Tælensku drengirnir fá hugarró í hofi Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2018 06:39 Hluti hópsins er sagður hafa tekið þátt í sambærilegri athöfn áður. Vísir/AFP Bróðurpartur tælenska fótboltaliðsins, sem festist í helli rúmar tvær vikur, hóf í dag trúarathöfn sem standa mun yfir næstu daga. Drengirnir munu raka af sér allt hárið og klæðast þartilgerðum kuflum, en að sögn breska ríkisútvarpsins er athöfnin sögð vera algengur siður hjá tælenskum körlum sem lent hafa í áföllum. Hópurinn mun verja alls níu dögum í búddistahofi en einn þeirra, Adul Sam-on, er kristinn og mun því ekki taka þátt í athöfninni. Fótboltaþjálfarinn þeirra mun að sama skapi dvelja með þeim í hofinu, ekki þó sem lærlingur eins og drengirnir heldur sem fullgildur munkur. Strákarnir voru útskrifaðir af sjúkrahúsi í liðinni viku og eru sagðir við góða heilsu. Athöfninni er ætlað að veita þeim „andlega hreinsun“ eftir þrekraunina. „Þeir ættu að verja smá tíma í hofi, það er þeim fyrir bestu,“ er haft eftir afa eins stráksins í hópnum á vef BBC. „Það er eins og þeir hafi dáið en hafi nú endurfæðst.“ Tælensk stjórnvöld segja að hár drengjanna verði rakað af í dag og á morgun muni þeir fá í hendurnar kuflana sína. Þeir munu flakka á milli nokkurra hofa þar sem þeir munu verja deginum við hugleiðslu, bænakall og þrif. Þeir halda aftur til síns heima þann 4. ágúst, eftir níu daga - en níu er talin happatala í Tælandi. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Segir að allir fótboltastrákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn Hinn 25 ára gamli Ake, fótboltaþjálfari strákanna tólf sem festust í helli í norðurhluta Taílands, ásamt þjálfaranum í síðasta mánuði, segir að allir strákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn. 18. júlí 2018 11:58 Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13 Misstu allt tímaskyn inni í hellinum og lýsa björguninni sem kraftaverki Fótboltastrákarnir tólf sem sátu fastir í helli í norðurhluta Taílands í meira en tvær vikur ásamt þjálfaranum sínum, Ekaphol Chantawong, segjast hafa misst allt tímaskyn á meðan þeir þurftu að dvelja í hellinum. 19. júlí 2018 11:45 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Bróðurpartur tælenska fótboltaliðsins, sem festist í helli rúmar tvær vikur, hóf í dag trúarathöfn sem standa mun yfir næstu daga. Drengirnir munu raka af sér allt hárið og klæðast þartilgerðum kuflum, en að sögn breska ríkisútvarpsins er athöfnin sögð vera algengur siður hjá tælenskum körlum sem lent hafa í áföllum. Hópurinn mun verja alls níu dögum í búddistahofi en einn þeirra, Adul Sam-on, er kristinn og mun því ekki taka þátt í athöfninni. Fótboltaþjálfarinn þeirra mun að sama skapi dvelja með þeim í hofinu, ekki þó sem lærlingur eins og drengirnir heldur sem fullgildur munkur. Strákarnir voru útskrifaðir af sjúkrahúsi í liðinni viku og eru sagðir við góða heilsu. Athöfninni er ætlað að veita þeim „andlega hreinsun“ eftir þrekraunina. „Þeir ættu að verja smá tíma í hofi, það er þeim fyrir bestu,“ er haft eftir afa eins stráksins í hópnum á vef BBC. „Það er eins og þeir hafi dáið en hafi nú endurfæðst.“ Tælensk stjórnvöld segja að hár drengjanna verði rakað af í dag og á morgun muni þeir fá í hendurnar kuflana sína. Þeir munu flakka á milli nokkurra hofa þar sem þeir munu verja deginum við hugleiðslu, bænakall og þrif. Þeir halda aftur til síns heima þann 4. ágúst, eftir níu daga - en níu er talin happatala í Tælandi.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Segir að allir fótboltastrákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn Hinn 25 ára gamli Ake, fótboltaþjálfari strákanna tólf sem festust í helli í norðurhluta Taílands, ásamt þjálfaranum í síðasta mánuði, segir að allir strákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn. 18. júlí 2018 11:58 Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13 Misstu allt tímaskyn inni í hellinum og lýsa björguninni sem kraftaverki Fótboltastrákarnir tólf sem sátu fastir í helli í norðurhluta Taílands í meira en tvær vikur ásamt þjálfaranum sínum, Ekaphol Chantawong, segjast hafa misst allt tímaskyn á meðan þeir þurftu að dvelja í hellinum. 19. júlí 2018 11:45 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Segir að allir fótboltastrákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn Hinn 25 ára gamli Ake, fótboltaþjálfari strákanna tólf sem festust í helli í norðurhluta Taílands, ásamt þjálfaranum í síðasta mánuði, segir að allir strákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn. 18. júlí 2018 11:58
Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13
Misstu allt tímaskyn inni í hellinum og lýsa björguninni sem kraftaverki Fótboltastrákarnir tólf sem sátu fastir í helli í norðurhluta Taílands í meira en tvær vikur ásamt þjálfaranum sínum, Ekaphol Chantawong, segjast hafa misst allt tímaskyn á meðan þeir þurftu að dvelja í hellinum. 19. júlí 2018 11:45