Leituðu ekki álits Persónuverndar á birtingu hluthafalista Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. júlí 2018 06:00 Kauphöllin hefur aðsetur við Laugaveg. Vísir Kauphöllin leitaði ekki álits Persónuverndar áður en ákveðið var að hætta að birta lista yfir tuttugu stærstu hluthafana í skráðum hlutafélögum. Forstjóri Kauphallarinnar segir að breyta þurfi lögum til að taka af allan vafa. Greint var frá ákvörðun Kauphallarinnar í Fréttablaðinu í gær en hún var tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum. Í svari Persónuverndar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ekki hafi borist erindi frá Kauphöll Íslands með beiðni um álit á málinu. Persónuvernd bendir þó á að upplýsingarnar þurfi að falla undir gildissvið laganna og að í því felist að þær þurfi að lúta að hlutabréfaeign einstaklinga en ekki lögaðila.Sjá einnig: Nasdaq hættir að birta hluthafalista Í langflestum tilfellum eiga einstaklingar í skráðum hlutafélögum í gegnum einkahlutafélög og samkvæmt talningu Fréttablaðsins finnst enginn einstaklingur á hluthafalistunum sem félögin sjálf birta á heimasíðu sinni. Þá segir Persónuvernd að fyrrnefnd lagaákvæði séu að mestu leyti sama efnis og ákvæðin í eldri lögunum um persónuvernd. „Hefur stofnuninni ekki borist erindi frá Kauphöll Íslands með beiðni um álit á því hvort forsendur hafi breyst með hinum nýju lögum.“ Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið að oft sé einfalt að komast að því hverjir séu á bak við lögaðilann. Þá sé tryggast að breyta lögunum ef ætlunin er að heimila algjöra birtingu á hluthafalistum. „Ég held að það sé ólíklegt að fá nógu víðtækt og afgerandi svar frá Persónuvernd um heimild til birtingar á hluthafalistum. Ef vilji er fyrir hendi er langtryggast að breyta lögum um verðbréfaviðskipti og hlutafélög og heimila birtinguna þannig.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nasdaq hættir að birta hluthafalista Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar. 19. júlí 2018 06:00 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Kauphöllin leitaði ekki álits Persónuverndar áður en ákveðið var að hætta að birta lista yfir tuttugu stærstu hluthafana í skráðum hlutafélögum. Forstjóri Kauphallarinnar segir að breyta þurfi lögum til að taka af allan vafa. Greint var frá ákvörðun Kauphallarinnar í Fréttablaðinu í gær en hún var tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum. Í svari Persónuverndar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ekki hafi borist erindi frá Kauphöll Íslands með beiðni um álit á málinu. Persónuvernd bendir þó á að upplýsingarnar þurfi að falla undir gildissvið laganna og að í því felist að þær þurfi að lúta að hlutabréfaeign einstaklinga en ekki lögaðila.Sjá einnig: Nasdaq hættir að birta hluthafalista Í langflestum tilfellum eiga einstaklingar í skráðum hlutafélögum í gegnum einkahlutafélög og samkvæmt talningu Fréttablaðsins finnst enginn einstaklingur á hluthafalistunum sem félögin sjálf birta á heimasíðu sinni. Þá segir Persónuvernd að fyrrnefnd lagaákvæði séu að mestu leyti sama efnis og ákvæðin í eldri lögunum um persónuvernd. „Hefur stofnuninni ekki borist erindi frá Kauphöll Íslands með beiðni um álit á því hvort forsendur hafi breyst með hinum nýju lögum.“ Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið að oft sé einfalt að komast að því hverjir séu á bak við lögaðilann. Þá sé tryggast að breyta lögunum ef ætlunin er að heimila algjöra birtingu á hluthafalistum. „Ég held að það sé ólíklegt að fá nógu víðtækt og afgerandi svar frá Persónuvernd um heimild til birtingar á hluthafalistum. Ef vilji er fyrir hendi er langtryggast að breyta lögum um verðbréfaviðskipti og hlutafélög og heimila birtinguna þannig.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nasdaq hættir að birta hluthafalista Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar. 19. júlí 2018 06:00 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Nasdaq hættir að birta hluthafalista Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar. 19. júlí 2018 06:00