Fara í mál að fólkinu forspurðu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júlí 2018 07:00 Samkvæmt lauslegri samantekt er meðaltalsmálskostnaður rúmlega 1,5 milljónir króna VÍSIR/VILHELM Dæmi eru um að lögmenn landeigenda í svokölluðum þjóðlendumálum hafi farið með mál þeirra fyrir Hæstarétt án þess að nokkurt samráð hafi verið haft við þá. Málskostnaður vegna málanna greiðist úr ríkissjóði. Frá því að óbyggðanefnd var komið á fót árið 1998 hefur 88 málum verið skotið til dómstóla. Þar af hafa 68 þeirra farið fyrir Hæstarétt. Lausleg samantekt leiðir í ljós að meðaltalsmálskostnaður, hafi málið farið bæði fyrir héraðsdóm og Hæstarétt, er rétt rúmlega 1,5 milljónir króna. Heildarmálskostnaður vegna málanna er á annað hundrað milljóna. Fréttablaðið hefur undanfarna daga rætt við landeigendur sem hafa verið málsaðilar þjóðlendumáls. Í nokkrum tilfellum kom það fyrir að landeigendur komu af fjöllum þegar þeim var bent á að dómur hefði fallið í Hæstarétti í þeirra málum. Engum umræddra landeigenda barst reikningur frá lögmanni vegna vinnu þeirra.Sjá einnig: Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár „Áður en máli er skotið áfram til þess að fá úrslausn um inntak eignarréttar er metið hvort það sé nauðsynlegt sem hluti af stærri og samliggjandi heild eða bara eitt og sér,“ segir Friðbjörn E. Garðarsson en hann var lögmaður í einu slíku máli. „Ég man ekki eftir máli þar sem ekki var haft samráð við landeigendur, eða að minnsta kosti hluta þeirra ef um fleiri en einn var að ræða. Málarekstur af þessu tagi tekur oft mörg ár og því getur verið að jörð skipti um eigendur undir rekstri máls, jafnvel oftar en einu sinni,“ segir Friðbjörn. „Þegar umboð er fengið frá aðila til að reka málið þá gildir það yfirleitt bæði fyrir óbyggðanefnd og dómstólum. Það er yfirleitt gert ráð fyrir því að sótt sé um gjafsókn og þetta sé umbjóðendum að skaðlausu. Eðli mála samkvæmt þarf maður ekki að vera að trufla umbjóðanda í gríð og erg. Það er hins vegar almenn siðaregla að maður reki ekki mál án þess að tala við umbjóðanda sinn,“ segir Ólafur Björnsson lögmaður en hann hefur flutt fjölmörg mál landeigenda fyrir nefndinni og dómstólum síðan 1998. Sem fyrr segir er dæmdur málskostnaður hjá dómstólum oft kringum 1,5 milljónir króna. Ofan á þetta bætist málskostnaður fyrir nefndinni en hann er afar mismunandi eftir umfangi. Ólafur segir algengt að málskostnaðurinn nái ekki yfir þá vinnu sem liggur að baki hverju máli. Lögmenn ríkisins í málunum hafa fengið mun meira greitt en lögmenn landeigenda. „Þetta hefur yfirleitt verið meiri vinna en dæmd er. Mismunurinn hefur að hluta til verið greiddur af sveitarfélögum og einstaklingum. Þá hefur oft verið veittur afsláttur af vinnunni,“ segir Ólafur. Sjaldgæft er að einstaklingar séu krafðir um mismuninn vegna framlagðrar vinnu lögmanns og dæmds málskostnaðar. Dæmi eru þó um að slík mál hafi endað fyrir dómstólum. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár Formaður nefndarinnar segir vinnuna mun flóknari en búist hafi verið við. 23. júlí 2018 20:30 Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Dæmi eru um að lögmenn landeigenda í svokölluðum þjóðlendumálum hafi farið með mál þeirra fyrir Hæstarétt án þess að nokkurt samráð hafi verið haft við þá. Málskostnaður vegna málanna greiðist úr ríkissjóði. Frá því að óbyggðanefnd var komið á fót árið 1998 hefur 88 málum verið skotið til dómstóla. Þar af hafa 68 þeirra farið fyrir Hæstarétt. Lausleg samantekt leiðir í ljós að meðaltalsmálskostnaður, hafi málið farið bæði fyrir héraðsdóm og Hæstarétt, er rétt rúmlega 1,5 milljónir króna. Heildarmálskostnaður vegna málanna er á annað hundrað milljóna. Fréttablaðið hefur undanfarna daga rætt við landeigendur sem hafa verið málsaðilar þjóðlendumáls. Í nokkrum tilfellum kom það fyrir að landeigendur komu af fjöllum þegar þeim var bent á að dómur hefði fallið í Hæstarétti í þeirra málum. Engum umræddra landeigenda barst reikningur frá lögmanni vegna vinnu þeirra.Sjá einnig: Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár „Áður en máli er skotið áfram til þess að fá úrslausn um inntak eignarréttar er metið hvort það sé nauðsynlegt sem hluti af stærri og samliggjandi heild eða bara eitt og sér,“ segir Friðbjörn E. Garðarsson en hann var lögmaður í einu slíku máli. „Ég man ekki eftir máli þar sem ekki var haft samráð við landeigendur, eða að minnsta kosti hluta þeirra ef um fleiri en einn var að ræða. Málarekstur af þessu tagi tekur oft mörg ár og því getur verið að jörð skipti um eigendur undir rekstri máls, jafnvel oftar en einu sinni,“ segir Friðbjörn. „Þegar umboð er fengið frá aðila til að reka málið þá gildir það yfirleitt bæði fyrir óbyggðanefnd og dómstólum. Það er yfirleitt gert ráð fyrir því að sótt sé um gjafsókn og þetta sé umbjóðendum að skaðlausu. Eðli mála samkvæmt þarf maður ekki að vera að trufla umbjóðanda í gríð og erg. Það er hins vegar almenn siðaregla að maður reki ekki mál án þess að tala við umbjóðanda sinn,“ segir Ólafur Björnsson lögmaður en hann hefur flutt fjölmörg mál landeigenda fyrir nefndinni og dómstólum síðan 1998. Sem fyrr segir er dæmdur málskostnaður hjá dómstólum oft kringum 1,5 milljónir króna. Ofan á þetta bætist málskostnaður fyrir nefndinni en hann er afar mismunandi eftir umfangi. Ólafur segir algengt að málskostnaðurinn nái ekki yfir þá vinnu sem liggur að baki hverju máli. Lögmenn ríkisins í málunum hafa fengið mun meira greitt en lögmenn landeigenda. „Þetta hefur yfirleitt verið meiri vinna en dæmd er. Mismunurinn hefur að hluta til verið greiddur af sveitarfélögum og einstaklingum. Þá hefur oft verið veittur afsláttur af vinnunni,“ segir Ólafur. Sjaldgæft er að einstaklingar séu krafðir um mismuninn vegna framlagðrar vinnu lögmanns og dæmds málskostnaðar. Dæmi eru þó um að slík mál hafi endað fyrir dómstólum.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár Formaður nefndarinnar segir vinnuna mun flóknari en búist hafi verið við. 23. júlí 2018 20:30 Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár Formaður nefndarinnar segir vinnuna mun flóknari en búist hafi verið við. 23. júlí 2018 20:30
Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00