Nauðsynlegt að fylgja þvingunum gegn Norður-Kóreu eftir Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2018 17:58 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AP Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir mikilvægt að fylgja viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum eftir gagnvart Norður-Kóreu. Það sé eina leiðin til að ríkið losi sig við kjarnorkuvopn sín. Þá sagði Pompeo að ekki kæmi til greina að létta á þvingunum gagnvart einræðisríkinu án þess að forsvarsmenn þess tækju afgerandi skref í átt að afvopnun. Þetta sagði Pompeo á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og tók hann fram að ráðið væri sameinað í afstöðu sinni gagnvart Norður-Kóreu. Markmiðið væri að fá ríkisstjórn Kim Jong Un til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi, eins og Kim hefði samþykkt, og veita sérfræðingum aðgang að ríkinu svo afvopnun geti verið staðfest.Pompeo says it is "critical" to implement a "strict enforcement of sanctions" to achieve the denuclearization of North Korea pic.twitter.com/6xiQbrzaaX — AFP news agency (@AFP) July 20, 2018 Ríkisstjórn Kim er þó ekki á þeim nótum að einræðisherrann hafi samþykkt að losa sig við kjarnorkuvopn sín, þegar hann hitti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Singapúr í síðasta mánuði. Fyrr í þessum mánuði sakaði Norður-Kórea Bandaríkin um ribbaldaskap í kröfum sínum. Það gerðu þeir eftir að Pompeo yfirgaf Norður-Kóreu og sögðu forsvarsmenn einræðisríkisins að kröfur Pompeo hefðu ekki verið í anda fundarins í Singapúr. Ríkismiðill Norður-Kóreu gagnrýnd Pompeo harðlega fyrir að krefjast þess að ríkið losaði sig alfarið við kjarnorkuvopn.Refsiaðgerðir ríkisstjórnar Donald Trump virðast hafa verið að bera árangur og áætlar Seðlabanki Suður-Kóreu að efnahagur Norður-Kóreu hafi dregist saman um 3,5 prósent í fyrra. Reiknað er með að þetta ár verði verra.Útflutningur ríkisins dróst saman um nærri því 40 prósent og segir seðlabankinn að meðalárstekjur íbúa Norður-Kóreu séu einungis fimm prósent af meðalárstekjum í Suður-Kóreu. Pompeo vill ekki að slakað verði á áðurnefndum refsiaðgerðum og þrýstingi á ríkisstjórn Kim. Norður-Kórea Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir mikilvægt að fylgja viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum eftir gagnvart Norður-Kóreu. Það sé eina leiðin til að ríkið losi sig við kjarnorkuvopn sín. Þá sagði Pompeo að ekki kæmi til greina að létta á þvingunum gagnvart einræðisríkinu án þess að forsvarsmenn þess tækju afgerandi skref í átt að afvopnun. Þetta sagði Pompeo á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og tók hann fram að ráðið væri sameinað í afstöðu sinni gagnvart Norður-Kóreu. Markmiðið væri að fá ríkisstjórn Kim Jong Un til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi, eins og Kim hefði samþykkt, og veita sérfræðingum aðgang að ríkinu svo afvopnun geti verið staðfest.Pompeo says it is "critical" to implement a "strict enforcement of sanctions" to achieve the denuclearization of North Korea pic.twitter.com/6xiQbrzaaX — AFP news agency (@AFP) July 20, 2018 Ríkisstjórn Kim er þó ekki á þeim nótum að einræðisherrann hafi samþykkt að losa sig við kjarnorkuvopn sín, þegar hann hitti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Singapúr í síðasta mánuði. Fyrr í þessum mánuði sakaði Norður-Kórea Bandaríkin um ribbaldaskap í kröfum sínum. Það gerðu þeir eftir að Pompeo yfirgaf Norður-Kóreu og sögðu forsvarsmenn einræðisríkisins að kröfur Pompeo hefðu ekki verið í anda fundarins í Singapúr. Ríkismiðill Norður-Kóreu gagnrýnd Pompeo harðlega fyrir að krefjast þess að ríkið losaði sig alfarið við kjarnorkuvopn.Refsiaðgerðir ríkisstjórnar Donald Trump virðast hafa verið að bera árangur og áætlar Seðlabanki Suður-Kóreu að efnahagur Norður-Kóreu hafi dregist saman um 3,5 prósent í fyrra. Reiknað er með að þetta ár verði verra.Útflutningur ríkisins dróst saman um nærri því 40 prósent og segir seðlabankinn að meðalárstekjur íbúa Norður-Kóreu séu einungis fimm prósent af meðalárstekjum í Suður-Kóreu. Pompeo vill ekki að slakað verði á áðurnefndum refsiaðgerðum og þrýstingi á ríkisstjórn Kim.
Norður-Kórea Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira