Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár Elísabet Inga Sigurðardóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2018 20:30 Ásta Ólafsdóttir, formaður Óbyggðanefndar. Vísir/Einar Störf Óbyggðanefndar hafa dregist í um að minnsta kosti 17 ár en nefndinni er ætlað að skilgreina eignarhald á þjóðlendum og eignarlöndum. Formaður nefndarinnar segir vinnuna mun flóknari en búist hafi verið við. Áætlaður heildarkostnaður er orðinn margfalt meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Óbyggðanefnd tók til starfa árið 1998 og var ætlað að skilgreina eignarhald á þjóðlendum og eignarlöndum. Í upphafi var gert ráð fyrir að nefndin lyki störfum árið 2007 en nú er gert ráð fyrir að þeim ljúki ekki fyrr en árið 2024. Formaður nefndarinnar segir störf hennar hafa dregist á langinn þar sem vinnan sé mun flóknari en menn hafi búist við í upphafi. „Þegar að nefndin fer að starfa þá kemur í ljós að þetta er miklu umfangsmeira, miklu fleiri skjöl sem þarf að skoða, og nefndin í upphafi tók þá afstöðu að það sé betra að rannsaka allt til hlítar, tryggja að öll skjöl séu komin fram áður en niðurstaðan er komin,“ segir Ása Ólafsdóttir, formaður Óbyggðanefndar. „Svo til viðbótar kom efnahagshrun og strax í kjölfarið þá ákvað þáverandi ríkisstjórn að skera niður fjárheimildir til nefndarinnar. Þetta er, með réttu, ekki það verkefni sem er brýnast í efnahagskreppu.“Sjá einnig: Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Framkvæmdastjóri nefndarinnar segir á Vísi í dag kostnaður við reksturinn hafi að auki verið vanáætlaður frá upphafi. En kostnaðaráætlanir gerðu ráð fyrir að störf nefndarinnar myndu kosta 520 milljónir á núvirði hefði nefndinni tekist að skila af sér árið 2007. Nú gera áætlanir ráð fyrir að heildarkostnaðurinn frá ársbyrjun 1999 verði tæpir 1,9 milljarðar króna. Ása segir að kostnað við skjalaleit og gagnaöflun mun meiri en búist var við. En þar að auki hækki kostnaðurinn með tímanum. „Eftir því sem að lengist í störfum nefndarinnar því fleiri ár líða þar sem fólk er að störfum, það kostar líka. þess vegna var það okkar sjónarmið síðustu ár, og mitt líka, að því fyrr sem þetta er búið því minna kostar það.“ Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Störf Óbyggðanefndar hafa dregist í um að minnsta kosti 17 ár en nefndinni er ætlað að skilgreina eignarhald á þjóðlendum og eignarlöndum. Formaður nefndarinnar segir vinnuna mun flóknari en búist hafi verið við. Áætlaður heildarkostnaður er orðinn margfalt meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Óbyggðanefnd tók til starfa árið 1998 og var ætlað að skilgreina eignarhald á þjóðlendum og eignarlöndum. Í upphafi var gert ráð fyrir að nefndin lyki störfum árið 2007 en nú er gert ráð fyrir að þeim ljúki ekki fyrr en árið 2024. Formaður nefndarinnar segir störf hennar hafa dregist á langinn þar sem vinnan sé mun flóknari en menn hafi búist við í upphafi. „Þegar að nefndin fer að starfa þá kemur í ljós að þetta er miklu umfangsmeira, miklu fleiri skjöl sem þarf að skoða, og nefndin í upphafi tók þá afstöðu að það sé betra að rannsaka allt til hlítar, tryggja að öll skjöl séu komin fram áður en niðurstaðan er komin,“ segir Ása Ólafsdóttir, formaður Óbyggðanefndar. „Svo til viðbótar kom efnahagshrun og strax í kjölfarið þá ákvað þáverandi ríkisstjórn að skera niður fjárheimildir til nefndarinnar. Þetta er, með réttu, ekki það verkefni sem er brýnast í efnahagskreppu.“Sjá einnig: Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Framkvæmdastjóri nefndarinnar segir á Vísi í dag kostnaður við reksturinn hafi að auki verið vanáætlaður frá upphafi. En kostnaðaráætlanir gerðu ráð fyrir að störf nefndarinnar myndu kosta 520 milljónir á núvirði hefði nefndinni tekist að skila af sér árið 2007. Nú gera áætlanir ráð fyrir að heildarkostnaðurinn frá ársbyrjun 1999 verði tæpir 1,9 milljarðar króna. Ása segir að kostnað við skjalaleit og gagnaöflun mun meiri en búist var við. En þar að auki hækki kostnaðurinn með tímanum. „Eftir því sem að lengist í störfum nefndarinnar því fleiri ár líða þar sem fólk er að störfum, það kostar líka. þess vegna var það okkar sjónarmið síðustu ár, og mitt líka, að því fyrr sem þetta er búið því minna kostar það.“
Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent