Herraföt orðin meira spennandi Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. júlí 2018 06:00 Ási hefur á síðustu árum verið að færa sig meira yfir í herratískuna. Aðsend Fatahönnuðurinn Ási Már Friðriksson hefur stofnað nýtt fatamerki, Kismet, og sendir frá sér glænýja línu inn í haustið. Um er að ræða herraföt og fyrsta línan verður aðeins efri partar. „Þessi lína er dálítið klassísk í sniðum – ég leit til americano-lúkksins, þannig að á þessu er svolítill suðurríkjablær. Þetta er með smá „twisti“. Það er alltaf svolítill höfuðverkur þegar maður er að hanna á stráka að maður vill ekki fara í of flippað né heldur of venjulegt og „boring“ – það er mjó lína þarna á milli. Þetta eru bara efri partar að þessu sinni. Vandamálið við að gera buxur er að það eru svo margar stærðir og maður þarf að panta svo mikið fyrir hverja stærð og svo framvegis. En það kemur bara seinna,“ segir Ási en hann er búinn að vera að undirbúa línuna síðasta árið þó að pælingin hafi fæðst nokkru áður en það. „Ég er menntaður fatahönnuður úr Listaháskólanum og hef verið að gera ýmislegt í gegnum árin en alltaf með þetta svona á bak við eyrað. Ég sérhæfði mig í kvenfatnaði en undanfarin ár hef ég verið að færast nær strákafötunum, það er svolítið spennandi markaður – þetta hefur verið að breytast og er orðinn stærri markhópur en áður.“Brot úr línunni sem kemur í september. Ási segir línuna vera í smá americano stíl.Ási segir að þetta hafi breyst frá því sem áður var þegar strákar áttu bara að vera í gallabuxum og hvítum bolum og öðru auðveldu. „Þetta er að breytast með tíðinni – strákar hafa ólíkar skoðanir og finnst mismunandi hlutir fínir, sem er mjög spennandi og þessi flóra er algjörlega að breikka.“ Ási segir útlitið á línunni í raun hafa bara sprottið út frá hans eigin tilfinningum og ekki eiga sér neinn sérstakan aðdraganda. „Þetta er eitthvað sem gerðist, þessi tilfinning og fílingur sem maður sjálfur er í. Þetta eru aðgengileg föt og ég vildi hafa þetta þannig að þú þyrftir ekki að kaupa heilan galla heldur getur þetta blandast inn í það sem þú ert með í fataskápnum nú þegar. Þetta er pínu prufulína í raun, það er auðvitað flókið að gera þetta og dýrt, þannig að maður er aðeins að dýfa tánum ofan í og kanna hvað virkar og hvað virkar ekki.“ Ási segir útgáfudaginn ekki alveg settan, það eru nokkur praktísk atriði sem á eftir að leysa úr, meðal annars hvort línan fari í umboðssölu eða hvort hann selji hana sjálfur. En hann reiknar með að línan komi út í september. Kismet.love er vefsíða merkisins og það er engin tilviljun að lénið sé love. „Þetta er svolítið formerkið á línunni. Það eru falin tákn á flíkunum og þú verður að leita að þeim. Þetta er smá sem verður gegnumgangandi í næstu línum frá mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Fatahönnuðurinn Ási Már Friðriksson hefur stofnað nýtt fatamerki, Kismet, og sendir frá sér glænýja línu inn í haustið. Um er að ræða herraföt og fyrsta línan verður aðeins efri partar. „Þessi lína er dálítið klassísk í sniðum – ég leit til americano-lúkksins, þannig að á þessu er svolítill suðurríkjablær. Þetta er með smá „twisti“. Það er alltaf svolítill höfuðverkur þegar maður er að hanna á stráka að maður vill ekki fara í of flippað né heldur of venjulegt og „boring“ – það er mjó lína þarna á milli. Þetta eru bara efri partar að þessu sinni. Vandamálið við að gera buxur er að það eru svo margar stærðir og maður þarf að panta svo mikið fyrir hverja stærð og svo framvegis. En það kemur bara seinna,“ segir Ási en hann er búinn að vera að undirbúa línuna síðasta árið þó að pælingin hafi fæðst nokkru áður en það. „Ég er menntaður fatahönnuður úr Listaháskólanum og hef verið að gera ýmislegt í gegnum árin en alltaf með þetta svona á bak við eyrað. Ég sérhæfði mig í kvenfatnaði en undanfarin ár hef ég verið að færast nær strákafötunum, það er svolítið spennandi markaður – þetta hefur verið að breytast og er orðinn stærri markhópur en áður.“Brot úr línunni sem kemur í september. Ási segir línuna vera í smá americano stíl.Ási segir að þetta hafi breyst frá því sem áður var þegar strákar áttu bara að vera í gallabuxum og hvítum bolum og öðru auðveldu. „Þetta er að breytast með tíðinni – strákar hafa ólíkar skoðanir og finnst mismunandi hlutir fínir, sem er mjög spennandi og þessi flóra er algjörlega að breikka.“ Ási segir útlitið á línunni í raun hafa bara sprottið út frá hans eigin tilfinningum og ekki eiga sér neinn sérstakan aðdraganda. „Þetta er eitthvað sem gerðist, þessi tilfinning og fílingur sem maður sjálfur er í. Þetta eru aðgengileg föt og ég vildi hafa þetta þannig að þú þyrftir ekki að kaupa heilan galla heldur getur þetta blandast inn í það sem þú ert með í fataskápnum nú þegar. Þetta er pínu prufulína í raun, það er auðvitað flókið að gera þetta og dýrt, þannig að maður er aðeins að dýfa tánum ofan í og kanna hvað virkar og hvað virkar ekki.“ Ási segir útgáfudaginn ekki alveg settan, það eru nokkur praktísk atriði sem á eftir að leysa úr, meðal annars hvort línan fari í umboðssölu eða hvort hann selji hana sjálfur. En hann reiknar með að línan komi út í september. Kismet.love er vefsíða merkisins og það er engin tilviljun að lénið sé love. „Þetta er svolítið formerkið á línunni. Það eru falin tákn á flíkunum og þú verður að leita að þeim. Þetta er smá sem verður gegnumgangandi í næstu línum frá mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira