Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. júlí 2018 06:00 Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, á fundinum á Þingvöllum. VÍSIR/ANTON BRINK Danskir fjölmiðlar hafa sýnt mikinn áhuga á mótmælaaðgerðum íslenskra þingmanna vegna þátttöku danska þingforsetans Piu Kjærsgaard í hátíðarfundi Alþingis. Auk viðtala við Kjærsgaard sjálfa hafa danskir miðlar reynt að ná tali af Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, og rætt við þingkonurnar Helgu Völu Helgadóttur og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur sem báðar mótmæltu nærveru Piu á hátíðarfundinum hvor með sínum hætti. Það eru ekki eingöngu fjölmiðlar frændþjóðarinnar sem sýna málinu áhuga heldur hafa virkir í athugasemdum Extrablaðsins ekki látið sitt eftir liggja og ausið svívirðingum yfir Íslendinga og reyndar einnig múslima sem leitað hafa hælis í Danmörku. Margir segjast helst vilja senda Íslendingum allt það fólk eða jafnvel einnig Grænlendingum með vonum um að það verði ísbjörnum að bráð. Svo mikið lá þeim heitustu á hjarta að stjórnendur vefs Extrablaðsins voru teknir að eyða út svæsnustu athugasemdunum síðdegis í gær. Innan um má þó einnig sjá athugasemdir með þökkum til þeirra þingmanna sem sniðgengu ræðu Piu eða gagnrýndu nærveru hennar. Í viðtölum í heimalandi sínu fer Pia Kjærsgaard hörðum orðum um þingmenn Pírata. Í viðtali við TV2 sagðist hún líta svo á að Píratar höguðu sér eins og illa upp aldir unglingar og ættu að tileinka sér betri mannasiði.Pia Kjærsgaard sendir Helgu Völu Helgadóttur tóninn.Vísir/HannaKjærsgaard gagnrýnir einnig Helgu Völu Helgadóttur og Loga Einarsson, þingmenn Samfylkingarinnar, og segir ljóst að þau viti greinilega ekki hvað sé að gerast í heiminum og þekki ekki sinn eigin systurflokk í Danmörku. Yfirlýsing kom frá forseta Alþingis um miðjan dag í gær. Þar segir að það séu vonbrigði að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin í tilefni fullveldisafmælisins. „Mér finnst auðvitað leitt að dagskráin hafi leitt til þess að ákveðinn blettur kom á þessi hátíðarhöld,“ segir Helga Vala Helgadóttir um yfirlýsingu forsetans og bætir við: „Það er hann sem fer með dagskrárvaldið en ekki sá sem á hana bendir.“ Um athugasemdir Piu segir Helga Vala að jafnaðarmenn á Íslandi þekki vel til systurflokksins í Danmörku og þyki leitt að hann hafi villst af leið frá jöfnuði, umhyggju fyrir öðru fólki og mannréttindum. Deilt hefur verið um hvort og á hvaða tíma þingmenn fengu upplýsingar um þátttöku Piu í hátíðarhöldunum en fyrir liggur að tilkynning þess efnis kom inn á vef þingsins 20. apríl síðastliðinn. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í forsætisnefnd, sendi í gær fyrirspurn á forseta þingsins og óskaði svara um ferlið að baki ákvörðun um boð Kjærsgaard í afmælið, hvenær ákvörðunin hefði verið tekin og hver ferill ákvörðunarinnar hefði verið. Deilt hefur verið um hversu upplýstir þingmenn voru um komu forseta danska þjóðþingsins á hátíðarfundinn á Þingvöllum í fyrradag. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Pia Kjærsgaard ekki móðguð en skýtur á Samfylkinguna "Ég hef verið í stjórnmálum í þrjátíu og fimm ár og er því ýmsu vön.“ 19. júlí 2018 18:01 Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. 19. júlí 2018 12:52 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Hvatti Pírata til að láta Piu „fá það óþvegið“ Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. 19. júlí 2018 07:35 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Danskir fjölmiðlar hafa sýnt mikinn áhuga á mótmælaaðgerðum íslenskra þingmanna vegna þátttöku danska þingforsetans Piu Kjærsgaard í hátíðarfundi Alþingis. Auk viðtala við Kjærsgaard sjálfa hafa danskir miðlar reynt að ná tali af Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, og rætt við þingkonurnar Helgu Völu Helgadóttur og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur sem báðar mótmæltu nærveru Piu á hátíðarfundinum hvor með sínum hætti. Það eru ekki eingöngu fjölmiðlar frændþjóðarinnar sem sýna málinu áhuga heldur hafa virkir í athugasemdum Extrablaðsins ekki látið sitt eftir liggja og ausið svívirðingum yfir Íslendinga og reyndar einnig múslima sem leitað hafa hælis í Danmörku. Margir segjast helst vilja senda Íslendingum allt það fólk eða jafnvel einnig Grænlendingum með vonum um að það verði ísbjörnum að bráð. Svo mikið lá þeim heitustu á hjarta að stjórnendur vefs Extrablaðsins voru teknir að eyða út svæsnustu athugasemdunum síðdegis í gær. Innan um má þó einnig sjá athugasemdir með þökkum til þeirra þingmanna sem sniðgengu ræðu Piu eða gagnrýndu nærveru hennar. Í viðtölum í heimalandi sínu fer Pia Kjærsgaard hörðum orðum um þingmenn Pírata. Í viðtali við TV2 sagðist hún líta svo á að Píratar höguðu sér eins og illa upp aldir unglingar og ættu að tileinka sér betri mannasiði.Pia Kjærsgaard sendir Helgu Völu Helgadóttur tóninn.Vísir/HannaKjærsgaard gagnrýnir einnig Helgu Völu Helgadóttur og Loga Einarsson, þingmenn Samfylkingarinnar, og segir ljóst að þau viti greinilega ekki hvað sé að gerast í heiminum og þekki ekki sinn eigin systurflokk í Danmörku. Yfirlýsing kom frá forseta Alþingis um miðjan dag í gær. Þar segir að það séu vonbrigði að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin í tilefni fullveldisafmælisins. „Mér finnst auðvitað leitt að dagskráin hafi leitt til þess að ákveðinn blettur kom á þessi hátíðarhöld,“ segir Helga Vala Helgadóttir um yfirlýsingu forsetans og bætir við: „Það er hann sem fer með dagskrárvaldið en ekki sá sem á hana bendir.“ Um athugasemdir Piu segir Helga Vala að jafnaðarmenn á Íslandi þekki vel til systurflokksins í Danmörku og þyki leitt að hann hafi villst af leið frá jöfnuði, umhyggju fyrir öðru fólki og mannréttindum. Deilt hefur verið um hvort og á hvaða tíma þingmenn fengu upplýsingar um þátttöku Piu í hátíðarhöldunum en fyrir liggur að tilkynning þess efnis kom inn á vef þingsins 20. apríl síðastliðinn. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í forsætisnefnd, sendi í gær fyrirspurn á forseta þingsins og óskaði svara um ferlið að baki ákvörðun um boð Kjærsgaard í afmælið, hvenær ákvörðunin hefði verið tekin og hver ferill ákvörðunarinnar hefði verið. Deilt hefur verið um hversu upplýstir þingmenn voru um komu forseta danska þjóðþingsins á hátíðarfundinn á Þingvöllum í fyrradag.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Pia Kjærsgaard ekki móðguð en skýtur á Samfylkinguna "Ég hef verið í stjórnmálum í þrjátíu og fimm ár og er því ýmsu vön.“ 19. júlí 2018 18:01 Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. 19. júlí 2018 12:52 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Hvatti Pírata til að láta Piu „fá það óþvegið“ Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. 19. júlí 2018 07:35 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Pia Kjærsgaard ekki móðguð en skýtur á Samfylkinguna "Ég hef verið í stjórnmálum í þrjátíu og fimm ár og er því ýmsu vön.“ 19. júlí 2018 18:01
Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. 19. júlí 2018 12:52
Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56
Hvatti Pírata til að láta Piu „fá það óþvegið“ Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. 19. júlí 2018 07:35
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent