingkosningar fara fram í Pakistan í dag. Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu. Íhaldsflokkurinn Múslimabandalag Pakistans (PML-N) undir forystu Shehbaz Sharif, og jafnaðarmannaflokkurinn Pakistanska réttlætishreyfingin (PTI), undir forystu Imrans Khan, mælast stærstir. Frambjóðendur voru á lokametrunum í gær verið var að reyna að tryggja öryggi kjörstaða, en rúmlega 200 hafa farist í hryðjuverkaárásum sem gerðar hafa verið á baráttufundi frambjóðenda í kosningabaráttunni. Sharif er bróðir Nawaz Sharif, sem var forsætisráðherra fyrr á kjörtímabilinu áður en hann var dæmdur í fangelsi vegna Panamaskjalahneykslis. Shehbaz bróðir tók þá við stólnum. Khan var áður fyrirliði landsliðs Pakistana í krikket. Leiðtogar PML-N hafa gagnrýnt kosningarnar harðlega og sagt Khan í vasa pakistanska hersins. Herinn ætli sér að koma Khan til valda. BBC fjallaði um pakistanskt lýðræði í gær og sagði að nú fjaraði undan draumnum um raunverulegt lýðræði þar í landi. Miðillinn sagði að dómstólar hefðu vísvitandi gert PML-N erfitt fyrir með umdeildum ákvörðunum og að leyniþjónustan hefði staðið á bak við afskiptin. Þá væri ljóst að herinn muni gegna stóru hlutverki í framkvæmd kosninganna í dag. Gallup í Pakistan spáði því í gær að PTI fengi 29 prósenta fylgi en PML-N næði 27 prósentum.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira